............að til þess að fá leyfi til fjölgurnar þarf að bætta 5 starfsmönnum. Sjá frétt að neðan
Laugardaginn 23. júlí kl. 22.01
Fréttatilkynning frá Eimskip:
Vantar fimm í öryggisgæslu á Herjólf fyrir og eftir þjóðhátíð
- Þurfa að hafa lokið skipstjórnarnámi eða námskeiði hjá Slysavarnarskólanum Sæbjörgu
Eimskip rekstraraðili Herjólfs hefur fengið leyfi til að fjölga tímabundið farþegum um borð í Herjólfi á fimmtudegi fyrir Þjóðhátíð, föstudegi og á mánudegi og þriðjudegi eftir Þjóðhátíð. Fjölgun þessi þýðir um 136 farþega í ferð. Skilyrði fyrir þessari fjölgun farþega er að skipið verði mannað 5 aukastarfsmönnum sem allir þurfa að uppfylla skilyrði Siglingastofnun um farþegaflutninga en þau eru eftirfarandi. Lokið námi við skipstjórnarskóla eða lokið námskeiði hjá Slysavarnarskólanum Sæbjörgu.
Eins þurfa þessir einstaklingar að hafa lokið námskeiði í hóp og neyðarbjörgun. Þeir sem ekki hafa lokið námskeiði í hóp og neyðarbjörgun verður boðið uppá námskeið í Reykjavík n.k þriðjudag. Vinnutíminn er 15 tímar á dag í þá 4 daga sem um ræðir. Starfið felst í öryggisgæslu, aðstoð við farþega , létt þrif og annað sem fellur til. Áhugasamir einstaklingar skulu hafa samband við Guðmund Nikulásson framkvæmdastjóra Eimskips Innanlands í netfangi gni@eimskip.is eða í síma 825-7702 Senda á Facebook - til baka
http://www.eyjafrettir.is/frettir/2011/07/23/vantar_fimm_i_oryggisgaeslu_a_herjolf_fyrir_og_eftir_thjodhatid
Skil samt ekki, ég hélt að Herjólfur væri á undanþágu frá nýjum Evrópureglum á fjölda farþega.
Fleiri fá að ferðast með Herjólfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Pálmi..þetta er sama ruglið aftur og aftur hjá Eimskip....Ætli þeir hafi lokið Skipstjórnaprófi sem eru farnir að flitja fólk frá Landeyjum nú þegar á litlum Tuðrum sem bera ekki nema 4 farþega?
Vilhjálmur Stefánsson, 25.7.2011 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.