Pressan.is:

23.maí 2011 - 14:20

Magnaðar myndir sýna fyrstu mínútur gossins í Grímsvötnum - Svona hófst þetta allt - MYNDIR

Magnaðar myndir lögreglu- og leiðsögumannsins Ingólfs Bruun af upphafi gossins í Grímsvötnum hafa vakið mikla athygli. Óhætt er líklega að fullyrða að þær eigi eftir að birtast víða um heim.

23.maí 2011 - 13:34

Það er ekki bara gos: Komið brjálað veður að auki - Ökumenn farnir að missa framrúður

Það er ekki nóg með að gos skapi vandræði á Íslandi því brjálað veður er á suðausturlandi. Ökumenn hafa verið að missa framúður og ræður lögreglan fólki eindregið frá því að vera á ferðinni.

23.maí 2011 - 13:15

Allt svart á Klaustri: „Hér er ekkert að sjá" - Fólk hristir af sér öskuna áður en það kemur inn

„Hér er ekkert að sjá. Það er allt svart," segir Unnar Steinn Jónsson, verslunarstjóri Kjarvals á Kirkjubæjarklaustri, sem bíður í ofvæni eftir að mjólkurbíllinn láti sjá sig. Að öðru leyti er staðan í matvöruversluninni góð.

23.maí 2011 - 12:54

23.maí 2011 - 12:00

Hvar er Þorvaldseyri? Á kafi í ösku, eins og gosmyndin fræga - Fréttum af gosinu frá Frakklandi

Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, tók magnaða ljósmynd af bænum sínum undir ógnandi öskustróknum úr Eyjafjallajökli í fyrra. Myndin er á skilti niður við þjóðveg til að beina ferðamönnum á gossýningu í gestastofu á bænum. Nú er hvoru tveggja, mynd og bær, umlukinn ösku úr Grímsvötnum.

 23.maí 2011 - 11:39

Ósáttur Ómar: Af hverju hlusta menn ekki? Það þurfti ekkert að loka flugvöllum vegna gossins

Flugmaðurinn Ómar Ragnarsson segir að algjör óþarfi hafi verið að loka flugvöllum hér vegna gossins í Grímsvötnum. Allar mælingar sýni að öskumagn sé langt fyrir neðan þau mörk sem miðað er við að loka fyrir umferð.

23.maí 2011 - 11:15

Iceland Express: Fyrstu vélar í loftið klukkan 15 frá Evrópu - Fyrsta vél héðan um 19:00

Iceland Express fer í loftið um leið og Keflavíkurflugvöllur verður opnaður, en gert er ráð fyrir að það verði með kvöldinu.   Reiknað er með að fyrsta vél frá Evrópu lendi um klukkan 18:00 á Keflavíkurflugvelli og fyrsta vél Iceland Express fer samkvæmt því í loftið frá Keflavík um klukkan 19:00.

23.maí 2011 - 11:14

Aukaflugum til Kaupmannahafnar, Osló og Stokkhólms í kvöld bætt við áætlun Icelandair

Icelandair hefur bætt við þremur aukaflugum  við áður kynnta áætlun sína í kvöld. Flogið verður til Kaupmannahafnar og Osló kl. 20.45 og til Stokkhólms um miðnætti. Jafnframt verður flogið frá þessum borgum í nótt til Keflavíkur.

23.maí 2011 - 11:07

23.maí 2011 - 10:56

23.maí 2011 - 10:34

Aska í Reykjavík: Langt yfir heilsuverndarmörkum - Veikir haldi sig inni og hinir passi sig

Öskuskýið lagðist yfir höfuðborgina seint í gærkvöldi. Svifryksmengun í höfuðborginni var langt yfir heilsuverndarmörkum þegar öskuskýið frá Grímsvötnum lagðist yfir höfuðborgina. Hæst fóru gildin upp 450 í míkrógrömm á rúmmetra, en mörkin eru 50.

23.maí 2011 - 09:56

Grímsvatnagos: Aldrei mælst fleiri eldingar í gosi - Þúsund sinnum fleiri en í Eyjafjallajökli

Aldrei hafa mælst fleiri eldingar í eldgosi á Íslandi en í því gosi sem nú stendur yfir í Grímsvötnum. Á einni klukkustund mældust rétt tæplega 2.200 eldingar en til samanburðar mældust 22 eldingar á klukkustund í Eyjafjallajökulsgosinu í fyrra.

