Hér er spá um öskufall frá Veðurstofunni.

Spá um öskufall

vegna goss í Eyjafjallajökli

Veðurstofa Íslands 16.4.2010

Spá um öskufall á Íslandi - skrifað 16.04.2010 kl. 13:44

Föstudagur: Vestlæg átt og leggst mökkurinn til austurs. Vindátt verður norðvestlæg þegar líður á kvöldið og gosmökkurinn liggur mökkurinn til suðausturs í nótt, Álftaver,Mýrdal og síðan Austur Eyjafjöll.

Laugardagur: Norðanátt þegar líður á morguninn og leggst þá mökkurinn til suðurs yfir Eyjafjöll og líklega ekki lengra til vesturs en kanski að Vestmannaeyjum. Að öðru leiti ætti að vera léttskýjða og sjást vel til gosmakkar.

Sunnudagur: Norðvestan- og vestan átt og öskufall frá Austur Eyjafjöllum austur að Mýrdalssandi, Öskufall að öllum líkindum mest í námunda við Mýrdalsjökul. Skýjabreiður leggjast líklega að Eyjafjallajökli vestanverðum.

Mánudagur: Skammvinn  norðanátt um morguninn en hæg norðaustanátt  þegar kemur fram á daginn. Öskufall mest næst eldstöðinni eða til suðvesturs til Vestmannaeyja. Léttskýjað og sést líklega vel til gosmakkar.

Föstudagur 16. apríl 2010
Veðurfræðingar Veðurstofu Íslands

kort af Íslandi - áætluð öskudreif í suðaustri

VORIS_2_0_1baska

 

Stærra kort má skoða hér

 

 http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/1869


mbl.is Búa sig undir öskufall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband