Staða júli-úrkomu 2012 á Stórhöfða 21. júlí kl.18 er 18,1 mm. Þannig að gamla júlí-mánaðarúrkoman frá 1930 heldur velli.
Mesti 10 mín. meðalvindhraði í Vestmannaeyjum 21.07.2012:
Stórhöfði 31,4 m/s. kl.22. (ASA-átt).
Vestm.bær 19,1 m/s. kl.21. (ASA-átt).
Surtsey 18,9 m/s. kl.21. (A-átt)
Mesta 10 mín. meðalvindhraði á Stórhöfða í júli-mánuði síðan síritandi vindmælir var settur upp árið 1968 og svo sjálfvirkur vindmælir árið 2004, er 34 m/s. og vindhviða upp í 43 m/s. þann 30. júlí. 1969. (Enn það getur verið að það sé til meiri vindhraði þar sem maður þarf sjálfur að leita af þessum upplýsingum).
Sennilega er búið að bæta stöðvar-vindhraðamet í júlímánaðar á sjálfvirkum mælum Stórhöfða, Vestm.bæjar og Surtsey sem spannar til ársins 2004?.
Mesta vindhviða íi Vestmannaeyjum 21.07.2012:
Stórhöfði 36,6 m/s. kl.21. (ASA-átt).
Vestm.bær 31,8 m/s. kl.20. (ASA-átt).
Surtsey 25,9 m/s. kl.20. (ASA-átt).
Lægsti loftþrýstingur í Vestmannaeyjum 21.07.2012:
Stórhöfði 985,8 hpa kl. 21.
Mesta 10 mín. meðalvindhraði á Íslandi 21.07.2012:
Stórhöfði
Mesta vindhviða á Íslandi 21.07.2012:
(V.Í. hefur ekki metnað til að segja frá því).
Lægsti loftþrýstingur á Íslandi 21.07.21012:
(V.Í. hefur ekki metnað til að segja frá því).
Uppfært kl.21:45 í gærkveldið. Á eftir að bæta í þetta seinna í kvöld.
Skrítinn þessi frétt hérna á mbl.is um að mesti vindur hefur verið í Hvammi enn ekki á Stórhöfða.
Innlent | mbl | 22.7.2012 | 13:06 | Uppfært 15:00 Upplestur á frétt
Rigndi mest í Bláfjöllum
Úrkomuspá fyrir kvöldið í kvöld, sunnudaginn 22. júlí. www.vedur.is
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands rigndi mest í Bláfjöllum í gær, en sólarhringsúrkoma þar nam 70,2 mm. Má segja að Bláfjöll hafi tekið skellinn af Reykjavík, því úrkoma þar á sama tíma var einungis um 2,3 mm.
Vindur náði hámarki á landinu á milli átta og níu í gærkvöldi. Meðalvindhraði var mestur á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, en þar var hann 31 m/s, og náðu vindhviður þar mest um 35 m/s. Hvassast var hins vegar í Hvammi undir Eyjafjöllum, en einstakar vindhviður þar náðu upp í 40 m/s. Þó var meðalvindhraði þar einungis á bilinu 18-19 m/s.
Í dag verður SA-átt, milt og væta um mestallt landið, líklega mest á Suðausturlandi en minnst norðaustanlands. Á morgun er gert ráð fyrir norðanátt og kólnar þá fyrir norðan, með stífum vindi á Norðvesturlandi en léttir til sunnanlands. Á þriðjudaginn er svo gert ráð fyrir góðviðri um allt landið, enda hafi lægðin þá gengið alveg hjá.
1 blogg um fréttina »
Rigndi mest í Bláfjöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.