MBL.is:

  

Þýskir flugvellir opnast aftur myndskeið

Allur kraftur úr gosinu 16:01 Flugvellir í Þýskalandi, sem lokað var í morgun vegna öskuskýs frá Grímsvatnagosinu, hafa verið opnaðir að nýju. Um 450 flugferðum var aflýst í Þýskalandi í dag, að sögn evrópsku flugumferðastjórnarstofnunarinnar Eurocontrol. Meira »

Góð loftgæði í Reykjavík

Þessi mynd var tekin á sunnudagskvöld þegar aska tók að falla á höfuðborgarsvæðinu. 16:06 Í dag hafa loftgæði á höfuðborgarsvæðinu verið mjög góð og vel undir heilsuverndarmörkum (50 µg/m3 að meðaltali á sólarhring). Hæsta gildi sem hefur mælst á Grensásvegi frá miðnætti er um 42 µg/m3. Meira »

Bændur setji búfé út

Sauðfé smalað við Kirkjubæjarklaustur í gær. 15:05 Matvælastofnun mælir með að bændur á öskusvæðinu á Suðausturlandi meti aðstæður og setji búfé út ef mögulegt er.   Meira »

„Þetta er ömurlegt" myndskeið

250511 goslok 14:37 „Já, það er mikið verk fyrir höndum", segir Ólafur Jón Jónsson en hann var að spúla húsið sitt þegar Mbl Sjónvarp bar að garði í morgun. Lífið er að komast í eðlilegt horf á Kirkjubæjarklaustri eftir nokkra erfiða daga. Meira »

Ekki mikill flúor í öskunni

Sauðfé smalað við bæinn Foss á Síðu í öskufallinu fyrr í vikunni. 13:46 Jarðvísindastofnun Háskólans hefur efnagreint tvö öskusýni úr Grímsvatnagosinu. Lítið af flúor greindist í öskunni en varað er við því að búfé drekki vatn úr rigningarpollum. Meira »

 

Nái að vinna upp tafir í dag

10:55 Eitthvað verður um raskanir á flugi hjá Icelandair og Iceland Express í dag. Talsmenn félaganna telja hins vegar að þeim muni takast í dag ná að vinna upp þær tafir sem urðu vegna eldgossins í Grímsvötnum. Meira »

Gosstöðvarnar í Grímsvötnum í gærkvöldi.

Radar sýnir enga virkni

10:49 Að sögn lögreglu var nóttin róleg í nágrenni gosstöðvanna og virðist gosið í rénun. Lögreglan varar við ferðum að gosstöðinni því ennþá kemur sprengjuvirknin í hviðum og öflugar sprengingar inn á milli. Er fólk beðið um að fara ekki nær gosstöðinni en að skála Jöklarannsóknafélagsins sem er í um 6 km. fjarlægð. Meira »

Farið að rigna fyrir austan

Sauðfé í Mýrdal leitar skjóls vegna rigningar. 10:43 „Það er byrjað að rigna hjá okkur. Það er allt annað loft á eftir," segir Jónas Erlendsson, bóndi í Fagradal í Mýrdal, sem kætist yfir rigningunni eins og aðrir íbúar á Suðurlandi. Meira »

Aska skreið með jöklinum

Gígurinn í Grímsvötnum í gærkvöldi. 10:08 Þegar jarðvísindamenn flugu upp að Grímsvötnum í gærkvöldi var mökkurinn ekki samfelldur. Þetta segir Björn Oddsson jarðfræðingur sem fylgdist með gosinu í gærkvöldi. Hann segir að aska hafi fallið á jökulinn og skriðið með honum niður á Suðurlandsundirlendið. Meira »

Flugvél Gæslunnar fer yfir Grímsvötn

Vísindamenn biðu á Reykjavíkurflugvelli í morgun. 09:35 Jarðvísindamenn ætla í dag að fljúga yfir Grímsvötn og skoða aðstæður. Þeir fljúga með TF-Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar. Flugvélin mun ekki geta farið neðar en í 20 þúsund feta hæð vegna ösku frá gosinu. Meira »

Lítil virkni í Grímsvötnum

Lítill gufustrókur steig upp úr Grímsvötnum þegar þessi mynd var tekin um klukkan 5 í ... 09:40 Engin virkni hefur verið í eldstöðvunum í Grímsvötnum frá því klukkan tvö í nótt. Sömuleiðis hefur öskufall minnkað.  Meira »

Þýskur ferðamaður ófundinn

Vatnajökull. 09:25 Eftirgrennslan eftir þýskum ferðamanni sem saknað er og talinn er vera staddur norðan Vatnajökuls bar engan árangur í nótt.   Meira »

Bjartara yfir í snjónum á Austurlandi

Mikið hefur snjóað á Austurlandi. 08:51 „Það er mun bjartara yfir okkur í dag," sagði lögreglumaður á Egilsstöðum í morgun, en íbúar á Austurlandi hafa glímt við snjókomu og ófærð síðustu daga. Frost var í nótt og hálka er á fjallvegum. Meira »

Ótrúlegur munur milli daga myndskeið

baldur olafs_mp4 09:20 „Helstu verkefni björgunarsveitanna í dag verður að fara yfirreið yfir sveitirnar", segir Baldur Ólafsson hjá fulltrúi vettvangsstjórnar björgunarsveitanna á Kirkjubæjaklaustri. Hann segir ástandið á Klaustri vera ótrúlega gott í ljósi þess að fyrir tveimur dögum var svartamyrkur. Meira »

Millilandaflug hafið

Farþegar í innritun á Keflavíkurflugvelli í vikunni. 08:31 Millilandaflug er hafið að nýju um Keflavíkurflugvöllur en völlurinn lokaðist í gærkvöldi vegna öskuskýs frá Grímsvötnum.   Meira »

Gosið í Grímsvötnum: Margir þegar far...

Helstu nauðsynjavörum hlaðið í bíl við verslun KjarVal á Kirkjubæjarklaustri. 08:30 Margir velta fyrir sér hvaða forsendur sé miðað við þegar ákveðið er að flytja fólk á brott frá svæðum sem eru í hættu vegna hamfara eins og öskufalls. Ljóst er að þeir sem eiga við sjúkdóma í öndunarfærum að stríða þurfa að gæta sín mjög. En kemur til greina að flytja alla íbúa á brott ef aðstæður versna skyndilega vegna öskufalls, rýma heil svæði af heilsufarsástæðum? Meira »

Svaðilför yfir sandinn

Japönsku ferðamennirnir taka myndir við Núpa. 07:50 Hópur ellefu japanskra ferðamanna komst loks í gærkvöldi leiðar sinnar eftir að hafa verið ösku- og veðurtepptur í Austur-Skaftafellssýslu frá því um helgina. Meira »

Berlínarflugvöllum lokað

Flugvélar á flugvellinum í Edinborg í gær. Ekkert var flogið í Skotlandi vegna ösku. 07:18 Flugvöllunum við Berlín í Þýskalandi verður lokað klukkan 9 vegna öskuskýs frá Grímsvatnagosinu, sem fer nú yfir Þýskalandi. Í nótt var flugvöllum í Bremen og Hamborg lokað. Meira »

Nánast aðeins gufa úr gígnum

Lítill gufustrókur steig upp úr Grímsvötnum þegar þessi mynd var tekin um klukkan 5 í ... 08:00 Gosmökkurinn úr eldstöðinni í Grímsvötnum er nánast bara gufa, að sögn Ágústs Ævars Guðbjörnssonar, sem er á ferð á Vatnajökli ásamt fleira fólki á þremur jeppum. Meira »

Flugu yfir gosið í gærkvöldi

Gígurinn í Grímsvötnum í gærkvöldi. 07:40 Jarðvísindastofnun flaug yfir gosstöðvarnar í gærkvöldi. Að sögn Björns Oddssonar, jarðfræðings, var gosmökkurinn hvítur þegar að var komið og nokkuð sakleysislegur en á skammri stundu urðu kröftugar sprengingar í gígnum. Meira »

Fuglasöngur á Klaustri

Gosstöðvarnar í Grímsvötnum í gærkvöldi. 07:56 Íbúar Kirkjubæjarklausturs vöknuðu upp við fuglasöng í morgun, en þar sáust fuglar á sveimi í morgun í fyrsta skipti frá því að gos hófst. Meira »

Ekki búist við miklu öskufoki

Sauðfé smalað við Kirkjubæjarklaustur í gær. 07:33 Veðurstofan gerir ekki ráð fyrir miklu öskufoki í dag í Skaftafellsýslum en þar er spáð fremur hægri austlægri átt, skýjuðu og dálítilli vætu. Öskufall gæti orðið nálægt Grímsvötnum ef gos heldur áfram. Meira »

Þriðjudagur, 24.5.2011

Mánudagur, 23.5.2011



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband