......sannleikann?
14 klukkutímar frá bjórdrykkju til mikilvægann handaboltaleiks? Sem þýðir að hann neytti bjórs um miðnættið, ef ég man rétt þá byrjaði leikurinn kl.14. Skrítið tímasetning á bjórdrykkju og líka einkennilegt að hafa ekki náð áfengislykt af sér. Hvað gleymdi hann að fara í bað eða sturtu? Og gleymdi hann líka að tannbursta sig?
Íþróttir | Handbolti | mbl | 19.4.2012 | 14:33 | Uppfært 14:59
Dómari í frí vegna bjórdrykkju
Handbolti. mbl.is
Dómarafnefnd Handknattleikssambands Íslands hefur ákveðið í samráði við Júlíus Sigurjónsson, handknattleiksdómara, að hann taki frí frá dómgæslu út yfirstandandi leiktíð.
Júlíus var ásakaður, af Svavari Vignissyni þjálfari kvennaliðs ÍBV, um að hafa mætt til leiks og dæmt viðureign Gróttu og ÍBV í úrslitakeppni kvenna á síðasta laugadag angandi af vínlykt. Dómaranefndin segir að þó engin gögn sanni ásakanir Svavars þá sé rétt að Júlíus taki sér hlé frá dómgæslu þar sem framkoma hans hafi ekki verið í anda heilbrigðrar íþróttastefnu segir m.a. í yfirlýsingu sem Dómaranefnda HSÍ sendi frá sér fyrir stundu en Júlíus mun hafa viðurkennt að hafa drukkið bjór kvöldið fyrir leik en hætt 14 tímum áður en umræddur leikur hófst.
Yfirlýsing Dómaranefndar HSÍ:
Varðar: Ásökun þjálfara ÍBV á hendur dómara í leik Gróttu og ÍBV 14. apríl sl.
Á fundi dómaranefndar í dag var tekið fyrir mál þar sem Júlíus Sigurjónsson var ásakaður af þjálfara ÍBV um að hafa mætt til leiks angandi af áfengi að dæma leik Gróttu og ÍBV í úrslitakeppni kvenna þann 14. apríl sl. Eftir að hafa skoðað gögn sem snerta málið þá getur dómaranefnd ekki tekið undir þær ásakanir.
Kvöldið fyrir leik drakk umræddur dómari bjór á opinberum stað og liðu meira en 14 klukkustundir frá því síðasti bjór var drukkin þar til leikur hófst.
Þrátt fyrir það að ekki hafi fundist áfengislykt af dómaranum þá er framkoma hans ekki í anda heilbrigðrar íþróttastefnu.
Dómaranefnd hefur því ákveðið í samráði við umræddan dómara að hann taki sér frí til loka keppnistímabilsins.
Fyrir hönd dómaranefndar HSÍ
Guðjón L. Sigurðsson, formaður"
1 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilin
Dómari í frí vegna bjórdrykkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eini maðurinn sem fann lykt af dómaranum,var þjálfari eyjamanna.
Eyjamenn eru mjög þefnæmir þegar er um áfengislykt að ræða,enda í genum Eyjamanna,sú viska.
Ég trúi þjálfara eyjamanna.
Aðalbrennivíns og sukkpartí landsins er í eyjum að minnsta kosti einu sinni á ári. Það er kallað´´þjóðhátíð´´
Númi (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 22:22
Einhvernveginn les ég tvo mögulega hluti úr þessu:
1. Dómarinn var að drekka lengur en hann viðurkennir og þ.a.l. var enn áfengislykt af honum og hann hugsanlega enn drukkinn/þunnur.
2. Dómarinnvar úti að drekka og þjálfari ÍBV heyrði um það og notaði það gegn honum vegna óhagstæðar dómgæslu.
Einhvernveginn hallast ég frekar að #2 þar sem mér finnst hálf skrítið ef dómarinn fór ekki í sturtu og tannburstaði sig ekki í millitíðinni.
Gunnar (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.