.........á Stórhöfða þýkir ungu starfsmennin sem ráða orðið yfir á Veðurstofu Íslands við Bústaðaveg vera hagræðing. Sennilega er það helst til að setja peningin til að borga í óróasíuna í sjálfum höfuðstaðnum.
Hvers vegna er bara ein mönnuð veðurstöð sem lendir í þessu núna? Frekar skrítið, hvað þá þegar nýr veðurathugnarmaður er settur í Bolungarvík með þeim rökum sú veðurstöð sé aðalstöð á Vestfjörðum. Hvað er Stórhöfði ekki einn af aðalveðurstöðum Suðurlands? Allavega eru flest veðurkerfi sem lenda fyrst og fremst á Stórhöfða/Vestmannaeyjar. Og svo eru margir kúnar sem treysta á veðurathugarnir í Vestmamannaeyjum t.d. flugvélar og skip. Bragi í fluginu hringdi í Stórhöfðan oft til að láta okkur gá til veðurs, þá helst þegar það var þoka. Svo hafa fjölmiðlar í Eyjum verið duglegir að hringja hingað. Þó hefur slaknað á því á síðari tímum. Svo hefur hinn almenni borgari hringd til að afla upplýsingar um veður sem við höfum svara með glöðu gleði. Enn nú lítur út að sú þjónusta minki eða hreinlega hvefur.
Síðastliðinn 4 ár hef ég sé um veðurathugunarnir allan sólarhringinn fyrir utan veðrið kl.12 af einskæri góðvild föðurs míns. Ásamt að taka veðrið fyrir mig ég fer slétta á klaufunum. Og er það mitt eina sumar"frí" sem ég hef tekið að ráðið. Sem er afskaplega lítið frí.
Reyndar er alveg óskiljanlegt hvernig Veðurstofa Íslands skuli komast upp með þetta ómannúðalega fyrirkomulag að hafa bara einn veðurathugunarmann allan sólarhringinn.
Faðir minn fyrir mörgum árum lenti í að vera einn með þetta. Og var afskaplega uppstökkur oft. Enn þegar ég byrjaði af fullu krafti róaðist hann fljótt. Og svo núna er ég búinn að sjá um veðrið í 4 ár og andhliða hliðinn hefur oft farið á hvolf. Og svo er bensíntankurinn líka að verða búinn af þreytu. Og þess vegna var ég reyndar búinn að stefna á að vera búinn að segja upp áður ég næði 40 árum 13. júní 2014. Enn Veðurstofan var undan til.
Annars ætla ég ekki segja meira í bili. Ætla reyna koma með einskonar kveðjubréf hér 30. apríl 2013.
E.s. Það getur verið að þessi færsla verði lagfærð einhverntíman síðar þar sem síðueigandi er syfjaður þegar hann skrifar svona snemma í morgunsárið. Og svo er þetta líka hraðsamið og sennilega margar villur gerðar.
Innlent | mbl | 31.1.2013 | 23:50
Tæknin tekur yfir á Stórhöfða
Óskar Jakob Sigurðsson vitavörður á Stórhöfða og faðir Pálma Freys Óskarssonar, veðurathugunarmanns. Ljósmynd/Sigurgeir
Una Sighvatsdóttiruna@mbl.is
Veðurskeytastöð 815 á Stórhöfða í Vestmannaeyjum verður lögð niður í vor og hinn 1. maí tekur sjálfvirkur tæknibúnaður alfarið við. Þetta er gert í hagræðingarskyni en er einnig í takt við tímann því veðurathugunarmönnum fer smátt og smátt fækkandi - þótt starfsstéttin sé ekki alveg útdauð enn.
Skeyti á þriggja tíma fresti
Yfir 250 sjálfvirkar veðurstöðvar fylgjast stöðugt með veðrinu hér á landi en auk þess safna rúmlega 90 mannaðar stöðvar mismiklum upplýsingum, flestar þeirra úrkomustöðvar sem senda upplýsingu um úrkomu, snjódýpt og snjóalög einu sinni á dag, að morgni.
Mannaðar skeytastöðvar eru innan við þrjátíu og fækkar þeim um eina með Stórhöfða í vor, en þaðan hefur Pálmi Freyr Óskarsson veðurathugunarmaður sent 8 skeyti á dag, á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn.
Veðurathugun mikil skuldbinding
Við höfum verið að byggja upp kerfi sjálfvirkra stöðva til þess að taka yfir á undanförnum árum og það kemur til með að halda áfram að þróast í þá átt," segir Óðinn Þórarinsson, framkvæmdastjóri athugana- og tæknisviðs Veðurstofu Íslands.
Við notum oft tækifærið þegar menn komast á aldur, en svo er það líka að það getur verið erfitt að fá fólk til að binda sig yfir þessu starfi því þótt það taki kannski ekki langan tíma hverju sinni er það mikil binding að þurfa að senda 5-8 skeyti á sólarhring."
Þegar veðurskeytastöðin í Stórhöfða verður lögð niður 30. apríl tekur við sjálfvirkur búnaður bæði á höfðanum sjálfum en einnig er sjálfvirk stöð í Vestmannaeyjabæ auk þess sem veðurathuganir eru gerðar á Vestmannaeyjaflugvelli. Skeytastöðin á Stórhöfða er því m.a. lögð niður á grundvelli hagræðingar.
Nýr veðurathugunarmaður í Bolungarvík
Samskonar þróun hefur verið annars staðar á Norðurlöndunum síðustu ár þar sem fáar sem engar mannaðar veðurstöðvar eru eftir. Aðspurður segir Óðinn að sjálfvirku stöðvarnar komi ekki alveg í staðinn fyrir þær mönnuðu, sérstaklega. Strandstöðvarnar sérstaklega gefi upplýsingar um sjólag, skýjafar, skyggni og aðra þætti sem ekki séu auðmældir nema með flóknum og dýrum tækjum.
Stétt veðurathugunarmanna á mönnuðum stöðvum er því ekki alveg við það að deyja út þótt þeim fari fækkandi, og sem dæmi má nefna að fyrir skemmstu var ný manneskja ráðin til að sinna veðurathugun í Bolungarvík. Það er okkar aðalstöð á Vestfjörðum og þess vegna lifir hún áfram. Við erum að draga úr mönnuðum stöðvum en sjaldnast leggjum við þær alveg af því við semjum við fólk sem er að hætta um að sinna einni athugun á sólarhring og það er þá úrkoman."
1 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilin
Það er einhverhluta vegna búið að loka fyrir að ég geti blogga við þessa frétt. Þess vegna þarf ég að setja slóðina inn hér:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/01/31/taeknin_tekur_yfir_a_storhofda/
Flokkur: Dægurmál | Föstudagur, 1. febrúar 2013 (breytt kl. 16:41) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.