RÚV.is

Eldgos í Grímsvötnum

Eldgos í Grímsvötnum | Erlendar fréttir | Hamfarir | 24.05.2011 22:15

Norðmenn reiðir vegna gossins

Margir Norðmenn hugsuðu Ísland þegjandi þörfina í dag. Ekki aðeins vegna þess að þeir komust ekki á leiðarenda með flugi vegna öskuskýsins frá Grímsvötnum, heldur líka af því að...

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 24.05.2011 22:05

Vísindamenn komnir að gosstöðvunum

Verulega hefur dregið úr gosinu í Grímsvötnum. Ármann Höskuldsson eldfjallasérfræðingur gerir ráð fyrir að gosið né nú í dauðateygjunum. Hann var í hópi jarðvísindamanna sem fóru að gosstöðvunum í kvöld.

Eldgos í Grímsvötnum | Hamfarir | 24.05.2011 21:53

Kanna sýni úr heimavatnsbólum

Á fimmtudaginn mun fulltrúi frá heilbrigðiseftirliti Suðurlands vera á Kirkjubæjarklaustri og taka við sýnum frá heimavatnsbólum þar sem þau eru, fyrir þá sem vilja láta athuga hvort vatn hafi mengast vegna öskufalls.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 24.05.2011 21:18

Flugvöllunum lokað aftur vegna ösku

Loftrýminu yfir alþjóðaflugvöllum landsins verður lokað í kvöld, vegna ösku úr eldgosinu í Grímsvötnum. Ákvörðun Isavia, sem rekur flugvelli landsins, um lokunina er byggð á nýrri öskuspá frá bresku veðurstofunni, sem unnin er í samstarfi við Veðurstofu Íslands.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 24.05.2011 19:30 Horfa á myndskeið

Dáist að æðruleysi heimamanna

„Það skiptir verulegu máli að ríkisstjórnin komi hér inn á svæðið og sjái þetta með eigin augum," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sem ferðaðist í dag um gosslóðir ásamt Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra. Hún sagðist dást að æðruleysi og samstöðu íbúa á hamfarasvæðinu.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 24.05.2011 19:25

Íbúar á Klaustri bera sig vel

Það fer að taka í ef fólk sér ekki fyrir endann á öskufallinu segir hjúkrunarfræðingur á Klaustri. Börn þurfa að vera innandyra en bera sig vel þótt þau myndu heldur vera á trampólíni í sumarveðri.

Eldgos í Grímsvötnum | Erlendar fréttir | Hamfarir | 24.05.2011 19:19 Horfa á myndskeið

Fimm hundruð flugferðum aflýst

Um fimm hundruð flugferðum var aflýst í Evrópu í dag vegna eldgossins í Grímsvötnum. Öskuský hamlaði flugi á norðanverðum Bretlandseyjum og annars staðar í norður Evrópu. Öskufall er byrjað í Noregi.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 24.05.2011 19:12 Horfa á myndskeið

Tíð gos í Grímsvötnum næstu áratugi

Búast má við tíðum gosum í Grímsvötnum næstu áratugina og nær goslotan líklega hámarki um miðja öldina. Ekkert eldfjall hefur gosið jafn oft á sögulegum tíma á Íslandi.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 24.05.2011 18:40 Horfa á myndskeið Hlusta á hljóðskrá

Körin eins og steypuhrærivélar

Aska úr Grímsvötnum liggur í tonnavís á botni eldiskara Klausturbleikju. Eigandinn segir körin hafa líkst steypuhrærivélum á sunnudaginn, og telur það kraftaverk ef hann sleppur með aðeins nokkur hundruð kíló af dauðum fiski.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | Suðurland | 24.05.2011 18:36 Horfa á myndskeið Hlusta á hljóðskrá

Vísindamenn á leið að gosstaðnum

Vísindamenn eru á leið að gosstaðnum í Grímsvötnum í þungu færi. Rétt fyrir klukkan sex voru þeir um tuttugu kílómetra frá gosstaðnum. Þá var bjart á skjannahvítum jöklinum sem bar fá merki eldgoss ef undan var skilinn gosstrókurinn sem sést ljós á lit milli þess sem skafrenningur byrgir mönnum sýn.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 24.05.2011 18:26 Hlusta á hljóðskrá

Flugbann ekki útilokað

Flugbanninu var aflétt í gær en þó hefur ekki verið flogið til Bretlands í dag. Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi ISAVA segir ekki útilokað að flugbann verði sett á að nýju.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 24.05.2011 18:14 Horfa á myndskeið Hlusta á hljóðskrá

Gosið nú á við lítið Grímsvatnagos

Verulega hefur dregið úr eldgosinu í Grímsvötnum í dag, en gosmökkurinn mælist nú um þriggja kílómetra hár. Jarðeðlisfræðingur segir gosið nú vera á við lítið Grímsvatnagos. Veðurfræðingur telur að aska frá upphafi gossins komi til með að raska flugsamgöngum í Evrópu næstu daga.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 24.05.2011 18:13 Hlusta á hljóðskrá

Opna milli Víkur og Freysness

Vegurinn milli Víkur og Freysness verður opnaður fyrir umferð klukkan sjö í kvöld. Baldur Ólafsson, hjá vettvangsstjórn björgunarsveita á Kirkjubæjarklaustri, hvetur fólk þó til að huga að því að veður getur versnað skjótt og því sé gott að fara að öllu með gát.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | Suðurland | 24.05.2011 18:05 Hlusta á hljóðskrá

Reyna að bjarga mjólkinni af bæjum

Erfiðlega hefur gengið að safna mjólk hjá kúabændum í grennd við Kirkjubæjarklaustur undanfarna daga en í dag hefur gengið ágætlega að bjarga mjólkinni. Jón Hjálmarsson mjólkurbílstjóri hjá MS Selfossi þurfti frá að hverfa í Landbroti og Meðallandi í gær þegar aðstæður buðu ekki lengur upp á akstur á milli bæja.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 24.05.2011 17:59 Hlusta á hljóðskrá

Kindurnar blindar vegna ösku

Skyggni á öskufallssvæðinu við Kirkjubæjarklaustur er betra nú en verið hefur frá upphafi gossins. Skepnudauði er talinn miklu minni en óttast var. Björgunarsveitarmenn hafa í allan dag aðstoðað bændur við að koma búpeningi í hús. Einn bændanna, Þórunn Edda Sveinsdóttir í Múlakoti, kom megninu af fé sínu á hús í dag. Hún hafði þó áhyggjur af heilsu skepnanna.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 24.05.2011 16:56

„Þetta eru víkingar"

Helgi V. Jóhannsson bóndi á Arnardrangi í Landbroti sem ræddi við fréttamenn í kvöldfréttum sjónvarps í gærkvöldi segir að hann hafi fengið aðstoð björgunarsveitarmanna í morgun og gengið vel að smala fé heim að bænum.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 24.05.2011 16:36

Ráðherrar kynna sér aðstæður

Það ætti að skýrast á föstudag með hvaða hætti ríkisstjórnin styður við íbúa á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti vegna eldgossins í Grímsvötnum. Jónahha Sigurðardóttir forsætisráðherra og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra funduðu með Haraldi Jóhannessen ríkislögreglustjóra og yfirmönnum almannavarna á Kirkjubæjarklaustri í dag.

Eldgos í Grímsvötnum | Erlendar fréttir | Hamfarir | 24.05.2011 16:15

Aska komin til Noregs

Ösku frá Grímsvötnum hefur orðið vart í Stafangri, Björgvin og í Krstjánsand í Noregi. Dimmt er yfir og merkjanlegt er að aska hefur sest á bíla. Samkvæmt blaðinu Stavanger Aftenblad hefur verið staðfest að rykið eigi ekki rætur að rekja í Noregi og því talið að um ösku frá Íslandi sé að ræða. Sigurjón Gunnarsson, byggingarfræðingur sem stafar í Stavangri, er ekki í vafa um að þetta sé íslensk aska.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 24.05.2011 16:03

Flugi til Ísafjarðar aflýst

Flugi til Ísafjarðar hefur verið aflýst í dag vegna gamallar ösku sem hefur fokið frá Grænlandi. Flug til annarra staða sem áætlað er eftir klukkan sex í kvöld er í athugun. Ákveðið verður klukkan sex hvort Keflavíkurflugvelli verði lokað, en þá liggur ný öskuspá liggur fyrir.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 24.05.2011 15:16

Búist við seinkun á flugi

Búist er við töluverðum seinkunum á flugi í dag hjá íslensku flugfélögunum. Vélar Icelandair sem átti að koma frá Bergen nú laust eftir klukkan þrjú er nú ætluð rétt fyrir tíu í kvöld. Vél frá Stokkhólmi seinkar síðan um minnst þrjá tíma og vél frá París um tæpa fimm tíma. Hins vegar er búist við að allar vélar sem eiga að fara frá Keflavík síðdegis fari í loftið að mestu á réttum tíma, en seinkun varð þó á nokkrum vélum í morgun.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 24.05.2011 14:59

Þjóðvegurinn áfram lokaður

Þjóðvegurinn milli Víkur og Freysness verður áfram lokaður. Staðan verður endurmetin í fyrramálið. Ekkert skyggni er á þessum kafla vegna öskufoks

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband