Lundi er eðli sínu mjög gæfur.........

    Lundi er eðli sínu mjög gæfur fugl ef hann er látinn í friði. Og að fylgjast með lundanum er sérstaklega skemmtilegt.

Enn samt eru örfáir veiðimenn sem fá að hoppa upp um fjöll og firnindi til drepa sér til skemmturnar, þó að það sé enginn ungfugl orðið til að veiða.

Það er búið að vera í mörg ár sem ferðamenn sem koma til Vestmannaeyjar til að sjá lunda í "stærsta" lundastofni íslands, enn grípa oftast í tómt. Sem er einkennilegt þar sem við Vestmannaeyingar höfum lundann sem þjóðarfugl, enn samt er ekkert gert til að það sé nóg af honum til sýnis ferðamönnum. Sem er afar einkennilegt vegna þess að við mundum hagnast peningalega á því.

Draumur minn er að alfriða Stórhöfða alfarið (eggjatínslurányrkja fuglabjörgum líka meðtalið), ásamt fleiri fjöllum á Heimaey, enn lundaveiði haldi áfram í úteyjum
    

Myndband þetta er frá Látrabjarg sem er laus við lundaveiði, í staðinn fáum við spakan fugl.

mbl.is Lundanum reddað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband