.......á Stórhöfða síðan mælingar hófust þar árið 1921. Enn lokaniðurstaða kl. 09. í dag 30. apríl 2012, er 41,2 mm. (eftir að endurreikna). Sem þýðir að staðarmetið gamla frá 1929 heldur vellið, 29,2 mm. Enn tæpt var það, því þegar 3-4 dagar voru eftir af mánuðinu var staða aprílúrkomu 2012 á Stórhöfða í 22,0 mm. Enn svo kom rigningin........
Topp 5 minnstu aprílúrkomur á Stórhöfða 1921- 2012:
1. 29,2 mm. 1928
2. 37,5 mm. 1935.
3. 38,7 mm. 1998.
4. 41,2mm. 2012.
5. 47,1 mm. 1950.
Það skýtur nokkuð skökkuð við þar sem einn vetrarmánuðurinn bauð uppá met í mesta mánaðarúrkomu. Svo voru aðrir mánuðir vetrarsins inná topp 10 mestu mánaðarúrkomu ársins 2012 á Stórhöfða.
Svo er met í mesta úrkomu haustsins (okt-nóv. 2011), vetrarsins (des.-mar. 2011-12), fyrstu tvo og fyrstu þrjá mánuði ársins 2012 á Stórhöfða. Enn Veðurstofa Íslands er ekki með það opinberlega, ef þeir þá reikna það út annað borð. Þannig það er bara mín tilfinning þegar ég fór fyrir nokkrum vikum á hundavaði yfir úrkomutölur vetrarsins á Stórhöfða frá 1921 til dagsins í dag.
Innlent | Morgunblaðið | 30.4.2012 | 5:30
Spáð sextán stiga hita austanlands
Veðurblíða verður norðanlands en rigning á suðvesturlandi. mbl.is/Ernir
Besta veðrið verður á Austur- og Norðausturlandi í dag. Þar er spáð allt að sextán stiga hita og fínu veðri. Á Suður- og Suðvesturlandi verður hins vegar rigning.
Á morgun er spáð þokkalegu veðri en á miðvikudag á að rigna um allt land áður en norðanátt og kólnandi veður tekur við fram á helgi.
Tíðarfar hefur verið hagstætt í apríl og ekki vætusamt eins og í vetur. Það hefur verið ágætlega milt en oft næturfrost alveg fram undir mánaðamót. Það hefur hjálpað gróðrinum að það hefur ekki verið frost í jörðu allan mánuðinn," segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um máliðí Morgunblaðinu Áskrifendur:
Lesa blaðið hér Ekki með áskrift?
Skoða áskriftarleiðir1 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilin
Sextán stiga hita spáð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Dægurmál | Mánudagur, 30. apríl 2012 (breytt 2.5.2012 kl. 04:37) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.