Þurrasti desember á Stórhöfða verður það ekki

Því síðustu tveir dagar hefur úrkoma verið 36,4 mm. Enn fyrstu 23 dagar desembermánaðar hefur úrkoma verið aðeins 13,2 mm. Þannig að alls hefur rignt frá 1.desember til kl.09 25. desember 2010 49,6 mm. Og við næstu úrkomuathugun verður væntanlega komið uppfyrir úrkomuna frá 1961 sem var 55,2 mm. Og eins og veðurspáin lítur út næstu daga mun úrkoman skríða framúr örðum þurrum desembermánuðum

Annars er hér topp 7 listi yfir þurrustu desembermánuðum á Stórhöfða 1921-2010:

1- 55,2 mm 1961

2- (49,6 mm) 2010 (ég geri ráð fyrir að kl. 18 í dag eða kl.09 á morgun mun desembermánuður 2010 lenda í örðu sæti)

3- 61,8 mm 1985

4- 63,7 mm 1925

5- 69,1 mm 1970

6- 71,9 mm 1965

7- 72,3 mm 2001

 

Og mesta desemberúrkoma á Stórhöfða 1921-2010 er 315 mm árið 1943.

 

Núna bíður maður spenntur eftir meðaltalstölum fyrir árið 2010 á Stórhöfða, því að þar getur ýmisleg veðurgildi fari inná topp 10 og jafnvel inná topp 3. Þar sem mánaðarveðurgildin voru mörg inná topp 10 mánaðargildum.

 úrkomumælir 1974

Mynd: Faðir minn við úrkomumælingar sumarið 1974 þegar ég var nýfæddur...............

 


mbl.is Eitt af þurrustu árum SV-lands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband