Afskaplega vona ég að þessi/ir fái það verkefni næstu vikurnar að laga ummerkin eftir sig. Ekki skemmtilegt að sýna ferðamönnum ónýtt hraun.
Utanvegaakstur á Heimaey.
12. apríl 2010 kl.20:06
Á sama tíma og margir landsmenn fylgdust með umfjöllun fréttamiðlanna um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var fríður hópur fólks að leika sér á torfæruhjólum á nýja hrauninu á Heimaey.
Svæðið sem það valdi sér nýtur hverfisverndar samkvæmt Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2002-2014, það er á náttúruminjaskrá auk þess sem það nýtur sérstakrar verndar samkvæmt 37. gr laga um náttúruvernd (lög nr 44/99). Í 17 gr. sömu laga er fjallað um akstur utan vega, 38. gr er um hættu á röskun náttúruminja, 75. gr um spjöll á náttúru landsins og 76. gr fjallar um refsiábyrgð. Bent skal á að litlu austar er vélhjólasvæði samkvæmt Aðalskipulagi Vestmannaeyja. Meðfylgjandi myndir voru teknar af ummerkjunum en ekki þykir rétt að birta myndir af gerendum hér. Því miður er þetta ekki eina tilfellið um utanvegaakstur torfæruhjóla og fjórhjóla á Heimaey, sjá hefur mátt hjól og ummerki eftir þau m.a. í Klaufinni og mýrinni ofan við Stapatún.
Rétt austan við Þorbjörn.
Þorbjörn.
Þorbjörn til vinstri, horft til austurs.
Fjórhjól niðri í fjöru í Víkinni (Stórhöfðavík) 7. apríl
http://nattsud.is/?p=100&i=125
Eiturgufur og brennisteinsmengun við hraunið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já það væri "hræðilegt" að sýna þessi för sem hverfa í næsta roki og þessi Klaufinni sem hverfa í næsta flóði. Vona allavega að ferðamenn einblíni ekki á ruslahaugana sem eru um 400 metra vestur af þessum "hræðilegu" förum og fýlan sem leggur frá haugnum. Við skulum vona að það fari fram hjá ferðamönnum.
Eyjakona (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 20:57
Láttu hann heyra það eyjakona!
Landsmaður (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 21:14
Hvenær er hraun ónýtt?
Baldur (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 21:42
Ég verð að segja að ég er ekki að skilja þessar athugasemdir. Stærstur hluti af þessum förum er í það grófu gjalli að þetta hverfur ekki í næsta roki. Ekki nema þó förin í fjörusandinum. Förin í grófasta gjallinu hverfa þó væntalega í næsta gosi.
Má eyðileggja sérstæða náttúru ef hún er nálægt ruslahaugum?
Hvenær er hraun ónýtt? Það er vissulega skilgreiningaratriði og eftir því hvernig menn líta á það sem auðlind. Hvað hafa margir atvinnu af þjónustu við ferðamenn í Eyjum? Hvað dregur ferðamenn til Eyja? Hafa ferðamenn áhuga á að skoða hraun sem lítur út eins og Motocross braut? Eða er ferðamennska ekki nógu stórkallaleg atvinnugrein. Er kannski meiri gróði í því að selja Eldfell og Helgafell í milliveggjaplötur?
Halldór (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 22:40
"Eyjakona" vonandi ertu þú sú eina sem er með þessa skoðun á umhverfinu. Þessi hjólför fara ekki svo glatt þó að það kemur rok, ef það kemur þá nógu mikið rok fyrir sumarið. Sennilegast kemur næsta rok ekki fyrr enn í haust. Þannig að ferðamenn munu sjá þessi för í sumar. Og jafnvel lengur.
Svo er nú þannig að gróður er að reyna að komast upp þarna. Enn þá kemur einhver á vélhjóli að spæna það upp. Og ef þeir komast upp með að gera þetta þá meigum við kveðja ferðamennsku í Vestmannaeyjum. Hvaða ferðamaður vill koma og horfa á hjólför?
Það er ekki eins og þeir þurfi að spæna um alla eyjuna á vélfákum sínum. Þar sem þeir hafa afmarkað svæði á hrauninu til spæna. Sem er reyndar staðsett í Eldfellshrauni.
Staðsetning Sorpbrennslurnar var ekki allra Vestmannaeyinga að skapi. Enn Sjálfstæðismenn hlustuðu ekki á (eins og vanalega), og tróðu hana þarna í hraunið. Enn hinsvegar er ljósi punkturinn að þetta var fyrsta "umhverfisvænsta" Sorpbrennslustöð Íslands. Það að segja eftir langan byrjunarerfiðleika vegna útblástursins. Annars er alltaf vandamál í Vestmannaeyjum að finna stað fyrir ruslið. Þar sem Heimaey er ekki það stór.
"Eyjakona" ef þú ætlar að kalla þig eyjakonu, þá máttu læra staðarnöfn í Vestmanneyjum betur. Neðsta myndin er ekki af Klaufinni héldu af Víkinni (sem ég vil frekar að það heiti Stórhöfðavík). Klaufinn er norðar.
Og auðvitað er neðsta myndin af fjórhjólinu saklaus mynd. Enn líklegast hefur hann samt gerst sekur fyrir og eftir mynd. Allavega er margoft sem ég er vitni af akstri á grónu landi á eiðinu fyrir norðan Stórhöfðann.
Baldur er þetta brandari hjá þér? Hefurðu sé Eldfellshraunið hér í Vestmannaeyjum? Þar sérðu ónýtt hraun. Það er til dæmis búið að grafa hingað og þangað í það.
Berðu saman nýahraunið í Fimmvörðuhálsi og Eldfellshraun í framtíðinni. Enn bæði hraunin eru af sama gerðinni af hraungosi. Þá serðu muninn á ónýttu og heilu hrauni.
Pálmi Freyr Óskarsson, 13.4.2010 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.