MBL.is

 

Grunnskólamót úr skorðum

16:40 Tæplega 200 erlendir gestir áttu að koma til Reykjavíkur í dag vegna Grunnskólamóts höfuðborga Norðurlandanna. Vegna lokunar Keflavíkurflugvallar í kjölfar eldsumbrotanna í Grímsvötnum hafa gestirnir ekki komist til landsins í dag og er óvíst hvort að þeir fái flug á morgun verði á annað borð flogið til landsins. Meira »

Flugfélagið Ernir

Flug Ernis á athugun á hádegi á morgun

16:37 Vegna spár um öskudreifingu frá eldgosinu í Grímsvötnun hefur allt flug Flugfélagsins Ernis í fyrramálið verðið sett í athugun kl 12:15. Ef breytingar verða fyrir þann tíma og flug getur hafist verður hringt í alla farþega og þeir látnir vita. Farþegum er bent á að fylgjast vel með á síðu 424 í textavarpinu Meira »

Ferðamennirnir voru við Gullfoss

Gosmökkurinn frá Grímsvötnum. 16:27 Fyrr í dag voru sendar út fréttir um að eftirgrennslan væri hafin eftir fjórum ferðalöngum er hugðust aka frá Höfn að sveitabænum Hunkubökkum vestur af Kirkjubæjarklaustri. Í ljós hefur komið að ferðalangarnir sem þangað höfðu boðað komu sína eru í góðu yfirlæti á Gullfossi. Meira »

Loftrýmið líklega áfram lokað

Flugfélag Íslands 16:11 Líklegt er að loftrými yfir Íslandi verði áfram lokað í kvöld og nótt en flugrekendur fá nýja spá síðdegis.  Meira »

Heilbrigðisþjónusta vegna eldgossins

Mjög mikið öskufall er á Klaustri og í nágrenni. 15:46 Viðbragðsstjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) hefur í morgun verið í sambandi við stjórnendur heilsugæslustöðvanna á Kirkjubæjarklaustri, Vík og Rangárþingi. Læknar og hjúkrunarfræðingar eru á öllum stöðvunum til að sinna nauðsynlegri þjónustu í samstarfi við almannavarnarnir ofl Meira »

Fjarskiptakerfið starfar eðlilega

16:16 Neyðarstjórn Mílu fundaði strax í gærkvöldi vegna eldgossins í Grímsvötnum og setti viðbragðsáætlun í gang, samkvæmt skilgreindri neyðaráætlun fyrirtækisins. Fjarskiptakerfið hefur starfað eðlilega í dag Meira »

„Eins og kjarnorkusveppur" myndskeið

220511 eldgos rax 15:53 „Ég hef aldrei áður séð svona skrítinn gosmökk, þetta er í raun eins og kjarnorkusveppur", segir Ragnar Axelsson ljósmyndari Morgunblaðsins sem flaug nærri gosstöðvum í morgun. „Við flugum undir aðeins undir mökkinn og þegar eldingarnar komu fundum við fyrir hvelli og snérum við." Meira »

Tekist hefur að sinna beiðnum um aðstoð

Hjálparsveitarmenn að störfum. 15:39 Rögnvaldur Ólafsson, hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að eftir því sem hann best viss hefði tekist að sinna öllum beiðnum sem borist hefði frá íbúum á öskusvæðunum um aðstoð. Hann segir fjölda manns að störfum við að aðstoða fólk. Meira »

2198 eldingar á klukkustund

Gosmökkurinn frá Grímsvötnum. 15:36 Aldrei áður hafa mælst jafn margar eldingar í eldgosi á Íslandi og í gosinu, sem hófst í Grímsvötnum í dag.  Meira »

Strandaðir á Íslandi

Svissneskur ferðamaður við Kirkjubæjarklaustur í dag. 15:29 Fjöldi erlendra ferðamanna er nú strandaður á Íslandi vegna eldgossins í Grímsvötunum. Meðal þeirra sem ekki komast frá landinu eru söngvarar í dönskum kór sem áttu bókað flug síðdegis til Kaupmannahafnar í dag. Meira »

Mikilvægt að huga að skepnunum

Svona var ástandið við Freysnes upp úr kl. 10 í morgun. 15:34 Enn er mikið öskufall frá eldgosinu í Grímsvötnum og leggur mökkinn yfir byggðirnar sunnan og suðvestan við Vatnajökul, allt frá Vestmannaeyjum og Vík og yfir Kirkjubæjarklaustur og Öræfasveit í austri. Meira »

Mælingar á svifryki í undirbúningi

Það er ekki bjart yfir björgunarsveitarmönnum sem voru í svörtu öskuskýi í morgun. 15:10 Umhverfisstofnun hefur virkjað viðbúnaðarstöðu vegna gossins í Grímsvötnum. Undirbúningur er hafinn að því að flytja loftgæðamælistöð frá Akureyri og verður hún sett upp á Kirkj

Fellir niður flug í fyrramálið

15:04 Icelandair hefur tilkynnt að allt flug félagsins til Evrópuborga í fyrramálið, mánudagsmorgun 23. maí, verður fellt niður vegna öskufalls frá eldgosinu í Grímsvötnum, sem hefur lokað fyrir flugumferð um Keflavíkurflugvöl Meira »

Þurftu að snúa við á Mýrdalssandi

Aska er um allt á Mýrdalssandi. 14:49 Bændur í Álftaveri hafa í dag verið að setja sauðfé inn í hús, en þeir eru í útjaðri gosmakkarins. Björgunarsveitarmenn urðu í dag frá að hverfa þegar þeir ætluðu að reyna að aka yfir Mýrdalssand þar sem þeir sáu ekkert fram fyrir sig. Meira »

Sést vel á mynd frá NASA

Gosmökkurinn sést á MODIS gervitunglamynd frá kl. 5 í morgun. 14:26 Gosmökkurinn í Grímsvötnum sést vel á gervitunglamynd frá NASA, en mökkurinn fór í yfir 20 km hæð í gær.  Meira »

Aska til Bretlandseyja á þriðjudag?

Gosmökkurinn frá Grímsvötnum. 14:54 Veðurfræðingar segja, að öskuský frá Grímsvötnum gæti farið inn í breskt og danskt loftrými á þriðjudag ef ekkert lát verður á gosinu. Meira »

„Þetta er allt kolsvart" myndskeið

Mikið öskufall 14:11 „Þetta er allt kolsvart," segir Bryndís Fanney Harðardóttir, formaður svæðisstjórnar í Vík, um ástandið á svæðum þar sem aska er að falla. Hún segir reynda björgunarsveitarmenn, sem voru á ferðinni í morgun, aldrei hafa kynnst öðru eins. Meira »

Leita að fjórum ferðamönnum

Björgunarsveitarmenn við Klaustur fyrr í dag. 14:52 Hafin er eftirgrennslan eftir fjórum ferðamönnum sem fóru í morgun á tveimur bílum frá Höfn áleiðis að sveitabæ vestan Kirkjubæjarklausturs þar sem þeir hugðust gista en þeir hafa ekki skilað sér þangað. Meira »

Laugardagur, 21.5.2011


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband