gos í Grímsvötnum
Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 23.05.2011 16:01
Sauðfé drepst í Landbroti
Sauðfé hefur fundist dautt vegna öskufalls á Arnardranga í Landbroti sunnan Kirkjubæjarklausturs. Helgi V. Jóhannson bóndi þar gekk fram á dauða á og lamb á leið sinni frá bænum...
Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 23.05.2011 15:46
Ekki hægt að sækja mjólk á alla bæi
Mjólkursamsalan komst ekki til að sækja mjólkina á alla bæi á því svæði þar sem öskufallið er mest. Að sögn Guðmundar Geirs Gunnarssonar, mjólkurbússtjóra MS á Selfossi, átti bílstjórinn eftir að fara á tólf til þrettán bæi í Meðallandi, Landbroti og fyrir austan Kirkjubæjarklaustur. Hann beið átekta í Skaftártungum frá því fyrir hádegi en í dag var síðan ákveðið að reyna ekki frekar að fara á þá bæi sem eftir voru. Það væri ekki forsvaranlegt þar sem dimmt væri yfir og starfsmenn búnir að vera að frá því eldsnemma í morgun.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 23.05.2011 15:12
Flug hefst að nýju í kvöld
Millilandaflug hefst að nýju snemma í kvöld, en Keflavíkurflugvöllur hefur verið lokaður í rúman sólarhring. Fyrsta vél Icelandair leggur af stað til London Heathrow klukkan 18 í kvöld.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 23.05.2011 15:07
Ætluðu að flytja fé í Meðalland
Bændur á tveimur bæjum í Mýrdalnum, nánar tiltekið við Sólheimajökul, ætluðu að flytja sauðfé í Meðalland til sumarbeitar, þar sem beitiland þeirra eru enn undir ösku frá því í gosinu í Eyjafjallajökli í fyrra. Þangað var féð flutt til sumarbeitar þá. Nú er óljóst hvort af þessu verður vegna mikils öskufalls í Meðallandi frá gosinu í Grímsvötnum. Þeir sem fréttastofa ræddi við voru þó bjartsýnir á að það tækist að finna annan stað fyrir kindurnar til að bíta í sumar, en beitarlöndin þar eru enn undir öskulagi.Eldgos í Grímsvötnum | Erlendar fréttir | Hamfarir | 23.05.2011 14:46
Írland þakið öskumistri á morgun
Breska veðurstofan spáir því að gjörvallt Írland og Skotland og hluti Norður-Englands verði þakið öskumistri frá Grímsvötnum um klukkan sex í fyrramálið. Fulltrúi breskra flugmálayfirvalda segir í viðtali við Reuters fréttaveituna að miðað við þá spá muni það trufla flug þar strax á morgun.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 23.05.2011 14:16
Bílrúður brotna í Hvalnesskriðum
Óveður er á milli Hafnar og Djúpavogs og ekkert ferðafæri. Framrúður hafa brotnað í bílum í miklu sandfoki. Allar rúður brotnuðu í í einum bíl sem var á leið um Hvalnesskriður.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 23.05.2011 14:00
Aukafréttatíminn: upptaka
Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Höfuðborgarsvæðið | Hamfarir | Heilbrigðismál | 23.05.2011 13:47
Aska þéttist í Reykjavík í hádeginu
Svifryks í Reykjavík mældist yfir 360 míkrógrömm í rúmmetra í hádeginu. Þegar gildið fer yfir 400 hefur fólk verið hvatt til að gera ráðstafanir til að verjast menguninni, jafnvel þótt það sé hraust og heilbrigt.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 23.05.2011 13:37
Öskuskýið nær til Skotlands í kvöld
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lagði áherslu á í viðtali við breska útvarpið BBC í dag að ólíklegt væri að sagan frá því í fyrra endurtæki sig þegar flugumferð í Evrópu stöðvaðist vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 23.05.2011 13:16
Mengað vatnsból á Fossi á Síðu
Vatnsbólið við bæinn Foss á Síðu, um 10 kílómetra fyrir austan Kirkjubæjarklaustur, er mengað vegna öskufalls.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 23.05.2011 13:15
Kortleggja stöðuna fyrir stjórnvöld
Samráðshópur á vegum Almennavarna byrjar í dag að kortleggja aðstæður á gossvæðunum og skilar skýrslu til ríkisstjórnar fyrir fund hennar á föstudag. Þar verða lagðar fram tillögur um með hvaða hætti stjórnvöld geti brugðist við afleiðingum eldgossins í Grímsvötnum fyrir þar sem fólk verður verst fyrir barðinu á gosinu.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Höfuðborgarsvæðið | Hamfarir | Heilbrigðismál | Suðurland | 23.05.2011 12:17
Misskipt loftgæði
Mörg hundruð sinnum meira er af svifryki í andrúmsloftinu þar sem öskufall er mest en á höfuðborgarsvæðinu.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 23.05.2011 12:01
Áfram kröftugt gos næstu daga
Sérfræðingar gera ráð fyrir að kröftugt gos standi enn í nokkra daga með miklu gjóskufalli. Biksvartamyrkur er á Kirkjubæjarklaustri. Gríðarlegt öskufjúk og hættir fólk sér ekki milli húsa. Nokkur hundruð metra skyggni er austan Skeiðarársands.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | Heilbrigðismál | Suðurland | 23.05.2011 11:27
Börn á Suðurlandi eiga að vera inni
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands beinir þeim tilmælum til leikskóla, skóla og annarra umsjónarmanna barna, að láta þau ekki leika sér úti meðan ástandið er eins og það er. Askan þyrlast upp við leik og getur orðið til óþæginda ef hún fer í vit fólks.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Suðurland | 23.05.2011 11:17
Eyjamenn sækja grímur í öskufallinu
Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja hvetur fólk með öndunarfærasjúkdóma til að vera ekki á ferli í Eyjum en töluverð aska hefur fallið þar í morgun. Þá er eigendum búfjár bent á að huga að dýrum sínum.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 23.05.2011 10:09
Ríkisstjórnin fundar vegna gossins
Ríkisstjórnin kemur saman klukkan tíu vegna Grímsvatnagossins. Þar á að fara yfir stöðu mála með Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, Jóni Bjartmars frá embætti ríkislögreglustjóra og Víði Reynissyni, deildarstjóra hjá almannavörnum.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 23.05.2011 10:07
Fiskur drapst hjá Klaustursbleikju
Nokkur hundruð kíló af bleikju drápust hjá fyrirtækinu Klausturbleikju á Kirkjubæjarklaustri vegna öskufallsins. Askan stíflaði þá ristarnar í tveimur kerum með þeim afleiðingum að það flæddi upp úr þeim, og bleikjan fór þar með upp úr kerunum.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 23.05.2011 10:00
Bíða þess að vatn í gígnum klárist
Öskufall er mikið á svæðinu frá Vík í Mýrdal og austur fyrir Kirkjubæjarklaustur. Nokkurra metra skyggni er á Klaustri og þar fyrir austan. Hvast er við Lómagnúp og skyggni við Skaftafell hefur versnað hratt.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 23.05.2011 09:55
Aukafréttatími kl. 12:00
Aukafréttatími verður í sjónvarpinu kl 12:00 í dag.Eldgos í Grímsvötnum | Erlendar fréttir | Hamfarir | Evrópa | 23.05.2011 09:52
Norðmenn búast við flugtruflunum
Norðmenn búa sig undir að flug til og frá Svalbarða truflist síðdegis vegna ösku úr eldgosinu í Grímsvötnum og falli alveg niður í kvöld. Varðskipi hefur verið beint að eyjunni í öryggisskyni ef sjúkraflutninga gerist þörf meðan ekki er hægt að fljúga til Svalbarða.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 23.05.2011 09:26
Flogið síðdegis
Gert er ráð fyrir að Keflavíkurflugvöllur verði opnaður fyrir flugumferð síðdegis. Áætlað flug Icelandair frá Evrópuborgum til landsins í dag seinkar líklega eitthvað og sömuleiðis flug frá landinu til Norður Ameríku. Icelandair aflýsti öllu flugi í rúman sólarhring. Bætt verður við aukaflugum, þ.á.m. til Kaupmannahafnar, Ósló og Stokkhólms í kvöld Iceland Express flýgur á alla áfangastaði sína eftir hádegi í dag um leið og Keflavíkurflugvöllur verður opnaður.Flognar verða aukaferðir til Kaupmannahafnar og London.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 23.05.2011 08:14
Öskufall að aukast
Mikið Öskufall er á svæðinu frá Vík í Mýrdal og austur fyrir Kirkjubæjarklaustur. 50 metra skyggni er á Klaustri og þar fyrir austan er öskubylur og 2- 4 metra skyggni að sögn miðstöðvar almannavarna.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 23.05.2011 07:51
Þjóðvegurinn lokaður
Þjóðvegurinn frá Vík í Mýrdal að Freysnesi verður lokaður í dag. Slæmt skyggni er á þessum slóðum.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 23.05.2011 07:18
Kennsla fellur niður
Kennsla fellur niður í Hvolsskóla á Hvolsvelli í dag og einnig í grunnskólum Vestmannaeyja. Mikið öskumistur er á báðum stöðum.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 22:51
Fundu ekki féð í myrkrinu
Í Ásgarði í landbroti var kolniðamyrkur fram yfir hádegi og bændur þar, þau Eyþór Valdimarsson og Þóranna Harðardóttir, orðin uggandi um fé sitt í dag.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 22:44
Fólki bent á að losa þakrennur
Á Kirkjubæjarklaustri er nú blankalogn en varla hægt að vera úti þegar bílar aka um vegna öskuryks. Í aðgerðastöðinni eru margir enn á vakt, björgunarsveitir sem aðrir. Guðmundur Ingi Ingason, varðstjóri hjá lögreglunni í Kirkjubæjarklaustri, segir að allt hafi gengið vel í kvöld og hægt hafi verið að sinna öllum óskum um aðstoð. Nú hafi menn verið sendir heim í hvíld.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 22:28
Gátu sinnt öllum hjálparbeiðnum
Rögnvaldur Ólafsson, stjórnadi í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð, segir að svo virðist sem dregið hafi úr gosinu en þó sé ekkert hægt að fullyrða í þeim efnum. Gosið virðist þó vera stöðugt.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 22:16
Ráðlagt að sofa með lokaða glugga
Öskumisturs hefur orðið vart víða um land í dag og nú liggur grá móða yfir höfuðborgarsvæðinu. Haraldur Briem, sóttvarnalæknir, ráðleggur fólki þar sem öskumistur er að sofa með lokaða glugga og að halda sig innandyra. Sérstaklega þó viðkvæmir.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 21:06
Aska sést víða um land - myndband
Ösku úr eldgosinu í Grímsvötnum verður nú vart víða um land. Allt frá Skagaströnd og Húsavík til Höfuðborgarsvæðisins. Mökkurinn hefur smám saman þokast í vestur og um kvöldmatarleytið fór að verða vart við ösku á Höfuðborgarsvæðinu. Fréttastofa hefur fengið fjölmargar ábendingar um ösku. Aska er farin að setjast á bíla á Akureyri og vart hefur orðið við ösku í Aðaldal og í Kelduhverfi. Þá hefur fallið aska í Vestmannaeyjum.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 20:42
Ekkert öskufall á Hornafirði
Engin aska hefur borist til Hornafjarðar. Jón Garðar Bjarnason, varðstjóri lögreglunnar á Höfn segir að í sínu umdæmi hafi ástandið verið verst í Skaftafelli og í Öræfum en vindar hafi verið íbúum austar hagstæðir. Staðan núna er ágæt og við höfum dregið úr viðbúnaði en það verður vakt í nótt," segir Jón. Hann segir að bændur og íbúar hafi verið æðrulausir og allt hafi gengið vel miðað við aðstæður.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 20:18
Mikið öskufall á klaustri
Öskufall á Kirkjubæjarklaustri er það mesta í áraraðir. Askan er grá og fín og þyrlast um allt þegar bílar keyra um. Askan byrjaði að falla á Kirkjubæjarklaustri um klukkan sex í morgun og það fór ekki að rofa til fyrr en um tvö leytið.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 20:08
Svart yfir gosstöðvunum
Ómögulegt er að fljúga að gosstöðvunum þar sem biksvart öskuský birgir alla sýn. Skýið færist sífellt vestar og náði að Selfossi síðdegis. Á sama tíma var heiðskírt á hálendinu.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Höfuðborgarsvæðið | Hamfarir | Suðurland | 22.05.2011 19:34
Varla öskufall nema í fáa daga
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, hefur skoðað eldgosið, hversu mikið það er og hvernig það hagar sér. Gosið hefur verið nokkuð stöðugt og kannski rokkandi svolítið til í dag. Það rénaði frá því sem mest var í nótt en hefur verið stöðugt og mökkurinn náð í tíu, ellefu og skaust upp í fimmtán kílómetra hæð. Þetta hefur verið töluvert öflugt gos, við getum sagt að það hafi rénað en er enn öflugra en Eyjafjallagos var nokkurn tíma."Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 19:30
Athuga líðan fólks á öskusvæðinu
Sigurður Árnason, hérðaslæknir á Kirkjubæjarklaustri, hefur gengið á milli húsa í þorpinu ásamt fleira heilbrigðisstarfsfólki og athugað líðan íbúanna í dag.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 18:53
Búfé hefur ekki orðið meint af
Ekki er vitað til þess að búfé hafi orðið meint af öskufallinu. Gísli Einarsson, fréttamaður hefur rætt við bændur í Landbroti. Þar var kolniðamyrkur fram yfir hádegi svo bændur heyrðu aðeins jarmið í lömbunum og ánum úti en gátu ekkert aðhafst fyrr en rofaði til. Nú reyni menn að ná fé sínu saman og hýsa það sem hægt er.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 18:47
Fundur haldinn með fólki í Hofgarði
Á þriðja hundrað ferðamenn voru austan við Skeiðará þegar gosið hófst. Þeim hefur verið bent á að ekki sé æskilegt að vera á þessu svæði. Aðgerðir á Höfn í Hornafirði hafa ekki síst snúist um að hafa samband við ferðafólk á svæðinu.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 18:41
Töf á flugi 8.500 farþega
Allt millilandaflug hefur legið niðri í allan dag og flugi á morgun hefur verið aflýst. Um 8.500 flugfarþegar hafa orðið fyrir töfum vegna gossins. Samtök ferðaþjónustunnar hafa áhyggjur af ástandinu.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 18:31
Lítið um mengandi efni í öskunni
Niðurstöður mælinga á mengandi ögnum sem loða við öskuna sýna að styrkur þeirra er frekar lítill.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | Suðurland | Stjórnmál | 22.05.2011 18:24
Styðja við bakið á almannavörnum
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir að ríkisstjórnin muni gera allt sem í hennar valdi stendur til að styðja við almannavarnir á gossvæðinu. Ríkisstjórnin kemur saman með ríkislögreglustjóra í fyrramálið til að ræða aðgerðir á svæðinu. Ögmundur segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar í kjölfar fundar hans og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í stjórnstöð Almannavarna í dag.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 18:16
Hafa haft samband við alla íbúa
Aðgerðastjórn almannavarna og Rauði krossinn hafa náð sambandi við alla 1000 íbúana á gossvæðinu. Um 300 manns hafa verið að störfum í allan dag við að hjálpa íbúum á svæðinu. Ferðamenn sem grennslast var fyrir um í dag eru komnir fram á Egilsstöðum. Björgunarsveitarmenn eru í viðbragðsstöðu og stefna að því að heimsækja bændur á svæðinu til að bjóða fram aðstoð.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 18:01
Þrjár fjöldahjálparstöðvar opnar
Aðgerðastjórn almannavarna og Rauði krossinn hefur náð sambandi við alla eitt þúsund íbúana á gossvæðinu. Ferðamenn sem grennslast var fyrir um í dag eru komnir fram á Egilsstöðum. Þriðja fjöldahjálparstöðin hefur verið opnuð í Vík í Mýrdal en stöðinni að Hofgarði hefur verið lokað.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | Suðurland | 22.05.2011 17:55
Sjónflug bannað nærri Grímsvötnum
Flugmálayfirvöld hafa sett bann við sjónflugi nærri eldstöðinni í Grímsvötnum. Óheimilt er því að fljúgja nær en tuttugu sjómílur frá stöðinni. Ástæða bannsins er sú að reyndir flugmenn hafa bent á að afar varasamt sé að fljúga nær en þetta.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 17:45
Býst ekki við löngu gosi
Rikke Pedersen, forstöðumaður Norrænu eldfjallastöðvarinnar, býst ekki við að gosið í Grímsvötnum standi mjög lengi. Það sé að sönnu öflugara en síðast þegar gaus í Grímsvötnum, en þá stóð gosið yfir í fimm daga. Bogi Ágústsson, fréttamaður, spurði hana hvort hætta væri á að gosið ylli jafn miklum usla á flugumferð og gosið í Eyjafjallajökli í fyrra.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | Suðurland | 22.05.2011 17:28
Boli leggur á jökulinn
Þrír jarðvísindamenn og tæknimaður fara með Bola, snjóbíl Hjálparsveitar skáta í Reykjavík á Vatnajökul til að kanna aðstæður. Boli er í biðstöðu þar sem jarðvísindamennirnir og tæknimaðurinn hafa þurft að bíða af sér öskufall á Kirkjubæjarklaustri.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 17:10
Dökkt öskuský komið yfir Selfoss
Talsvert öskumistur er á Suðurlandsundirlendinu. Á Selfossi er fólk hætt að sjá til Ingólfsfjalls, en askan er ekki farin að safnast upp í bænum. Búist er við því að aska falli á höfuðborgarsvæðinu á morgun.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 16:58
Grunnskólamót í uppnámi
Dagskrá grunnskólamóts Höfuðborga Norðurlandanna sem hefjast átti á morgun er í uppnámi vegna gossins í Grímsvötnum. Von var á 200 erlendum gestum til Reykjavíkur í dag en vegna lokunar Keflavíkurflugvallar er óljóst hvenær þeir komast til landsins. Í tilkynningu frá 'iþróttabandalagi Reykjavíkur segir að ljóst sé að fréttaflutningur af gosinu erlendis sé óljós því forsvarsmenn allra hópanna hafi gert ráð fyrir miklu öskufalli á öllu landinu og að allir þyrftu að ganga um með grímur á Íslandi.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | Suðurland | 22.05.2011 16:37
Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu
Tugir björgunarsveitarmanna eru nú í viðbragðsstöðu á gossvæðinu og stefna að því að heimsækja bændur um leið og dregur nægilegalega mikið úr öskufalli svo ferðafært sé.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 16:34
Aldrei eins margar eldingar í gosi
Aldrei hefur verið eins mikið um eldingar í eldgosi á Íslandi eins og í gosinu sem nú stendur yfir. Á einni klukkustund í dag urðu 2.198 eldingar í mekkinum en til samanburðar mældust mest 22 eldingar á einni klukkustund í Eyjafjallajökulsgosinu. Á fyrstu átján klukkustundum gossins mældust 15 þúsund eldingar en á 39 dögum í Eyjafjallajökulsgosinu mældust 790 eldingar með sama mælikerfi. Rannsóknir benda til þess að eldingar verði þegar mökkurinn rís það hátt að vatn í honum frýs.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | Suðurland | 22.05.2011 16:27
Ekki vitað um fjóra ferðalanga
Ekki er vitað hvar fjórir ferðalangar eru staddir. Þeir lögðu af stað frá Höfn í morgun og hefur ekki náðst samband við þá. Ljóst þykir þó að þeir hafa ekki farið framhjá stað á veginum við Skaftafell þar sem lokað er fyrir umferð inn á öskusvæðið.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | Suðurland | 22.05.2011 16:18
Áfallahjálp fyrir þúsund manns
Rauði krossinn skipuleggur nú áfallahjálp fyrir þá eitt þúsund íbúa sem eru á því svæði sem verður fyrir gosmekkinum frá Grímsvötnum. Þeim sem þurfa á sálrænum stuðningi að halda er bent á Hjálparsímann 1717.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | 22.05.2011 16:16
Aukafréttatímar RÚV
Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 16:10
Loftgæðamælistöð bilaði í nótt
Loftgæðamælistöð Umhverfisstofnunar á Raufafelli, undir Eyjafjöllum, bilaði í nótt. Reynt verður að gera við hana en undirbúningur er hafinn að því að flytja loftgæðamælistöð frá Akureyri til Kirkjubæjarklausturs þar sem hún verður sett upp á morgun.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 16:04
Skólahald fellur niður á morgun
Skólahald fellur niður í Kirkjubæjarskóla á Kirkjubæjarklaustri á morgun. Nánari upplýsingar verða veittar síðar, þegar framvinda eldgossins tekur að skýrast.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | Suðurland | 22.05.2011 16:01
Rétt viðbrögð við öskufalli
Öskufall getur valdið margvíslegum óþægindum. Umhverfisstofnun hefur tekið saman hvað fólk á að gera og hvað það á ekki að gera þegar öska fýkur eða fellur til jarðar.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | Suðurland | 22.05.2011 15:50
Særandi aska en ekki hættuleg efni
Askan sem fellur úr eldgosinu í Grímsvötnum veldur særindum og óþægindum en hún virðist vera með litlu flúormagni og eitruðum efnum, segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Hann segir reynsluna af eldgosinu í Eyjafjallajökli hafa sýnt hversu vel grímur og gleraugu gagnast við þessar aðstæður.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 15:48
Aðgerðir hafa gengið vel
Hjálmar Björgvinsson, stjórnandi samhæfingamiðstöðvarinnar í Skógarhlíð, segir að aðgerðir vegna gossins í Grímsvötnm hafi gegnið vel. Lokað er fyrir bílaumferð frá Kirkjubæjarklaustri í vestri og austur yfir Skeiðarársand og er fólk varað við að vera utandyra á þessu svæði.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 15:14
Bændur reka fé á hús
Ég er að keyra hérna á eftir kindum sem að við erum að reka í hús," sagði Jón Jónsson, bóndi á Prestbakka á Síðu þegar fréttastofa náði tali af honum á þriðja tímanum.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 15:09
Flugi Icelandair á morgun aflýst
Ekkert verður flogið til Evrópu á vegum Icelandair á morgun, vegna öskufalls frá eldgosinu í Grímsvötnum. Alls er um að ræða tíu áfangastaði sem til stóð að fljúga til en nú hefur flugfélagið neyðst til að aflýsa flugi. Farþegar eru þó hvattir til að fylgjast vel með fréttum þar sem breytingar geta orðið með skömmum fyrirvara.Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 15:02
Mega fara af svæðinu til vesturs
Farið er að rofa til á stóru svæði í kringum Kirkjubæjarklaustur, á Síðu og í Fljótshverfi. Lögregla hefur gefið fólki leyfi til að fara af svæðinu og vestur á bóginn en það eru aðallega ferðamenn sem hafa nýtt sér þetta, þar á meðal sautján manna hópur sem var á Hótel Núpum en þar var farin að koma aska inn á hótelið og engar rykgrímur til taks. Stór hópur sem dvaldi á hótelinu á Klaustri hefur einnig haldið í vesturátt.Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Dægurmál | Mánudagur, 23. maí 2011 (breytt kl. 16:08) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.