23.maí 2011 - 09:05

Grímsvatnagos: Flugumferð til og frá landinu hefst að nýju síðdegis - Áætlanir geta breyst

Icelandair mun hefja flug samkvæmt áætlun síðdegis í dag eftir að hafa þurft að aflýsa öllu flugi í rúman sólarhring vegna eldgossins í Grímsvötnum. Þá verður bætt við aukaflugum. 23.maí 2011 - 08:47

23.maí 2011 - 08:00

Öskustrókur úr Grímsvötnum dreifir úr sér yfir breskar forsíður - Sífellt syrtir sunnanlands

Af öskufalli úr Grímsvatnagosinu að dæma er virknin í því ekki að minnka. Skyggni á Kirkjubæjarklaustri er um eða innan við 50 metrar og þar sem verst er niður í 2 metra. Aska gæti borist til Bretlandseyja og þar þekur hún nú þegar forsíður blaðanna.

 

 



23.maí 2011 - 07:00

Spáð stífri norðanátt í dag sem feykja mun öskunni á haf út - Óvissa gæti haft neikvæð áhrif

Óljóst er hvort gosið í Grímsvötnum komi til með að hafa áhrif á flugsamgöngur í Evrópu en gosmökkurinn liggur nú yfir öllu Suðurlandi.

22.maí 2011 - 21:15

Ótrúlegar myndir frá eldgosinu í Grímsvötnum: Bílar og tún svört að sjá - MYNDBAND

Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að gos er hafið í Grímsvötnum en fyrir þá sem ekki búa við gosstöðvarnar getur verið erfitt að gera sér í hugarlund hvers konar ástand er þarna á ferðinni.

22.maí 2011 - 20:45

Öskuský stefnir á Reykjavík: Grátt mistur yfir Henglinum og Bláfjöllum eins og stendur

Öskuský stefnir nú hraðbyri að höfuðborgarsvæðinu en töluverð aska er þegar í loftinu við austari borgarmörkin.

22.maí 2011 - 19:18.

22.maí 2011 - 18:15

Eyddi öllu sínu sparifé - alls 16 milljónum - í kynningarefni um heimsendann sem aldrei varð

Hinn bandaríski Robert Fitzpatrick fór heldur betur illa að ráði sínu í aðdraganda heimsendisins sem síðar kom í ljós að varð ekki þegar hann eyddi öllu sparifé sínu í auglýsingar.

 

22.maí 2011 - 17:11

Erlendu ferðamennirnir komnir í leitirnar: Fundust á Egilsstöðum heilir á húfi

Erlendu ferðamennirnir fjórir sem saknað var og höfðu lagt af stað á grárri Polo bifreið og Hyundai smábíl eru komnir í leitirnar.

22.maí 2011 - 16:35

Fólkið er fundið: Höfðu keyrt upp á Gullfoss - Hins vegar næst ekki í aðra ferðamenn

Fjórmenningarnir sem björgunarsveitir höfðu leitað að í morgun eru komnir í leitirnar en þeir fundust heilir á húfi við Gullfoss.

22.maí 2011 - 16:10

Eldgosið enginn heimsendir - Mennirnir sjálfir mun hættulegri en eldgos segir Snorri í Betel

Snorri Óskarsson í Betel segir nýjustu heimsendaspána enn vera þvaður þrátt fyrir náttúruhamfarirnar sem nú eiga sér stað og hófust um það leyti sem heimsenda var spáð. Harold Camping er að sögn Snorra dæmigerður falsspámaður sem varað er við í Biblíunni.

 


22.maí 2011 - 15:15

Hvað segja erlendir fréttamenn um eldgosið í Grímsvötnum? - Muna enn eftir Eyjafjallajökli

Erlendir fréttamiðlar hafa sýnt eldgosinu í Grímsvötnum mikinn áhuga síðan það hófst um sexleytið í gær. Gosið í Eyjafjallajökli er umheiminum enn í fersku minni og keppst er við að bera gosin tvö saman. Forvitnilegt er að sjá hvað helstu miðlarnir hafa að segja um ástandið.

22.maí 2011 - 14:03

Myndaröð frá gosinu í Grímsvötnum: Eldglæringar og svarta myrkur grúfir yfir sveitinni

Gríðarlegt öskufall í Meðallandi rétt við Eldvatn. Eldgosið í Grímsvötnum er stærra en meðalgos en öskufall er þegar orðið gríðarlegt á Suð-Austurlandi og í raun ekki verandi úti þar sem verst lætur.

22.maí 2011 - 13:15

Gosið í Grímsvötnum er ígildi Kötlugoss: Hlaupið verður samt líklega ekki stórt, segir Ómar

Ómar Ragnarsson segir yfirstandandi eldgos í Grímsvötnum það stærsta sem hann hefur augum litið og líklega stærsta eldgos á Íslandi í 64 ár. Svo magnað sé gosið að kalla megi það ígildi Kötlugoss en síðast gaus Katla árið 1918 og það með látum.

22.maí 2011 - 12:41

Nýtt: Ekkert spurst til fjögurra ferðalanga á gosslóðum - Lögðu af stað klukkan átta í morgun

Ekkert hefur spurst til fjögurra ferðalanga sem lögðu af stað frá Höfn í Hornafirði klukkan átta í morgun en mennirnir eru á vegum ferðaþjónustufyrirtækis í bænum.

22.maí 2011 - 12:00

Magnaðar hreyfimyndir úr gervitungli sýna upphaf gossins í Grímsvötnum - MYNDBAND

Eldgosið í Grímsvötnum er gríðarlega stórt en gervitungl sem hafa vökult auga með Íslandi náðu á mynd andartakinu þegar gosið hefst og brýst í gegnum skýjamökkinn.

22.maí 2011 - 11:16

Ferðamenn fastir vegna gossins: Menn verða bara svartir - Verra ástand en í Eyjafjallajökli

Ferðamenn og nokkrir fréttamenn eru fastir á Hótel Núpi við Lómagnúp á Suðurlandi vegna öskufalls. Viðstaddur segir ástandið skelfilegt en engir björgunarsveitamenn hafa hætt sér út að hótelinu.

22.maí 2011 - 10:15

21.maí 2011 - 22:33

Vefmyndavél við Jökulsárlón: Svartur mökkur hvílir yfir öllu - Nær ekkert skyggni á köflum

Eins og sjá má er skyggni lítið sem ekkert og allt svart nú á ellefta tímanum í kvöld. Fyrirtækið Míla hefur sett upp vefmyndavél við Jökulsárlón þar sem sjá má í beinni útsendingu hvernig svartur mökkur hvílir yfir öllu.

21.maí 2011 - 22:22

Enginn er óhultur fyrir þýsku- mælandi ferðamönnum: William og Kate urðu líka fyrir barðinu

Martin og unnusta hans á Indlandshafi. Siglingakappinn Martin Ernstbrunner var sleginn í andlitið af konunglegum breskum öryggisvörðum þegar hann nálgaðist dvalarstað Kate Middleton og Williams Bretaprins þar sem þau voru í brúðkaupsferð.

21.maí 2011 - 21:52

Ný mynd frá gosinu í Gríms- vötnum - Askan er hvít eins og sement á þjóðveginum

Gosmökkurinn sést vel frá Kirkjubæjarklaustri en myndin sem fylgir þessari frétt er tekin þar.

21.maí 2011 - 21:45

Þjóðveginum lokað beggja vegna við Skeiðarársand: Ekkert skyggni vegna gosmökksins

Mökkurinn séður úr Turninum í Kópavogi. Þjóðvegi 1 um Skeiðarársand hefur verið lokað fyrir allri umferð en skyggni þar er ekkert þar sem gosmökkurinn fellur sífellt nær jörðu.

21.maí 2011 - 21:28

Vindur stendur á haf út: Gosið gæti haft áhrif á flugsamgöngur í Evrópu - Óljóst þó

Haraldur Eiríksson á Veðurstofu Íslands segir að gosið í Grímsvötnum geti haf áhrif á flugsamgöngur en gosmökkurinn nái brátt tíu kílómetra hæð en áhrifin eru óljós.

21.maí 2011 - 20:39

Mynd af gosmekkinum úr Kópavogi - Stígur sífellt hærra og er nú kominn í um 4 km hæð

Gosmökkurinn frá Grímsvatnagosinu sem hófst á áttunda tímanum í kvöld stígur sífellt hærra og hefur nú náð fjögurra kílómetra hæð.

21.maí 2011 - 19:39

100% líkur á að heimsendaspá eins og þessi gangi eftir - Alltaf verið að spá þessu alls staðar

Stefán Ingi Valdimarsson, stærðfræðingur, segir líkurnar á að gos hefjist á þeim tíma sem spáð hafi verið fyrir um í heimsendaspám vera 100%.

21.maí 2011 - 19:04

Eldgos að hefjast í Grímsvötnum: Hverjar eru líkurnar? Er heimsendir þá að hefjast?

Gos er að hefjast í Grímsvötnum en jarðfræðingar á Veðurstofu Ísland segja jarðskjálfatar líkir þeim sem mældust í gosinu 2004 séu hafnir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband