Nú kemur sér vel fyrir kvótafrúna ......

......Guðbjörgu að vera eigandi Morgunblaðsins til að reka harðan áróður gegn kvótafrumvarpinu.

Hvað ætli Sigurgeir fái í tímaaup????????

 

Innlent | Morgunblaðið | 2.4.2012 | 5:30

Mikið tap með veiðigjaldi

Veiðigjald eins og lagt er til hefði þurrkað upp allan hagnað útgerðar á árunum 2000-2010 ... stækka

Veiðigjald eins og lagt er til hefði þurrkað upp allan hagnað útgerðar á árunum 2000-2010 og snúið hagnaði í tap. mbl.is/RAX

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, yfirleitt kallaður Binni í Vinnslustöðinni, segir að hefði hér verið veiðigjald, eins og gerð er tillaga um í nýju frumvarpi sjávarútvegsráðherra, þá hefði verið bullandi tap á íslenskri útgerð á árunum 2000-2010, að báðum árunum meðtöldum.

Hann kveðst standa við orð sín um að til standi að þjóðnýta útgerðina með skattlagningu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Binni, að hagnaður útgerðarinnar á árunum 2000 til 2010, samkvæmt tölum Hagstofunnar, hafi verið samtals rétt tæpir 50 milljarðar eftir tekjuskatt. Á sömu árum borgaði útgerðin alls rúma 10 milljarða í tekjuskatt. Hann setti inn veiðigjald eins og lagt er til að tekið verði upp og á fyrrgreindu árabili hefði það numið 130 milljörðum króna. Með því hefði tap á útgerð verið samtals 70 milljarðar króna fyrir skatta á árunum 2000 til 2010. Þar til viðbótar kæmu svo áhrif af nýju frumvarpi um stjórn fiskveiða, þar á meðal kvóti sem eigi að taka af útgerðarfyrirtækjum og færa öðrum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu Áskrifendur:
Lesa blaðið hér Ekki með áskrift?
Skoða áskriftarleiðir

Tengdar fréttir - Kvótafrumvarp

Boðar ríkisstyrki

31.3. „Það er mín skoðun að landsbyggðin eigi að reisa sína baráttu á þeim grunni að hún eigi rétt á sinni hlutdeild í sameiginlegu aflafé til þess að henni sé tryggð góð þjónusta og búsetuskilyrði. Það er nú einmitt meiningin að sveitarfélögin... fái hlutdeild í þeim tekjum sem þetta skilar." Meira » Fleiri fréttir » 1 blogg um fréttina »
mbl.is Mikið tap með veiðigjaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband