23.maí 2011 - 14:20
Magnaðar myndir sýna fyrstu mínútur gossins í Grímsvötnum - Svona hófst þetta allt - MYNDIR
Magnaðar myndir lögreglu- og leiðsögumannsins Ingólfs Bruun af upphafi gossins í Grímsvötnum hafa vakið mikla athygli. Óhætt er líklega að fullyrða að þær eigi eftir að birtast víða um heim.
23.maí 2011 - 13:34Það er ekki bara gos: Komið brjálað veður að auki - Ökumenn farnir að missa framrúður
Það er ekki nóg með að gos skapi vandræði á Íslandi því brjálað veður er á suðausturlandi. Ökumenn hafa verið að missa framúður og ræður lögreglan fólki eindregið frá því að vera á ferðinni.
23.maí 2011 - 13:15Allt svart á Klaustri: Hér er ekkert að sjá" - Fólk hristir af sér öskuna áður en það kemur inn
Hér er ekkert að sjá. Það er allt svart," segir Unnar Steinn Jónsson, verslunarstjóri Kjarvals á Kirkjubæjarklaustri, sem bíður í ofvæni eftir að mjólkurbíllinn láti sjá sig. Að öðru leyti er staðan í matvöruversluninni góð.
23.maí 2011 - 12:54
23.maí 2011 - 12:00
Hvar er Þorvaldseyri? Á kafi í ösku, eins og gosmyndin fræga - Fréttum af gosinu frá Frakklandi
Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, tók magnaða ljósmynd af bænum sínum undir ógnandi öskustróknum úr Eyjafjallajökli í fyrra. Myndin er á skilti niður við þjóðveg til að beina ferðamönnum á gossýningu í gestastofu á bænum. Nú er hvoru tveggja, mynd og bær, umlukinn ösku úr Grímsvötnum.
23.maí 2011 - 11:39
Ósáttur Ómar: Af hverju hlusta menn ekki? Það þurfti ekkert að loka flugvöllum vegna gossins
Flugmaðurinn Ómar Ragnarsson segir að algjör óþarfi hafi verið að loka flugvöllum hér vegna gossins í Grímsvötnum. Allar mælingar sýni að öskumagn sé langt fyrir neðan þau mörk sem miðað er við að loka fyrir umferð.
23.maí 2011 - 11:15
Iceland Express: Fyrstu vélar í loftið klukkan 15 frá Evrópu - Fyrsta vél héðan um 19:00
Iceland Express fer í loftið um leið og Keflavíkurflugvöllur verður opnaður, en gert er ráð fyrir að það verði með kvöldinu. Reiknað er með að fyrsta vél frá Evrópu lendi um klukkan 18:00 á Keflavíkurflugvelli og fyrsta vél Iceland Express fer samkvæmt því í loftið frá Keflavík um klukkan 19:00.
23.maí 2011 - 11:14
Aukaflugum til Kaupmannahafnar, Osló og Stokkhólms í kvöld bætt við áætlun Icelandair
Icelandair hefur bætt við þremur aukaflugum við áður kynnta áætlun sína í kvöld. Flogið verður til Kaupmannahafnar og Osló kl. 20.45 og til Stokkhólms um miðnætti. Jafnframt verður flogið frá þessum borgum í nótt til Keflavíkur.
23.maí 2011 - 11:07
23.maí 2011 - 10:56
23.maí 2011 - 10:34
Aska í Reykjavík: Langt yfir heilsuverndarmörkum - Veikir haldi sig inni og hinir passi sig
Svifryksmengun í höfuðborginni var langt yfir heilsuverndarmörkum þegar öskuskýið frá Grímsvötnum lagðist yfir höfuðborgina. Hæst fóru gildin upp 450 í míkrógrömm á rúmmetra, en mörkin eru 50.
23.maí 2011 - 09:56
Grímsvatnagos: Aldrei mælst fleiri eldingar í gosi - Þúsund sinnum fleiri en í Eyjafjallajökli
Aldrei hafa mælst fleiri eldingar í eldgosi á Íslandi en í því gosi sem nú stendur yfir í Grímsvötnum. Á einni klukkustund mældust rétt tæplega 2.200 eldingar en til samanburðar mældust 22 eldingar á klukkustund í Eyjafjallajökulsgosinu í fyrra.
23.maí 2011 - 09:05
Grímsvatnagos: Flugumferð til og frá landinu hefst að nýju síðdegis - Áætlanir geta breyst
23.maí 2011 - 08:00
Öskustrókur úr Grímsvötnum dreifir úr sér yfir breskar forsíður - Sífellt syrtir sunnanlands
23.maí 2011 - 07:00
Spáð stífri norðanátt í dag sem feykja mun öskunni á haf út - Óvissa gæti haft neikvæð áhrif
Óljóst er hvort gosið í Grímsvötnum komi til með að hafa áhrif á flugsamgöngur í Evrópu en gosmökkurinn liggur nú yfir öllu Suðurlandi.
22.maí 2011 - 21:15
Ótrúlegar myndir frá eldgosinu í Grímsvötnum: Bílar og tún svört að sjá - MYNDBAND
Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að gos er hafið í Grímsvötnum en fyrir þá sem ekki búa við gosstöðvarnar getur verið erfitt að gera sér í hugarlund hvers konar ástand er þarna á ferðinni.
22.maí 2011 - 20:45
Öskuský stefnir á Reykjavík: Grátt mistur yfir Henglinum og Bláfjöllum eins og stendur
Öskuský stefnir nú hraðbyri að höfuðborgarsvæðinu en töluverð aska er þegar í loftinu við austari borgarmörkin.
22.maí 2011 - 19:18.
22.maí 2011 - 18:15
Eyddi öllu sínu sparifé - alls 16 milljónum - í kynningarefni um heimsendann sem aldrei varð
22.maí 2011 - 17:11
Erlendu ferðamennirnir komnir í leitirnar: Fundust á Egilsstöðum heilir á húfi
Erlendu ferðamennirnir fjórir sem saknað var og höfðu lagt af stað á grárri Polo bifreið og Hyundai smábíl eru komnir í leitirnar.
22.maí 2011 - 16:35
Fólkið er fundið: Höfðu keyrt upp á Gullfoss - Hins vegar næst ekki í aðra ferðamenn
Fjórmenningarnir sem björgunarsveitir höfðu leitað að í morgun eru komnir í leitirnar en þeir fundust heilir á húfi við Gullfoss.
22.maí 2011 - 16:10
Eldgosið enginn heimsendir - Mennirnir sjálfir mun hættulegri en eldgos segir Snorri í Betel
22.maí 2011 - 15:15
Hvað segja erlendir fréttamenn um eldgosið í Grímsvötnum? - Muna enn eftir Eyjafjallajökli
Erlendir fréttamiðlar hafa sýnt eldgosinu í Grímsvötnum mikinn áhuga síðan það hófst um sexleytið í gær. Gosið í Eyjafjallajökli er umheiminum enn í fersku minni og keppst er við að bera gosin tvö saman. Forvitnilegt er að sjá hvað helstu miðlarnir hafa að segja um ástandið.
22.maí 2011 - 14:03
Myndaröð frá gosinu í Grímsvötnum: Eldglæringar og svarta myrkur grúfir yfir sveitinni
Eldgosið í Grímsvötnum er stærra en meðalgos en öskufall er þegar orðið gríðarlegt á Suð-Austurlandi og í raun ekki verandi úti þar sem verst lætur.
22.maí 2011 - 13:15
Gosið í Grímsvötnum er ígildi Kötlugoss: Hlaupið verður samt líklega ekki stórt, segir Ómar
Ómar Ragnarsson segir yfirstandandi eldgos í Grímsvötnum það stærsta sem hann hefur augum litið og líklega stærsta eldgos á Íslandi í 64 ár. Svo magnað sé gosið að kalla megi það ígildi Kötlugoss en síðast gaus Katla árið 1918 og það með látum.
22.maí 2011 - 12:41
Nýtt: Ekkert spurst til fjögurra ferðalanga á gosslóðum - Lögðu af stað klukkan átta í morgun
Ekkert hefur spurst til fjögurra ferðalanga sem lögðu af stað frá Höfn í Hornafirði klukkan átta í morgun en mennirnir eru á vegum ferðaþjónustufyrirtækis í bænum.
22.maí 2011 - 12:00
Magnaðar hreyfimyndir úr gervitungli sýna upphaf gossins í Grímsvötnum - MYNDBAND
Eldgosið í Grímsvötnum er gríðarlega stórt en gervitungl sem hafa vökult auga með Íslandi náðu á mynd andartakinu þegar gosið hefst og brýst í gegnum skýjamökkinn.
22.maí 2011 - 11:16
Ferðamenn fastir vegna gossins: Menn verða bara svartir - Verra ástand en í Eyjafjallajökli
Ferðamenn og nokkrir fréttamenn eru fastir á Hótel Núpi við Lómagnúp á Suðurlandi vegna öskufalls. Viðstaddur segir ástandið skelfilegt en engir björgunarsveitamenn hafa hætt sér út að hótelinu.
22.maí 2011 - 10:15
21.maí 2011 - 22:33
Vefmyndavél við Jökulsárlón: Svartur mökkur hvílir yfir öllu - Nær ekkert skyggni á köflum
Fyrirtækið Míla hefur sett upp vefmyndavél við Jökulsárlón þar sem sjá má í beinni útsendingu hvernig svartur mökkur hvílir yfir öllu.
21.maí 2011 - 22:22
Enginn er óhultur fyrir þýsku- mælandi ferðamönnum: William og Kate urðu líka fyrir barðinu
Siglingakappinn Martin Ernstbrunner var sleginn í andlitið af konunglegum breskum öryggisvörðum þegar hann nálgaðist dvalarstað Kate Middleton og Williams Bretaprins þar sem þau voru í brúðkaupsferð.
21.maí 2011 - 21:52
Ný mynd frá gosinu í Gríms- vötnum - Askan er hvít eins og sement á þjóðveginum
Gosmökkurinn sést vel frá Kirkjubæjarklaustri en myndin sem fylgir þessari frétt er tekin þar.
21.maí 2011 - 21:45
Þjóðveginum lokað beggja vegna við Skeiðarársand: Ekkert skyggni vegna gosmökksins
Þjóðvegi 1 um Skeiðarársand hefur verið lokað fyrir allri umferð en skyggni þar er ekkert þar sem gosmökkurinn fellur sífellt nær jörðu.
21.maí 2011 - 21:28
Vindur stendur á haf út: Gosið gæti haft áhrif á flugsamgöngur í Evrópu - Óljóst þó
Haraldur Eiríksson á Veðurstofu Íslands segir að gosið í Grímsvötnum geti haf áhrif á flugsamgöngur en gosmökkurinn nái brátt tíu kílómetra hæð en áhrifin eru óljós.
21.maí 2011 - 20:39
Mynd af gosmekkinum úr Kópavogi - Stígur sífellt hærra og er nú kominn í um 4 km hæð
Gosmökkurinn frá Grímsvatnagosinu sem hófst á áttunda tímanum í kvöld stígur sífellt hærra og hefur nú náð fjögurra kílómetra hæð.
21.maí 2011 - 19:39
100% líkur á að heimsendaspá eins og þessi gangi eftir - Alltaf verið að spá þessu alls staðar
Stefán Ingi Valdimarsson, stærðfræðingur, segir líkurnar á að gos hefjist á þeim tíma sem spáð hafi verið fyrir um í heimsendaspám vera 100%.
21.maí 2011 - 19:04
Eldgos að hefjast í Grímsvötnum: Hverjar eru líkurnar? Er heimsendir þá að hefjast?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Dægurmál | Mánudagur, 23. maí 2011 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.