Er 3ja ferð Herjólfs málið?

Verður siglingaráætlun Herólfs svona: 

Frá Vestmannaeyjum         Frá Þórlákshöfn

kl. 8:15 - 11:00                 kl. 12:00 -14:45

kl. 16:00 - 18:45               kl.19:30 -22:15

kl. 0:00 -2:45                     kl. 4:00 - 6:45

Eru menn búnir að reikna þetta dæmi út til enda???

Sko, það fer alveg örugglega lítið sem ekkert af fólki með næturferðum. Þannig að það verður bara til að flýtja vöruflutningabíla.

Hvað með hvíldartíma áhafnar ? Þarf ekki að ráða nokkrar áhafnir ??? einhvað kostar það að hafa fólk á næturtexta?

Væri ekki nær að fá tvö nýja Herjólfa sem tekur 2 tíma milli lands og Eyja. Þar sem núverandi Herjólfur má ekki vera í siglingu eftir 3 ár.

Væri ekki sniðugra að fólk á landsbyggðinni gæti fari til Vestmannaeyja á morgnana og  fari tilbaka um kvöldið. Einsog vð Vestmannaeyingar höfum gert hingað til. 

Með því að hafa tvö skip í gangi mundi dagurinn hjá fólki nýtast betur. Er það annars ekki?                         

 


mbl.is Ferðum Herjólfs fjölgað í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband