MBL.is

  Gosmökkurinn frá eldstöðinni í Grímsvötnum í gær.

„Þetta er tilkomumikið að sjá"

00:02 Nokkrir hópar hafa farið upp að gosstöðvunum í Grímsvötnum í kvöld. Gunnar Kr. Björgvinsson, björgunarsveitarmaður úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík, segir tilkomumikla sýn blasa við. Gosmökkurinn sé töluvert lægri en hann var, en að yfirborð jökulsins sé mjög svart. Meira » Iwona Galeczka, vísindamaður hjá Jarðvísindastofnun Háskólans, og Birgir Jóhannesson, vísindamaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, tóku myndina ...

Gjóskan er fínkorna

00:01 „Gjóskan er fínkorna. Við höfum safnað gjósku alveg frá Skálm á Mýrdalssandi og fram á Skeiðará á Skeiðarársandi. Sýnin sýna að gjóskan er fínkorna, þó ekki eins fín og Eyjafjallajökulsgjóskan," segir Sigurður Reynir Gíslason, jarðefnafræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskólans. Meira »

Forsetinn ræðir eldgosið

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ræðir um eldgosið í Grímsvötnum í samtali við CNN. Í gær, 23:35 „Gosið gæti valdið vandræðum á Skotlandi og í Skandinavíu en sem betur fer getum við sagt með fullvissu að þetta eldgos muni ekki leiða til sambærilegrar röskunar á flugi og í fyrra," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, um gosið í Grímsvötnum í samtali við CNN-sjónvarpsstöðina í dag. Meira »

Hæglætis veður á Klaustri

Frá Hraungerði í Álftaveri. Í gær, 23:19 Ágætt skyggni er á Kirkjubæjarklaustri og hæglætisveður. Að sögn lögreglunnar í bænum er logn og ekkert öskufok. Kvöldið hefur verið rólegt hjá lögreglunni en síðustu dagar hafa verið afar annasamir vegna eldgossins í Grímsvötnum. Meira »

Voru komin út að hliði

Frá Heathrow-flugvelli. Myndin er úr safni. Í gær, 21:50 Farþegar með kvöldflugi Icelandair frá Heathrow-flugvelli í London til Keflavíkur voru komnir í gegnum innritun þegar í ljós kom að ferðin yrði ekki farin. Vélin kom til London fyrr í kvöld. Á meðal þeirra sem ætluðu í flugið eru erlendir kvikmyndatöku- og fjölmiðlamenn. Meira »

Breytingar á flugi Iceland Express

Vél Iceland Express. Í gær, 23:24 Vélar Iceland Express, sem fóru síðdegis í dag til London og Kaupmannahafnar, hafa ekki komist til Íslands aftur vegna eldgossins í Grímsvötnum, þar sem Keflavíkurflugvöllur er lokaður í kvöld og opnar ekki aftur fyrr en í fyrramálið. Meira »

Leitað að ferðamanni

Vatnajökull Í gær, 23:18 Hafin er eftirgrennslan eftir þýskum ferðamanni sem saknað er norðan Vatnajökuls. Maðurinn, sem er á göngu á svæðinu, var í sms sambandi við fjölskyldu sína í Þýskalandi í gær en hann var þá staddur í Nýjadal. Ætlaði hann að vera aftur í sambandi í dag en ekkert hefur heyrst frá honum. Meira »

Öskufall við eldstöðina

Í gær, 21:40 Samkvæmt öskudreifingarspá Veðurstofunnar má búast við öskufalli umhverfis eldstöðina í Grímsvötnum á morgun, að því gefnu að gos standi enn yfir. Spáð er hæglætisveðri og stöku skúrum suðaustantil á landinu. Annars er búist við minniháttar öskufjúki sums staðar sunnan- og suðaustanlands. Meira » Auglýsing

Aftur lokað fyrir flug í kvöld

Aska frá Grímsvötnum truflar flugumferð. Í gær, 20:58 Nú er orðið ljóst að loftrýmið yfir Keflavík og Reykjavik lokar að nýju um kl. 23 í kvöld til kl. 8 í fyrramálið vegna ösku frá Grímsvatnagosinu. Flugvöllurinn á Egilsstöðum lokar einnig, auk þess sem Akureyrarflugvöllur verður áfram lokaður. Meira »

Sinu- og kjarreldur í Kjós

Barist við sinueld. Mynd úr safni. Í gær, 20:35 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út síðdegis að Ásgarði í Kjós, þar sem kviknað hafði í sinu og kjarri. Fljótlega gekk að ráða niðurlögum eldsins, sem breiddist ekki út á stóru svæði. Meira »

„Komin sól og hætt að snjóa"

Allt hefur verið á kafi í snjó á Egilsstöðum en þar hefur nú rofað til. Í gær, 20:52 „Það er komin sól og hætt að snjóa," sagði lögreglumaður á Egilsstöðum við mbl.is í kvöld er aflað var helstu frétta af vaktinni. Héraðsbúar og aðrir Austfirðingar hafa ekki farið varhluta af snjókomu síðustu daga og binda nú vonir við að geta fagnað sumarkomu á ný. Meira »

Par handtekið eftir innbrot

Lögreglan brýnir fyrir húseigendum að læsa híbýlum sínum og ganga kirfilega frá gluggum, ekki síst ... Í gær, 20:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók par síðdegis eftir að sást til ferða þess við innbrot í austurbænum um fjögurleytið. Íbúi í húsinu tilkynnti lögreglu um grunsamlegar mannaferðir og gaf greinargóða lýsingu á parinu. Meira »
  1. Slasaðist alvarlega í vinnuslysi
  2. Drengurinn sem lést
  3. „Gosið fer dagminnkandi"
  4. „Þyrmdi yfir mig í morgun"
  5. „Hér hefur snjóað í marga sólarhringa"
  6. Norðmenn öskureiðir
  7. Mynduðu gosið í návígi
Finnur.is AV-700 Mobile Digital Video Recorder Til sölu er AV-700 - Videótæki með 7 " skjá. Tekur upp úr sjónvarpi, spilar MP3 ... Einstakt Handverk http://top-netshop.com/... Trailblazer reiðhjól til sölu. Nýyfirfarið unglingahjól (stráka) 26 tommu,21.gíra.Rauðsanserað.Ný dekk og barka... Bakaraofn frá Candy Til sölu 15 ára gamall Candy bakaraofn í vegg. Virkar vel. Verð kr. 15000. Upplý...   Forsíða smáauglýsinga | Lesa blaðið previousnext

Stærri en norðlenskar útgerðir

Sigurbjörg ÓF-1, sem Rammi gerir út. Í gær, 20:10 Á vef norðlenska útgerðarfyrirtækisins Ramma hf. er því haldið fram að verði frumvarp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra að lögum verði aflaheimildir ráðherra 20 þúsund þorskígildistonnum meiri en í öllum byggðarlögum norðanlands samanlagt. Meira »

Hraðakstur í Breiðholti

Lögreglumenn við umferðareftirlit. Mynd úr safni. Í gær, 19:44 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var við umferðareftirlit á tveimur stöðum í Breiðholti í dag; í Stekkjarbakka og Arnarbakka. Alls voru brot um 230 ökumanna mynduð. Meira »

Minnast þýskra flugmanna

Leiðangursmenn sem fóru með skjölinn að Valahjalla við Reyðarfjörð. Í gær, 18:58 Minningarskjöldur var afhjúpaður sl. sunnudag um fjóra þýska flugmenn sem fórust á Valahjalla við norðanverðan Reyðarfjörð á uppstigningardag 22. maí árið 1941, eða fyrir 70 árum. Meira »

Foreldraverðlaunin í Skagafjörð

Verðlaunahafar í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Í gær, 19:59 Foreldraverðlaun Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra voru afhent í 16. sinn í dag. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti verðlaunin við formlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Meira »

100 manns við smölun og þrif

Frá smölum björgunarsveitarmanna í dag, en Reuters hefur birt fjölda mynda frá öskufallssvæðinu. Í gær, 19:29 Störf björgunarsveita hafa gengið vel á öskufallssvæðinu suðaustanlands í dag. Um 100 manns frá björgunarsveitum á Hvolsvelli, höfuðborgarsvæðinu og Árnessýslu hafa tekið þátt. Aðallega er um að ræða smölun á fé og hrossum og aðra aðstoð við bændur. Meira »

Gosórói stöðugur

Frá öskusvæðunum undir jökli. Í gær, 18:50 Gosórói á jarðskjálftamælinum á Grímsfjalli hefur verið nokkuð stöðugur frá miðjum degi í gær en inn á milli hafa komið sterkari hviður, segir í nýrri stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Meira »

Vetrarfærð víða á vegum

Vetrarfærð á fjallvegum norðaustan- og austanlands, núna í lok maí. Í gær, 19:51 Vetrarfærð er víða á Norðaustur- og Austurlandi. Þungfært er á Brekknaheiði og þæfingur á Vopnafjarðarheiði. Ófært er á Hellisheiði eystri, Vatnsskarði eystra og á Öxi. Hálkublettir eru á Bröttubrekku og einnig á nokkrum fjallvegum á Vestfjörðum. Meira »

Flóinn segir já

Frá kjaraviðræðum í Karphúsinu. Í gær, 19:24 Kjarasamningur Flóafélaganna svonefndu við Samtök atvinnulífsins hefur í atkvæðagreiðslu verið samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Já sögðu 86%. Meira »

Opna þjóðveginn á ný

Opna á þjóðveginn á ný í kvöld. Í gær, 18:12 Ákveðið hefur verið að opna þjóðveginn milli Víkur í Mýrdal og Freysnes, sem hefur verið lokaður síðustu daga vegna öskufalls frá eldgosinu. Engar takmarkanir verða á umferð eftir kl. 19 í kvöld. Meira »
    Öskuský yfir Harðangursfirði í Noregi í dag.

Norðmenn öskureiðir

17:38 Norðmenn hafa orðið varir við öskuský frá gosinu í Grímsvötnum í dag. Kristján J. Kristjánsson hafði samband við mbl.is en hann býr fyrir botni Harðangursfjarðar á vesturströnd Noregs. Meira » Ritað var í morgun undir samstarfssamning um Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka árið 2011.

Reykjavíkurmaraþon undirbúið

17:25 Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fram fer í 28. sinn laugardaginn 20. ágúst nk. er í fullum undirbúningi þessa dagana. Í morgun var fundað með samstarfsaðilum hlaupsins þar sem hlaupið í fyrra var gert upp og farið yfir skipulag hlaupsins í sumar. Meira »

Gosmökkurinn undir 5 km

Gosmökkurinn á gervihnattamynd. 17:16 Gosmökkurinn frá eldgosinu í Grímsvötnum nær ekki í 5 km hæð. Að sögn jarðvísindamanna sést mökkurinn ekki fyrir ofan ský í 5-7 km hæð yfir Vatnajökli. Meira »

Safna fé til að aðstoða íbúa

16:44 Fyrirtæki eru hvött til að taka þátt í því að safna fé í séstakan sjóð sem ætlað er að veita bændum og fyrirtækjum í námunda við gosstöðvarnar í Grímsvötnum fjárhagslegan stuðning. Meira »

Öskufall á Orkneyjum og í Noregi

Flugvélar Ryanair bíða á flugvellinum í Edinborgh. 16:39 Aska frá eldgosinu í Grímsvötnum hefur fallið á Orkneyjum í Skotlandi. Greinilegt öskufall er t.d. á bílum við flugvöllinn. Aska hefur einnig borist til Noregs. Meira »

22 brautskráðust á Húsavík

Brautskráðir nemendur FSH ásamt Laufeyju Petreu Magnúsdóttur skólameistara. 16:52 Framhaldsskólanum á Húsavík var slitið við hátíðlega athöfn í Húsavíkurkirkju sl. laugardag að viðstöddu fjölmenni. Að þessu sinni voru 22 nemendur brautskráðir frá skólanum, einn af starfsbraut og 21 nemandi með stúdentspróf. Samtals hafa 671 nemendur verið brautskráðir frá skólanum, 386 með stúdentspróf, 63 iðnnemar og 222 með önnur próf. Meira »

Skriðdreki á hjólum myndskeið

bryndreki_mp4 16:41 Björgunarsveitin á Akranesi hefur yfir að ráða þessum brynvarða bíl sem sveitin fékk að gjöf frá þýskalandi, en bílinn var áður notaður á vegum þýska hersins. Meira »

Stal veski og notaði greiðslukort

Vestmannaeyjar. 16:38 Lögreglunni í Vestmannaeyjum var í síðustu viku tilkynnt um konu á þrítugsaldri sem var að misnota greiðslukort, en hún hafði skömmu áður stolið veski sem kortin voru í. Meira »

Neysluvatn metið á fimmtudag

Frá Kirkjubæjarklaustri. 16:33 Heilbrigðisfulltrúi verður í fjöldahjálparstöðinni á Kirkjubæjarklaustri á fimmtudag og meta neysluvatn. Hægt er að koma með neysluvatn til rannsóknar í félagsheimilið á morgun og fyrripart fimmtudags. Meira »

Dáist að bjartsýni fólksins myndskeið

johanna_mp4 16:07 „Ég dáist að því hvernig fólk hefur tekið þessu og einnig hvað fólk er bjartsýnt á, að úr rætist þrátt fyrir þessi áföll og erfiðleika," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, eftir að hafa rætt við íbúa á Kirkjubæjarklaustri í dag. Meira »

100 þúsund króna fundarlaun

Gafl og þeir sem teknir voru. 16:16 Verktakafyrirtækið Ósafl lýsir eftir tveimur þriggja tonna bílpallsgöflum, sem hafa horfið af plani við skemmu hjá bænum Ósi. Heitir fyrirtækið 100 þúsund króna fundarlaunum. Meira »

Kjaradeila í Straumsvík í hnút

Álverið í Straumsvík 16:00 Félög starfsmanna sem starfa í álveri Alcan í Straumsvík hafa vísað kjaradeilu sinni við fyrirtækið til ríkissáttasemjara. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar í Hafnarfirði, segir að nokkur erfið mál séu óleyst í deilunni og því hafi verið ákveðið að vísa til sáttasemjara. Meira »
  1. Drengurinn sem lést
  2. Mynduðu gosið í návígi
  3. „Þyrmdi yfir mig í morgun"
  4. „Hér hefur snjóað í marga sólarhringa"
  5. Líkist Kötlugosi
  6. Aska yfir Noregi
  7. Slasaðist alvarlega í vinnuslysi
Finnur.is HÚS TIL LEIGU Í VENTURA, ORLANDO, USA Til leigu huggulegt hús á frábærum stað í Orlando,18h.golfvöllur/ódýrt spil,sund... Ódýr bleikju- og laxveiði Ódýr bleikju- og laxveiði. Dalsá í Fáskrúðsfirði. Ódýr og góð gisting einnig í b... Glæsilegt sumarhús til leigu Glæsilegt 93fm sumarhús til leigu 11. km norður af Borgarnesi. Voffi má koma með... Trésmíðaverkstæði til fluttnings. Er með vel tækjum búið trésmíðaverkstæði til sölu ásamt efnislager. Allar vélar ...   Forsíða smáauglýsinga | Lesa blaðið previousnext

Flugvellirnir á línunni

Ferðamenn á Keflavíkurflugvelli í gær. 16:00 Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort loka þurfi Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli í kvöld eður ei vegna ösku. Hingað til hefur allt innanlands- og millilandaflug gengið að mestu með eðlilegum hætti. Unnið er að því að meta stöðuna og vonir standa til að nýjar upplýsingar liggi fyrir um kl. 18. Meira »

17 ára dúx

Stúdentahópur ME. 15:21 Bestum árangri á stúdentsprófi í Menntaskólanum á Egilsstöðum í vor náði Hörður Bragi Helgason, með meðaleinkunnina 9,45. Hörður Bragi er einungis sautján ára og yngsti nemandi sem lokið hefur stúdentsprófi frá skólanum. Meira »

Ísafjarðarflugvöllur áfram lokaður

Flugvöllurinn á Ísafirði. 15:03 Ísafjarðarflugvöllur verður áfram lokaður þar sem aska mælist nú í loftrýminu yfir Vestfjörðum.   Meira »

Kröfu um bónusgreiðslur hafnað

15:45 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu fyrrum starfsmanns Kaupþings um að krafa upp á 1,3 milljónir króna verði viðurkennd sem forgangskrafa í bú bankans. Meira »

Fékk 10 í 38 áföngum

Kristinn Þorsteinsson, skólameistari, afhenti Ragnheiði Ragnarsdóttur, viðurkenningu. 15:20 Ragnheiður Ragnarsdóttir varð dúx á stúdentsprófi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ með vegið meðaltal 9,68 sem er með því hæsta sem nemandi hefur fengið við skólann. Meira »

Slasaðist alvarlega í vinnuslysi

14:55 Starfsmaður BM Vallá slasaðist alvarlega þegar hann var að vinna við rennibekk síðdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins festist hægri hönd mannsins í bekknum. Meira »

Atkvæðagreiðslu er að ljúka

Faðmlög í Karphúsinu eftir að samningar tókust. 15:44 Kosningu um kjarasamninga sem landsambönd ASÍ gerður við Samtök atvinnulífsins er að ljúka. Niðurstaða talningar verður kynnt í flestum félögum á morgun. Meira »

Fékk 46 tíur

Alls útskrifuðust 35 nýstúdentar frá ML um helgina. Þeir eru á myndinni ásamt Halldóri Páli ... 15:17 Jón Hjalti Eiríksson, sem fékk hæstu einkunn á stúdentsprófi Menntaskólans að Laugarvatni í ár, lauk alls 61 áfanga og fékk 10 í 46 áföngum og 9 í 15. Meira »

„Gosið fer dagminnkandi"

Gosmökkurinn frá eldstöðinni í Grímsvötnum í gær. 14:52 „Gosið fer dagminnkandi og við eigum ekki von á að það komi aftur neitt í líkingu við það sem hefur verið síðustu daga," segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur um eldgosið í Grímsvötnum. Meira »

Mánudagur, 23.5.2011

Mbl.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband