Hagræðing Sjálfstæðisflokksins í Vestm.????

4.4.2007 19:10
Skipulagsbreytingar í Safnahúsi:
Forstöðumönnum sagt upp

Lítið gert úr því faglega starfi sem hér er unnið segir forstöðumaður
Nanna Þóra Áskelsdóttir, forstöðumaður Safnahúss hefur fengið bréf frá Vestmannaeyjabæ þar sem henni er tilkynnt um starfslok og Hlíf Gylfadóttur, safnverði byggðasafnsins hefur verið sagt upp störfum. Hlíf staðfesti við Fréttir að fyrir síðustu helgi hafi henni borist uppsagnarbréf en vildi ekki tjá sig frekar um málið.



Nanna sem gegnt hefur starfi forstöðumanns Safnahúss í nítján ár segir að í bréfinu, þar sem henni er tilkynnt um starfslok, komi fram að ástæðurnar séu annars vegar að starfið verði lagt niður og hins vegar að verulegrar breytingar verði gerðar á starfi forstöðumanns Safnahúss.

“Ég var boðuð á fund á miðvikudag í síðustu viku og mér tilkynnt um þessa ákvörðun en ég er ekki búin að fá formlegt uppsagnarbréf. Mér finnst lítið gert úr því faglega starfi sem hefur verið unnið innan Safnahúss og því persónulega tengslaneti sem byggt hefur verið upp á undanförum árum. Ég veit ekki hvort menn gera sér grein fyrir þeirri vinnu sem fer fram innan safnsins og það þarf mörg handtök áður en gögn eru komin upp í hillu. Við erum með mjög hátt þjónustustig á landsvísu og ef menn ætla að byggja upp menntasetur í Vestmannaeyjum þá er öflugt og gott bókasafn einn þeirra grunnþátta sem verða að vera í lagi.”

Skipulagsbreytingar vegna fyrirhugaðs menningarhúss
Elliði Vignisson, bæjarstjóri sagði Vestmannaeyjabæ fyrirhuga að innleiða nýtt skipurit í Safnahúsi. “Forstöðumaður bókasafns verður ekki lengur yfirmaður Safnahúss heldur eingöngu bókasafns. Forstöðumaður byggðasafnsis er hugsaður sem forstöðumaður alls Safnahússins."

Elliði sagði að inn í umræðu um safnahúsið blandist einnig sú staðreynd að Vestmannaeyjabær hyggur nú á stórfelldar breytingar á rekstri safnamála vegna uppbyggingar á safna- og menningarhúsi í Vestmannaeyjum.  “Þannig var á fundi bæjarráðs skipaður starfshópur sem hefur það hlutverk að hefja hið fyrsta undirbúning byggingar á menningarhúsi í Vestmannaeyjum og með tilkomu þess verða miklar breytingar á safna og menningarstarfi í Vestmannaeyjum.  Starfshóp þennnan skipa skipa þau Gunnlaugur Grettisson, Magnús Bragason, Frosti Gíslason og Karítas Gunnarsdóttir.

Þessi væntanlega uppbygging á menningarhúsi hefur þó ekki ein og sér úrslita áhrif á boðaðar breytingar á skipuriti heldur væri nú sem áður verið að leita allra leiða til að hagræða í rekstri. Við safnið eru nú 10 starfsmenn í 7,27 stöðugildum. Þar af er einn starfsmaður í 50% starfi við starfsþjálfun og 2 starfsmenn í tveimur 50% stöðugildum við átaksverkefni. Heildarkostnaður við rekstur Safnahússins er um 53 milljónir á ári og að langmestu leyti er þar um að ræða launakostnað.  Þá er óþarfi að draga yfir það fjöður að starfsmannamál í Safnahúsinu hafa verið mjög til umræðu meðal starfsmanna þess og ítrekað hafa þeir óskað eftir að breytingar yrðu gerðar til að skerpa á starfslýsingum, auka hagkvæmni og efla starfsanda í húsinu. Staða yfirmanns bókasafns verður auglýst fljótlega en staða yfirmanns byggðasafns og menningarhúss síðar.”

Að öðru leyti vildi Elliði ekki tjá sig frekar um málið þar sem ekki hefði verið samið við starfsmenn um þeirra starfslok. Bæjarráð samþykkti að styðja fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á starfsemi og störfum safnahúss á fundi sínum sl. mánudag.
http://www.sudurland.is/Eyjafrettir.asp?View=Article&ID=6971

Enn einusinni þarf Sjálfstæðisflokkurinn í Vestm. að hagræða hjá sér störf.
Svo ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að hafa efni á að reisa menningarhús. Sem er reyndar búið að taka alltof mörg ár að ákveða reisa það............

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband