Fæðuleit lundans meira áhyggjuefni

Ég fann blogg á blog.is sem ég er svo hjartanlega sammála að mestu leyti.

http://thorirniels.blog.is/blog/thorirniels/entry/228504/

......Hugsanleg sala á Vinnslustöðinni og brottflutningur á kvóta og atvinnutækifærum í framhaldinu er auðskiljanlega mikið áhyggjuefni fyrir Vestmannaeyinga. En þegar Raggi Bald frændi minn grínast með fæðuskort lundans er honum örugglega ekki hlátur í huga því það er ekki síður alvarlegt mál. Þetta á sér margra ára aðdraganda en eins og oft áður er ekkert hlustað á menn sem hafa séð þetta og varað við því um langa hríð, af því að þeir geta ekki skreytt sig með einhverri fræðingsnafnbót. Svo loksins þegar sandsílið er alveg horfið vakna fræðingarnir upp við vondan draum og fara að rannsaka málið. Svartfugl, lundi, fýll, kría og jafnvel skúmurinn koma ekki fram varpi ár eftir ár nema að litlu leyti. Ef maður talar við ,,fræðingana" eru svörin þau að líklega sé þetta hlýnun sjávar sem þarna skipti mestu en jafnframt dregið í efa að ,,leikmenn" séu hæfir til að fjalla um slíkt, enda sé skammtímaminni þeirra ekki gott á svona hluti og engar rannsóknir liggi að baki.  Ég ætla ekki að segja að þetta sé einfalt mál en hef þá endregnu skoðun að þarna sé rányrkju mannsins úr hafinu mest um að kenna. Meðalveiði á loðnu áratuginn milli 1980 - 90 var líklega yfir milljón tonn á ári. þar fóru margir munnbitar fugla og fiska og þó lundinn og krían séu ekki að veiða loðnu yfir sumarið er allur þessi lífmassi tekinn úr hafinu og ekkert kemur í staðinn og þá leita þeir fiskar og dýr sem á loðnunni hafa lifað bara á næsta bæ eftir æti. Þetta er viðkvæm umræða í útgerðarbæjum eins og Vestmannaeyjum en ég er ekki einn um þessa skoðun og hef talað við marga fyrrverandi sjómenn og skipstjóra sem er alveg á sama máli.


mbl.is Fæðuleit lundans meira áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband