Hvers vegna .....

..........er jökull tvisar sinnum skrifað fyrir enskumælandi fólk. Er bara ekki sniðugt að þýða Eyjafjallajökull yfir á ensku. Getum við ekki sagt t.d. Islands-mountain-glacier fyrir énskumælandi fólk?

main.php?g2_view=core


mbl.is Earth tremors under the Eyjafjallajökull glacier
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski vegna þess að við höfum ekki haft þann vana að þýða íslensk sérnöfn yfir á ensku, það væri álíka kjánalegt og láta Guðbjörg þýða God Saviour, eða álíka.

Annað gildir um ensk nöfn, Íslendingar hafa oft á tíðum reynt að þýða þau, með tilheyrandi kjánahrolli.

Hugrún (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 07:16

2 Smámynd: Einar Steinsson

Væntanlega vegna þess að "Eyjafjallajökull" er nafn, síðasti hluti nafnsins hefur enga aðra þýðingu heldur en að vera hluti af illskiljanlegu nafni fyrir þá sem ekki tala Íslensku.

Þegar þetta er sett svona upp er þetta miklu skiljanlegra fyrir enskumælandi fólk , þetta er semsagt "jökullinn með skrítna nafninu".

Einar Steinsson, 14.4.2010 kl. 07:18

3 identicon

Og önnur ástæða gæti verið að ef enskumælandi maður hefði yfir höfuð áhuga á að vita eitthvað meira um jökulinn þá getur hann slegið inn "Eyjafjallajökull" í t.d. google, map24 eða google maps og fengið jökulinn upp.

Kristján (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 08:02

4 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Er þetta ekki Mýrdalsjökull í forgrunni myndarinnar og Eyjafjallajökull þessi litli þarna fyrir aftan?

Þórarinn Baldursson, 15.4.2010 kl. 23:46

5 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Googl-ið kom með þessa mynd upp og ber ábyrgð á að þarna einhversstaðar á myndinni sé Eyjafjallajökull. Og þegar ég lít nánar á myndina þá getur þetta verið rétt hjá þér Þórarinn. Mýrdalsjökull er jú mun stærri enn Eyjafjallajökull.

Pálmi Freyr Óskarsson, 16.4.2010 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband