30.04.2013 08:41
30.apríl 2013, lokadagur í 136 ára sögu mannaðra veðuathuguna í Vestm.
Jæja núna í kvöld 30. apríl 2013 kl. 23:55 er komið að leiðarlokum 136 ára sögu veðurathuguna í Vestmannaeyjum. Fyrst í Vestmannaeyjabæ árið1877, og svo var stöðin færð á Stórhöfða frá árinu 1921 til dagsins í dag. Og ástæðan er vegna þess að fjárveiting til grunnstarfsemi Veðurstofu Íslands hafa undanföru 4 árum verið skertar um meira enn 30%.
Þannig á morgun 1.maí 2013, á baráttudegi verkalýðsins verður bara sjálfvirkar veðurathugarnir gerðar frá Stórhöfða, Vestmannaeyjabæ og Surtsey á vegum Veðurstofu Íslands. Það að segja hita-, raka-, loftþrýsting-, vindátta-, vindhraða- og úrkomumælingar. Reyndar af óskiljanlegri ástæðu er ekki enn búið að setja sjálfvirkan úrkomumælir í þau 10 ár sem sjálfvirka veðurstöðin á Stórhöfða er búinn að vera starfandi. Svo það var eftirá ákveðið að hafa mannaða úrkomumælingar áfram einu sinni á dag, í stað tveggja. Eða kl.9 á morgnana, enn ekki kl.09.og 18. Og af einhverju ástæðum var leitað beint til 75 ára gamla föðurs minns á eftirlaunum. Eins og hann hafi ekki nóg með sína könnu nú þegar, þar sem hann sinnir mengunarrannsóknarvinnu fyrir 10(?) erlendar stofnarnir. Mér finnst það hefði verið lágmarks kurteisi að spyrja mig fyrst hvort ég vildi taka það að mér á mæla úrkomuna einu sinni á dag fyrir 20.000 kr. á mánuði. Enn sennilega hefði ég afþakkað það.
Það vakti sérstaklega athygli og hneykslun hjá okkur feðgum að það átti senda mann frá Veðurstofu Íslands til að kenna 75 ára föður mínum að mæla úrkomu og skráð upplýsingar um það. Hann heldur betur afþakkaði gott boð. Reyndar er þetta nýmæli, því okkar reynsla af Veðurstofu Íslands gegnum tíðina hefur verið sú að þeir hafa lítið sem ekkert hugsa um að kenna veðurathugunarmönnum. Láta bara nægja leiðbeiningabók (bækling), sem reyndar er afskaplega sjaldan uppfærð. Og svo í þokkabót þegar veðurathugunarmaður þarf afleysingarmann, þá þarf hann sjá um að kennsluna.
Nú spyrja margir hvort það skipti nokkuð máli að sjálfvirka veðurstöðin taki alfarið við mannaða veðurathugarnir. Nei, ef þér finnst ekki skipta máli að vita hvernig veðrið er, eins og úrkomu, og hvernig úrkoma sé um að ræða, ásamt ýmsum örðum veðurfyrirbrgðumeins og þrumum, rokur, þokumóðu, rykmistri og úrkoma í grend.Sem er lítið brot af u.þ.b.100 möguleikum. Svo er það skyggni, skýjahula, skýjahæð, skýjagreining og magn lægstu skýja. Enn ský eru flokkuð í lágský, miðský og háský. Eða 9 skýjategundir í hverjum flokki. Þannig það er ekki svo sem mikið sem hverfur. Enn samt nógu mikið til að það verði soldið mikið fátæklegri upplýsingar sem almennigur fær frá Vestmannaeyjum.
Í dag 30 apríl 2013 eru starfandi 28 mannaðar veðurstöðvar. 7 af þeim eru sólarhringsstöðvar. Enn á morgun verða þær þremur færri eða 25 mannaðar veðurstöðvar þegar auk Stórhöfða verða Kirkjubæjarklaustur og Lambavatn verða lagðar niður. enn nokkrar þeirra eru á næstunni að fara sömu leið og Stórhöfði. Og fékk maður ekki veður af því fyrr enn dúk og disk. Sumar hverjar vekur mikla furðu eins og Kirkjubæjarklaustur.
Og vildi ég vita það nánar með að fá með rökstuðningabréf, sem ég fékk í hendur 21. febrúar 2013, hálfu mánuði frá því að maður fékk uppsagnarbréfið. Enn fékk ekki svarið sem maður vildi, heldur svar sem maður grunaði. Enn hér er rökstuðningbréfið svokallað.
"Rökstuðningur fyrir niðurlagningu starfs veðurathugunarmanns á veðurskeytastöð 815 -Stórhöfða. Fjárveitingar til grunnstarfsemi Veðurstofu Íslands hafa undanförnum fjórum árum verið skertar um meira en 30%. Við því hefur verið brugðist með hagræðingu og niðurskurði á öllum sviðum.
Niðurlagning skeytastöðvar á Stórhöfða byggir á tillögum veðurathugunarteymis, sem hefur haft það verkefni í nokkurn tíma leita leiða til hagræðingar í kerfi sjálfvirkara og mannaðra athuguna. Niðurstaða teymisins var að aðrar ahugarnir í Vestmannaeyjum, sjálfsvirkar mælingar og veðurathugarnir á flugvelli ásamt úrkomumælingum, annaðhvort mönnuðum, eða sjálfvirkum komi í stað mannaðrar skeytastöðvar á Stórhöfða. Því var ákveðið að segja upp þeim sem þú hefur sinnt.
Skeytastöðin á Stórhöfða er ekki sú eina sem er lögð hefur verið niður áundanförum árum og viðbúið að skeytastöðvum mun áfram fækka."
Þetta bréf bjó frekar til spurningar frekar enn svör.
Til dæmis, eftir hverju fara þeir sem taka ákvörðun um að fækka mönnuðum veðurstöðvum? Skiptir ekki máli að hafa mannaða veðurstöð sem lægðir koma fyrst og fremst? Jafnvel er með einstaka sinnum sér veðurkerfi yfir Vestmannaeyjum. Og þar er líka veður með fjölbreyttasta móti.
Skiptir ekki máli að það búi 4200 manns í Vestmannaeyjum?
Skiptir ekki máli ferðaþjónustan?
Skiptir ekki máli skipa og bátaumferðin í stærsta verðstöð landsins?
Skiptir ekki máli flugsamgöngur?
Skiptir ekki máli 136 ára saga mannaðra veðurathuguna í Vestmannaeyjum?
Hverjir fá að dæma um það hvaða stöðvar séu að lenda í niðurskurðarhnífnum?
Eftir hvaða línu fara þessir blessaðir menn sem tóku þessa ákvörðun?
Fleiri spurningar getur maður svo sem spurt. Enn læt þetta duga um sinn.
Framtíðinn hjá mér eins og staðan er nú að njóta sumarsins. Og svo eftir það að finna starf sem maður fær frí á milli. Enn maður þekki það varla hvað það er eftir eftir
Kemur meira hér fram eftir degi. Er að semja þetta í beinni. Ágætt fyrir dyggu lesendur mína hérna að melta þetta hægt og rólega. Hehe..Skrifað af Pálma Frey
http://dj_storhofdi.123.is/blog/2013/04/30/660225/
Skrifaði þennan pistíl í flýti í gær, og því ekkert vandaður í málfræði. Og svo er hann í þokkabót ókláraður. Spurning að klára hann einhverntímann í dag. Allavega tími til þess í dag.
Mannshöndin víkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Dægurmál | Miðvikudagur, 1. maí 2013 (breytt kl. 10:34) | Facebook
Athugasemdir
Sæll Pálmi, hvernig er með viðhald á vitanum og öðrum tækjabúnaði þarna upp á Stórhöfða?
Helgi Þór Gunnarsson, 1.5.2013 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.