Grunnskólamót úr skorðum
16:40 Tæplega 200 erlendir gestir áttu að koma til Reykjavíkur í dag vegna Grunnskólamóts höfuðborga Norðurlandanna. Vegna lokunar Keflavíkurflugvallar í kjölfar eldsumbrotanna í Grímsvötnum hafa gestirnir ekki komist til landsins í dag og er óvíst hvort að þeir fái flug á morgun verði á annað borð flogið til landsins. Meira
Flug Ernis á athugun á hádegi á morgun
16:37 Vegna spár um öskudreifingu frá eldgosinu í Grímsvötnun hefur allt flug Flugfélagsins Ernis í fyrramálið verðið sett í athugun kl 12:15. Ef breytingar verða fyrir þann tíma og flug getur hafist verður hringt í alla farþega og þeir látnir vita. Farþegum er bent á að fylgjast vel með á síðu 424 í textavarpinu MeiraFerðamennirnir voru við Gullfoss
16:27 Fyrr í dag voru sendar út fréttir um að eftirgrennslan væri hafin eftir fjórum ferðalöngum er hugðust aka frá Höfn að sveitabænum Hunkubökkum vestur af Kirkjubæjarklaustri. Í ljós hefur komið að ferðalangarnir sem þangað höfðu boðað komu sína eru í góðu yfirlæti á Gullfossi. MeiraLoftrýmið líklega áfram lokað
16:11 Líklegt er að loftrými yfir Íslandi verði áfram lokað í kvöld og nótt en flugrekendur fá nýja spá síðdegis. MeiraHeilbrigðisþjónusta vegna eldgossins
15:46 Viðbragðsstjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) hefur í morgun verið í sambandi við stjórnendur heilsugæslustöðvanna á Kirkjubæjarklaustri, Vík og Rangárþingi. Læknar og hjúkrunarfræðingar eru á öllum stöðvunum til að sinna nauðsynlegri þjónustu í samstarfi við almannavarnarnir ofl MeiraFjarskiptakerfið starfar eðlilega
16:16 Neyðarstjórn Mílu fundaði strax í gærkvöldi vegna eldgossins í Grímsvötnum og setti viðbragðsáætlun í gang, samkvæmt skilgreindri neyðaráætlun fyrirtækisins. Fjarskiptakerfið hefur starfað eðlilega í dag MeiraEins og kjarnorkusveppur"
15:53 Ég hef aldrei áður séð svona skrítinn gosmökk, þetta er í raun eins og kjarnorkusveppur", segir Ragnar Axelsson ljósmyndari Morgunblaðsins sem flaug nærri gosstöðvum í morgun. Við flugum undir aðeins undir mökkinn og þegar eldingarnar komu fundum við fyrir hvelli og snérum við." MeiraTekist hefur að sinna beiðnum um aðstoð
15:39 Rögnvaldur Ólafsson, hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að eftir því sem hann best viss hefði tekist að sinna öllum beiðnum sem borist hefði frá íbúum á öskusvæðunum um aðstoð. Hann segir fjölda manns að störfum við að aðstoða fólk. Meira2198 eldingar á klukkustund
15:36 Aldrei áður hafa mælst jafn margar eldingar í eldgosi á Íslandi og í gosinu, sem hófst í Grímsvötnum í dag. MeiraStrandaðir á Íslandi
15:29 Fjöldi erlendra ferðamanna er nú strandaður á Íslandi vegna eldgossins í Grímsvötunum. Meðal þeirra sem ekki komast frá landinu eru söngvarar í dönskum kór sem áttu bókað flug síðdegis til Kaupmannahafnar í dag. MeiraMikilvægt að huga að skepnunum
15:34 Enn er mikið öskufall frá eldgosinu í Grímsvötnum og leggur mökkinn yfir byggðirnar sunnan og suðvestan við Vatnajökul, allt frá Vestmannaeyjum og Vík og yfir Kirkjubæjarklaustur og Öræfasveit í austri. MeiraMælingar á svifryki í undirbúningi
15:10 Umhverfisstofnun hefur virkjað viðbúnaðarstöðu vegna gossins í Grímsvötnum. Undirbúningur er hafinn að því að flytja loftgæðamælistöð frá Akureyri og verður hún sett upp á KirkjFellir niður flug í fyrramálið
15:04 Icelandair hefur tilkynnt að allt flug félagsins til Evrópuborga í fyrramálið, mánudagsmorgun 23. maí, verður fellt niður vegna öskufalls frá eldgosinu í Grímsvötnum, sem hefur lokað fyrir flugumferð um Keflavíkurflugvöl MeiraÞurftu að snúa við á Mýrdalssandi
14:49 Bændur í Álftaveri hafa í dag verið að setja sauðfé inn í hús, en þeir eru í útjaðri gosmakkarins. Björgunarsveitarmenn urðu í dag frá að hverfa þegar þeir ætluðu að reyna að aka yfir Mýrdalssand þar sem þeir sáu ekkert fram fyrir sig. MeiraSést vel á mynd frá NASA
14:26 Gosmökkurinn í Grímsvötnum sést vel á gervitunglamynd frá NASA, en mökkurinn fór í yfir 20 km hæð í gær. MeiraAska til Bretlandseyja á þriðjudag?
14:54 Veðurfræðingar segja, að öskuský frá Grímsvötnum gæti farið inn í breskt og danskt loftrými á þriðjudag ef ekkert lát verður á gosinu. MeiraÞetta er allt kolsvart"
14:11 Þetta er allt kolsvart," segir Bryndís Fanney Harðardóttir, formaður svæðisstjórnar í Vík, um ástandið á svæðum þar sem aska er að falla. Hún segir reynda björgunarsveitarmenn, sem voru á ferðinni í morgun, aldrei hafa kynnst öðru eins. MeiraLeita að fjórum ferðamönnum
14:52 Hafin er eftirgrennslan eftir fjórum ferðamönnum sem fóru í morgun á tveimur bílum frá Höfn áleiðis að sveitabæ vestan Kirkjubæjarklausturs þar sem þeir hugðust gista en þeir hafa ekki skilað sér þangað. Meira- Vegurinn lokaður við Vík
- Sjómenn fylgjast með gosinu
- Öskumistur innandyra"
- Voru tvo tíma yfir sandinn
- Strókurinn lægri en í gær"
- Bændur bíða og vona það besta
- Víða þunnt öskulag
- Upplýsa viðskiptavini um stöðuna
- 160 Þrændur strand vegna ösku
- Engin áhrif á evrópska flugumferð
- Á ferðinni í dag og nótt
- Bryndreki dreifir grímum
- Grjóthrun úr Lómagnúp
- Sér varla tærnar með vasaljósi
- Ekkert ferðafæri sé á svæðinu
- Algjörlega ófært yfir Skeiðarársand"
- Ekki líkur á stóru hlaupi
- Ekkert dregur úr krafti gossins
- Öllu innanlandsflugi aflýst
- Menn bara úti af illri nauðsyn
- Gagnrýnir lokun flugvallarins
- Setur að manni hroll"
- Bændur með skepnur í forgangi
- Japönunum er ekki skemmt"
- Allt flug fellur niður vegna eldgossins
- Senda grímur austur
- Útlitið ekki gott með flugið
- Stærsta gos sem Ómar hefur séð
- Keflavíkurflugvelli lokað
- Hér er bara myrkur"
- Mikið spurt um áhrif á flugið
- Mökkurinn sást frá Reykjavík
- Svartir jakar á Jökulsárlóni
- Öskufall frá Vík og að Höfn
- Gæti haft áhrif á flugumferð
Laugardagur, 21.5.2011
- Gistu við Grímsvötn í nótt
- Aska farin að falla í byggð
- Gosið i heimsfréttunum
- Náði um 20 þúsund feta hæð
- Hlaup í fyrsta lagi eftir 12 tíma
- Mjög öflug gosstöð
- Hafa beðið eftir eldgosi
- Vísindamenn fljúga að Grímsvötnum í kvöld
- Horfði á bólsturinn koma upp
- Virkasta eldstöð landsins
- Gos að hefjast i Grímsvötnum
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Dægurmál | Sunnudagur, 22. maí 2011 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.