MBL.is:

  Félagar í björgunarsveitinni Ársæli huga að rennum húsa á Klaustri.

Meira þrúgandi þegar lygnir

14:35 „Það hefur lygnt aðeins og þá verður þetta meira þrúgandi," segir Baldur Ólafsson, hjá vettvangsstjórn björgunarsveita á Kirkjubæjarklaustri, þegar hann er spurður um öskufallið á Klaustri. Meira »

Stjórnvöld skoða aðstæður myndskeið

ommi_mp4 13:47 „Við erum fyrst og fremst hingað komin til að kynna okkur aðstæður og meta síðan stöðuna og sjá hvernig við getum orðið að liði," sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. Meira »

Fimm stjörnu listahátíðargos

Jonas Kaufmann. 13:18 Gagnrýnandi breska blaðsins Daily Telegraph segir að sumar listahátíðir hefjist með flugeldasýningu en aðeins á Íslandi byrji eldfjall að gjósa skömmu eftir setningarhátíðina. „Vá" segir hann og gefur tónleikum Jonas Kaufmann og Sinfóníuhljómsveitarinnar 5 stjörnur. Meira »eifur varð að fresta ferð á Hnjúkinn

Frá æfingaferð Leifs á Snæfellsjökul. 13:36 Leifur Leifsson neyðist til að fresta ferð á Hvannadalshnjúk, en hann ætlaði að leggja af stað á morgun. Leifur er fatlaður og er í hjólastól, en hann ætlaði að fara á Hnúkinn fyrir eigin handafli á sérútbúnum sleða. Meira »

Ökumenn í vanda á Möðrudalsöræfum

Möðrudalsöræfi. Úr safni. 13:14 Björgunarsveitir á Austurlandi voru kallaðar út í morgun til að aðstoða ökumenn í vandræðum á Möðrudalsöræfum.   Meira »

Dregur úr gjóskuframleiðslu

Lítill fugl í öskunni á Kirkjubæjarklaustri. 12:58 Útlit er fyrir að gjóskuframleiðsla í eldstöðinni í Grímsvötnum sé nú mun minni en undanfarna daga. Hins vegar hefur gríðarlegt magn af ösku fallið á landið og er ennþá í háloftunum. Meira »

Norræna bíður átekta

Norræna við bryggju á Seyðisfirði. Mynd úr safni. 12:52 Komu Norrænu til Seyðisfjarðar hefur seinkað vegna veðurs. Ferjan átti að leggjast við bryggju kl. 9 í morgun en vegna óveðurs hefur hún orðið að bíða átekta í firðinum. Þá er Fjarðarheiði ófær samkvæmt upplýsingum lögreglu. Á sjötta hundrað farþega eru um borð í Norrænu. Meira »

„Við bara lokuðum"

Það er búið að vera dimmt við Skaftafell síðan gosið hófst. 12:32 „Við bara lokuðum enda eru bækistöðvar okkar í Skaftafelli og þar ekki hægt að vera," sagði Torfi Yngvarsson, eigandi Glacierguides. Á þessum árstíma ganga jafnan margir á Vatnajökul en engin leið er að komast þangað núna. Meira »

Bætt hefur í vind á Klaustri myndskeið

stadan_mp4 11:44 „Við notum birtuna meðan hún er til að koma fé heim að húsi eða inn ef hægt er", segir Ingibjörg Eiríksdóttir sem er í aðgerðarstjórn í samhæfingarstöðinni á Kirkjubæjarklaustri. Nokkuð bjart var yfir bænum snemma í morgun en um miðjan morguninn tók svo að skyggja á ný. Meira »

Ekkert hlaupvatn í ánum

Gosmökkurinn frá eldstöðinni í Grímsvötnum í gær. 11:36 Ekkert hlaupvatn er enn komið í Gígju eða Núpsvötn. Gunnar Sigurðsson, vatnamælingamaður hjá Veðurstofunni, segir vel fylgst með ánum en búist er við hlaup komi úr Grímsvötnum í kjölfar eldgossins. Meira »

Plast yfir bensíndælurnar myndskeið

bensinstod_mp4 12:30 Askan frá Grímsvatnagosinu smýgur víða og hefur ekki góð áhrif á viðkvæmar vélar. Guðmundur Vignir Steinsson, veitingamaður í Skaftárskála, vafði plasti um eldsneytisdælurnar til að reyna að verja þær fyrir öskunni. Meira »

Ráðherrar kynna sér aðstæður

11:44 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynna sér nú aðstæður á öskuslóðum með fulltrúum almannavarna og ríkislögreglustjóra, en þau eru nú stödd við Þorvaldseyri. Meira »

Vegurinn enn lokaður

11:16 Vegurinn á milli Víkur í Mýrdal og Freysness er enn lokaður vegna öskufoks. Ekki liggur fyrir hvenær vegurinn verður opnaður aftur. Nú stendur yfir fundur í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð þar sem vísindamenn fara yfir stöðu mála með viðbragðsaðilum. M

Öskufall og ferðamenn farnir

Svona er ástandið við Freysnes við Skaftafell. 11:12 Öskufall er að aukast í Freysnesi við Skaftafell, en fram að þessu hefur ástandið þar verið mun betra en á Kirkjubæjarklaustri. Anna María Ragnarsdóttir, sem rekur söluskálann í Freysnesi, segir áhrif gossins á ferðaþjónustuna slæm og óvissan sé mikil. Meira »

Mánudagur, 23.5.2011

Sunnudagur, 22.5.2011


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband