Einkamál eða ekki einkamál? Frétt eða ekki frétt? Það er stóra málið.

Einkamál eða ekki einkamál? Frétt eða ekki frétt? Það er stóra málið. Mér finnst þetta vera frétt og ekki vera hans einkamál, að vera hugsanlega vera kominn á sakamannabekk með því að aka bíl undir áhrifum áfengis. Og þar með lagði hann sér og vegfarendur stórhættu á slasa sig eða drepast. -Borgum við Vestmannaeyingar ekki honum laun? Kemur þá okkur Vestmannaeyingum ekki við hvort fjárfestinginn sé góðu lagi? Svo er hann valinn Íþróttamaður ársins 2011. Er ekki krafist að menn sýni gott fordæmi? Þetta kallast varla gott fordæmi að brjóta lög með því keyra ölvaður. Ef þetta væri stelpa sem hefur unnið fegurðarsamkeppni. Þá hefur hún umsviflaust misst titilinn. -Svo er árásinn sem formaðurinn Óskar Örn fær á sig. Ef hann hefur ekki neyðst að nafngreina Tryggva, þá hefur Gróa á leyti komist fljótt á kreik. Og einnig hefði geta lagst grunur á 30 leikmenn ÍBV. Þannig ég mundi telja þetta vera skömminni skárra enn að reyna þagga þetta niður. -Óska honum Tryggva svona í lokinn góðs gengis í baráttu við áfengið.

 

Íþróttir | Pepsi-deildin | mbl | 4.5.2012 | 8:32 | Uppfært 10:00 Upplestur á frétt

Farinn í meðferð - tilbúinn í júní

Tryggvi Guðmundsson í leik með ÍBV síðasta sumar. stækka

Tryggvi Guðmundsson í leik með ÍBV síðasta sumar. hag / Haraldur Guðjónsson

Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, segir í viðtali við Eyjafréttir í dag að Tryggvi Guðmundsson, sóknarmaðurinn reyndi, sé kominn í áfengismeðferð eftir að hafa verið tekinn fyrir ölvun við akstur í Vestmannaeyjum fyrr í vikunni.

„Mál Tryggva er í ákveðnum farvegi.  Hann á góða að sem tóku fast á hans málum og er Tryggvi nú kominn í áfengismeðferð," segir Óskar.

Spurður hvort þetta hafi einhver áhrif á stöðu hans hjá ÍBV svarar formaðurinn:

„Við ræddum það á fundi í vikunni og ákveðið var að aðstoða leikmanninn í sínum veikindum í stað þess að snúa við honum baki.  Hann verður hins vegar að þiggja hjálpina, það er á hreinu.  En við búumst við Tryggva í júní, endurnærðum og til í slaginn með okkur," sagði Óskar.

Sem kunnugt er fékk Tryggvi blóðtappa í fót í vetur og ljóst var að hann yrði ekki með Eyjamönnum í fyrstu umferðum Íslandsmótsins af þeim sökum. Tryggvi, sem jafnaði markamet Inga Björns Albertssonar í efstu deild síðasta sumar, hafði sett  stefnuna á að vera tilbúinn með liðið ÍBV í 6. umferðinni um næstu mánaðamót.

1 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilin
mbl.is Farinn í meðferð - tilbúinn í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hugarfar og framkoma fyrirmyndanna, sem börn og unglingar líta upp til, verður að vera réttu megin við strikið.

Elvar Másson (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband