Rúv.is:

Eldgos í Grímsvötnum

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 17:10

Dökkt öskuský komið yfir Selfoss

Dökkt öskuský er komið yfir Selfoss. Mökkurinn hefur færst hratt til austurs yfir landið seinni hluta dags undan sterkum vindi úr norðaustri. Þegar fréttamaður RÚV flaug frá...

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 16:58

Grunnskólamót í uppnámi

Dagskrá grunnskólamóts Höfuðborga Norðurlandanna sem hefjast átti á morgun er í uppnámi vegna gossins í Grímsvötnum. Von var á 200 erlendum gestum til Reykjavíkur í dag en vegna lokunar Keflavíkurflugvallar er óljóst hvenær þeir komast til landsins. Í tilkynningu frá 'iþróttabandalagi Reykjavíkur segir að ljóst sé að fréttaflutningur af gosinu erlendis sé óljós því forsvarsmenn allra hópanna hafi gert ráð fyrir miklu öskufalli á öllu landinu og að allir þyrftu að ganga um með grímur á Íslandi.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | Suðurland | 22.05.2011 16:37

Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu

Tugir björgunarsveitarmanna eru nú í viðbragðsstöðu á gossvæðinu og stefna að því að heimsækja bændur um leið og dregur nægilegalega mikið úr öskufalli svo ferðafært sé.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 16:34

Aldrei eins margar eldingar í gosi

Aldrei hefur verið eins mikið um eldingar í eldgosi á Íslandi eins og í gosinu sem nú stendur yfir. Á einni klukkustund í dag urðu 2.198 eldingar í mekkinum en til samanburðar mældust mest 22 eldingar á einni klukkustund í Eyjafjallajökulsgosinu. Á fyrstu átján klukkustundum gossins mældust 15 þúsund eldingar en á 39 dögum í Eyjafjallajökulsgosinu mældust 790 eldingar með sama mælikerfi. Rannsóknir benda til þess að eldingar verði þegar mökkurinn rís það hátt að vatn í honum frýs.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | Suðurland | 22.05.2011 16:27

Ekki vitað um fjóra ferðalanga

Ekki er vitað hvar fjórir ferðalangar eru staddir. Þeir lögðu af stað frá Höfn í morgun og hefur ekki náðst samband við þá. Ljóst þykir þó að þeir hafa ekki farið framhjá stað á veginum við Skaftafell þar sem lokað er fyrir umferð inn á öskusvæðið.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | Suðurland | 22.05.2011 16:18

Áfallahjálp fyrir þúsund manns

Rauði krossinn skipuleggur nú áfallahjálp fyrir þá eitt þúsund íbúa sem eru á því svæði sem verður fyrir gosmekkinum frá Grímsvötnum. Þeim sem þurfa á sálrænum stuðningi að halda er bent á Hjálparsímann 1717.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | 22.05.2011 16:16 Horfa á myndskeið

Aukafréttatímar RÚV

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 16:10

Loftgæðamælistöð bilaði í nótt

Loftgæðamælistöð Umhverfisstofnunar á Raufafelli, undir Eyjafjöllum, bilaði í nótt. Reynt verður að gera við hana en undirbúningur er hafinn að því að flytja loftgæðamælistöð frá Akureyri til Kirkjubæjarklausturs þar sem hún verður sett upp á morgun.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 16:04

Skólahald fellur niður á morgun

Skólahald fellur niður í Kirkjubæjarskóla á Kirkjubæjarklaustri á morgun. Nánari upplýsingar verða veittar síðar, þegar framvinda eldgossins tekur að skýrast.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | Suðurland | 22.05.2011 16:01

Rétt viðbrögð við öskufalli

Öskufall getur valdið margvíslegum óþægindum. Umhverfisstofnun hefur tekið saman hvað fólk á að gera og hvað það á ekki að gera þegar öska fýkur eða fellur til jarðar.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | Suðurland | 22.05.2011 15:50

Særandi aska en ekki hættuleg efni

Askan sem fellur úr eldgosinu í Grímsvötnum veldur særindum og óþægindum en hún virðist vera með litlu flúormagni og eitruðum efnum, segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Hann segir reynsluna af eldgosinu í Eyjafjallajökli hafa sýnt hversu vel grímur og gleraugu gagnast við þessar aðstæður.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 15:48

Aðgerðir hafa gengið vel

Hjálmar Björgvinsson, stjórnandi samhæfingamiðstöðvarinnar í Skógarhlíð, segir að aðgerðir vegna gossins í Grímsvötnm hafi gegnið vel. Lokað er fyrir bílaumferð frá Kirkjubæjarklaustri í vestri og austur yfir Skeiðarársand og er fólk varað við að vera utandyra á þessu svæði.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 15:14

Bændur reka fé á hús

„Ég er að keyra hérna á eftir kindum sem að við erum að reka í hús," sagði Jón Jónsson, bóndi á Prestbakka á Síðu þegar fréttastofa náði tali af honum á þriðja tímanum.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 15:09

Flugi Icelandair á morgun aflýst

Ekkert verður flogið til Evrópu á vegum Icelandair á morgun, vegna öskufalls frá eldgosinu í Grímsvötnum. Alls er um að ræða tíu áfangastaði sem til stóð að fljúga til en nú hefur flugfélagið neyðst til að aflýsa flugi. Farþegar eru þó hvattir til að fylgjast vel með fréttum þar sem breytingar geta orðið með skömmum fyrirvara.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 15:02

Mega fara af svæðinu til vesturs

Farið er að rofa til á stóru svæði í kringum Kirkjubæjarklaustur, á Síðu og í Fljótshverfi. Lögregla hefur gefið fólki leyfi til að fara af svæðinu og vestur á bóginn en það eru aðallega ferðamenn sem hafa nýtt sér þetta, þar á meðal sautján manna hópur sem var á Hótel Núpum en þar var farin að koma aska inn á hótelið og engar rykgrímur til taks. Stór hópur sem dvaldi á hótelinu á Klaustri hefur einnig haldið í vesturátt.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 14:44

Flugmálayfirvöld spá í öskufallið

Aska frá Grímsvötnum gæti náð til norðurhluta Skotlands á þriðjudaginn ef gosið heldur áfram. Reuters fréttastofan greinir frá þessu og vitnar í tilkynningu evrópskra flugmálayfirvalda til flugfélaga í dag. Þar segir einnig að askan geti náð til hluta Bretlands, Frakklands og Spánar á fimmtudaginn og föstudaginn ef enn verði gos í Grímsvötnum þá.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | Suðurland | 22.05.2011 14:23

Margra daga starf framundan

Þrátt fyrir að eldgosið í Grímsvötnum virðist vera í rénun er ljóst að margra daga starf bíður almannavarnayfirvalda. Jörð er víða svört eftir gríðarlegt öskufallið og þó búast megi við að dragi úr því á næstunni þurfa þeir sem sinna almannavörnum og björgunarsveitarfólk að hjálpa til á gosslóðum næstu daga, bæði í öryggisskyni og eins til að koma lífinu í nokkuð eðlilegan gang.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | Suðurland | 22.05.2011 14:05

Rofar til á Kirkjubæjarklaustri

Nokkuð hefur rofað til á Kirkjubæjarklaustri. Skyggni var afar takmarkað um hádegisbil en nú er svo komið að skyggni er nokkur hundruð metrar.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 13:33

Aukafréttatími Sjónvarps 15:20

Aukafréttatími verður í Sjónvarpinu vegna eldgossins í Grímsvötnum og áhrifa þess. Fréttatíminn hefst klukkan 15:20.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 13:28

Slæmt útlit fyrir flug

Það lítur illa út með flugumferð innanlands og til og frá landinu samkvæmt nýrri spá bresku veðurstofunnar. Hins vegar er ekki útlit fyrir að flug um Evrópu truflist, þó mökkurinn geti farið að nálgast Bretland og Skandinavíu í fyrramálið.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | Suðurland | 22.05.2011 12:58

Ráðherrar funduðu með almannavörnum

Forsætisráðherra og innanríkisráðherra funduðu með almannavörnum og jarðvísindamönnum í samhæfingarmiðstöð Almannavarna í dag, vegna gossins í Grímsvötnum. Gosið er talið það mesta sem orðið hefur í Grímsvötnum í hundrað ár, og er talið tíu sinnum öflugra en gosið í Eyjafjallajökli í fyrra.

 

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 12:50

Útilokar ekki hlaup í Skaftá

Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir að líkur á hlaupi vegna eldgossins í Grímsvötnum geti aukist ef gosið færir sig þangað sem ísinn er þykkari. Hann útilokar ekki hlaup í Skaftá þar sem skjálftavirkni mælist nú í Eystri-Skaftárkatlinum.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | Suðurland | 22.05.2011 12:38

Ekki líkur á miklu hlaupi

Almannavarnayfirvöld segja allar líkur á að flóð fylgi eldgosinu í Grímsvötnum en eiga ekki von á að þar verði um mikið hlaup að ræða. Hamfarahlaup fylgdi gosinu 1996 en eftir það hefur aldrei náð að safnast upp mikið vatn í katlinum og því ekki líkur á miklu hlaupi.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | Suðurland | 22.05.2011 12:19

Sólin sást aldrei á Klaustri

Heimamenn og ferðamenn á Kirkjubæjarklaustri hafa tekið öskufallinu af æðruleysi, segir fréttamaður RÚV á staðnum. Skyggnið er svo slæmt að á hádegi þurfa menn að miða við týruna í ljósastaurunum þegar þeir keyra stuttan spöl til að villast ekki eða lenda í vandræðum.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | Suðurland | 22.05.2011 11:57

Gosið virðist heldur í rénun

Gosið í Grímsvötnum virðist heldur vera í rénun, segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Samt sem áður hefur ekki dregið úr öskufalli, það er mest frá Kirkjubæjarklaustri og yfir á Skeiðarársand.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 11:24

Fólk fari ekki austur á gossvæðið

Almannavarnir brýna fyrir fólki að halda sig fjarri gossvæðinu.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | Suðurland | 22.05.2011 11:19

Bryndreki sendur með hjálpargögn

Björgunarsveitarmenn urðu frá að hverfa vegna þétts öskufalls þegar þeir reyndu að fara með rykgrímur og gleraugu á nokkra staði á gossvæðinu. Þess verður nú freistað að koma hjálpargögnum á staðinn með bryndreka en hann fer hægt yfir og óvíst hvenær hann kemst á leiðarenda.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 11:11

Ómar aldrei séð annað eins

Ómar Ragnarsson, fyrrverandi fréttamaður og kvikmyndagerðarmaður, segist aldrei hafa séð þvílíkan gosmökk og er yfir Grímsvötnum nú.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 11:00

The eruption in Grímsvötn

An eruption started in Grímsvötn underneath glacier Vatnajökull on Saturday around 7 PM. The volcano is spewing large amounts of ash up to 45-50 thousand feet. The ash has fallen on the southern part of Iceland, from Þjórsá river in the west to the town of Höfn in Hornafjordur in the east. A fine cloud of ash lays also over Vestmann islands.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 10:56

Skipverjar hvattir til aðgátar

Öskumistur er yfir Vestmannaeyjum og suður af þeim og hefur Landhelgisgæslan hvatt skipstjórnarmenn og áhafnir á skipum og bátum við Vestmannaeyjar og undan Suðurlandi til að sýna fulla aðgát

.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 10:53

Lokað frá Klaustri að Freysnesi

Lokað hefur verið fyrir umferð frá Kirkjubæjarklaustri í vestri og austur að Freysnesi. Fólk hefur lent í vandræðum þegar það hefur verið á ferð á svæðinu þarna á milli og er fólk eindregið hvatt til þess að vera þarna ekki á ferð.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 10:38

Svæðið ekki rýmt að svo stöddu

Almannavarnir hafa tekið þá ákvörðun að rýma ekki svæðið þar sem ástandið er verst vegna öskufalls frá eldgosinu í Grímsvötnum. Talið er að slík rýming myndi skapa meiri hættu en það að láta fólkið hafast við heima hjá sér. Það er þó hvatt til að gæta þess að hafa eitthvað fyrir vitum sínum.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 10:37

Aukafréttatími í sjónvarpi

Nýjar fréttir af eldgosinu í Grímsvötnum.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Hamfarir | 22.05.2011 10:25

Hjálparlína og þjónustumiðstöðvar

Búið er að opna þjónustumiðstöðvar, sitt hvorum megin gossvæðisins og opna fyrir hjálparlínu þangað sem fólk getur hringt vanti það upplýsingar um aðstæður eða annað sem tengist eldgosinu og hvernig best sé fyrir fólk að bregðast við á gossvæðinu.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | 22.05.2011 09:49

Kolniðamyrkur í Lakagígum

Myrkur hefur færst hratt yfir í Lakagígum og klukkan hálf tíu var orðið svo dimmt þar að viðmælandi fréttastofu sá vart höndina sem hélt síma hans upp að andlitinu.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | 22.05.2011 09:13

Stærsta gos í Grímsvötnum í 100 ár

Gosið í Grímsvötnum er það stærsta í 100 ár. Því svipar til gossins árið 1873, segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Ekki eru líkur á stóru hlaupi.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Suðurland | 22.05.2011 08:51

Björgunarsveitir á öskusvæðið

Björgunarsveitarmenn frá Hellu, Hvolsvelli og Vík voru fyrir stundu á leið á svæðið þar sem mest öskufall hefur verið frá eldgosinu í Grímsvötnum. Fólki sem þar er statt er eindregið ráðlagt að halda sig innandyra.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | Samgöngumál | 22.05.2011 07:25

Ekkert millilandaflug eftir 8.30

Keflavíkurflugvelli verður lokað klukkan 8.30. Þetta er ákvörðun sem London Vaac, stofnun Veðurstofu Bretlands, sem heimilar flug í eldgosi í Evrópu, tók í morgun. Almannavörnum, og Isavia, sem rekur flugvöllinn, var tilkynnt þetta, en ný öskufallsspá barst frá Veðurstofu Bretlands um klukkan 6. Ellefu flugvélar eiga að fara í loftið, og með þeim um 2 þúsund farþegar, milli 7.30 og 9, en óvíst er um brottför tveggja, sem eiga fara 8.40 og 8.50. Sennilega verður henni flýtt. Þá voru 13 vélar væntanlegar til landsins milli 15 og 21, og 4 áttu að fara síðdegis.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | 22.05.2011 01:52

Nýjar myndir frá Grímsvatnagosinu.

Enginn vafi leikur á því að gosið í Grímsvötnum er gríðaröflugt. Myndir sem Hreiðar Þór Björnsson, myndatökumaður RÚV, tók á flugi með vísindamönnum á laugardagskvöld sýna gosmökkinn sem nær langt um lengra en flestar farþegaþotur fljúga.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | 22.05.2011 00:35

Stærri en fyrri gos í Grímsvötnum

Þetta er sennilega stærsta eldgos í Grímsvötnum alla vega frá árinu 1934 segir Ómar Ragnarsson kvikmyndagerðarmaður. Hann segir það í það minnsta stærra en gosin þrjú í Grímsvötnum síðustu fimmtán árin.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | 22.05.2011 00:18

Hæsti gosmökkur frá Heklugosi 1947

Eldgosið í Grímsvötnum er stórt. Gosmökkurinn nær í tuttugu kílómetra hæð og er sá hæsti síðan Hekla gaus árið 1947. Gosefnin sem koma upp eru talin aðeins meiri en varð þegar mest var í eldgosinu í Eyjafjallajökli í fyrra, segir Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | 21.05.2011 23:47

Varasamt að fljúga nærri gosinu

Björn Oddson, jarðeðlisfræðingur segir varasamt að fljúga nálægt gosmekkinum sem nú stígur upp af gosinu í Grímsvötnum. Björn var að koma úr flugi, þar sem jarðfræðingar könnuðu aðstæður á Vatnajökli. Hann segir miklar eldingar í mekkinum, og þótt á stundum virðist vera greiðfært fyrir flugvélar, geti eldingar brostið á með engum fyrirvara.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | 21.05.2011 23:40 Horfa á myndskeið

Fyrsta kvikmyndin af eldgosinu

Erlendir ferðamenn sem áttu leið framhjá gosstöðvunum náðu því sem taldar eru vera fyrstu myndirnar af eldgosinu í Grímsvötnum. Þær sýna gosmökkinn stíga til himins.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | 21.05.2011 23:19

Hvað á að gera í öskufalli

Umhverfisstofnun hefur tekið saman hvað fólk á að gera og hvað það á ekki að gera þegar öska fýkur eða fellur til jarðar.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | 21.05.2011 22:40

Öskufallið færist í vestur

Hægt og bítandi mjakast öskumökkurinn úr Grímsvatnagosinu í vestur. Hann er kominn að Þjórsá þar sem hann nær þriggja kílómetra hæð. Á þriðja tímanum féll brúnleit aska í Fljótshlíð og á Hvolsvelli, myrk öskuþoka var í Mýrdal. Þá fellur aska í Öræfasveit og á Höfn í Hornarfirði. Til stóð að flytja rykgrímur austur til fólks sem er í öskufallinu, en um þrjúleytið varð lögreglumaður sem ók bíl með grímur frá Kirkjubæjarklaustri að snúa við hjá Núpsvötnum, svo niðamyrkur var öskumökkurinn þar.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | 21.05.2011 22:02

Staðsetning ræður miklu um hlaup

Staðsetningin á gosinu í Grímsvötnum ræður miklu um það hvort hlaup kemur niður Skeiðarársand, segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | 21.05.2011 21:31

Loka veginum yfir Skeiðarársand

Almannavarnir hafa ákveðið að loka veginum yfir Skeiðarársand fyrir umferð. Mökkinn leggur yfir þjóðveginn og er honum þess vegna lokað núna. Talið er að um meira eldgos sé að ræða nú en síðast þegar gaus í Grímsvötnum, árið 2004.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | 21.05.2011 21:06

Fjórða gosið síðan 1996

Grímsvötn er virkasta eldstöð landsins, en vitað er um að minnsta kosti 60 gos á eldstöðvakerfi Grímsvatna síðustu 800 ár.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | 21.05.2011 20:57

Flugbannssvæði í 120 sjómílur

Flugbannssvæði hefur verið sett upp 120 sjómílur í allar áttir frá eldstöðinni í Grímsvötnum meðan kannað er hver áhrif gosið hefur. Mökkurinn er kominn upp í þotuhæð og því hafa verið gerðar áætlanir um að þær flugvélar sem fara um íslenska flugstjórnarsvæðið fljúgi sunnar í nótt og á morgun en þær gerðu í hvað.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | 21.05.2011 20:23

Hjálparsveitarmenn á staðnum

Tíu til tólf manna hópur frá Hjálparsveit skáta var við Bárðarbungu þegar eldgosið hófst í Grímsvötnum. Þar á milli eru um fimmtíu kílómetrar en hópurinn var beðinn um að fara í átt að Grímsvötnum og taka sýni sem hægt verður að nota við rannsókn á gosinu.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | 21.05.2011 20:00

Fljúga með vísindamenn yfir gosstað

Flogið verður með vísindamenn yfir gossvæðið í Grímsvötnum í kvöld og aðstæður kannaðar. Verið er að búa flugvél Landhelgisgæslunnar undir flugferðina austur. Þar ætla menn að komast að því hvar gosið er og eftir það verður hægt að leggja mat á hvaða afleiðingar gosið getur haft.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | 21.05.2011 19:36

Tíu til tólf klukkutímar í hlaup

Gert er ráð fyrir að hlaup hefjist í Grímsvötnum eftir tíu til tólf klukkustundir. Eldgos er hafið og rís gosmökkurinn hratt og hefur dökknað eftir því sem aska hefur komið upp með stróknum. Sprengingar sjást í mekkinum.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | 21.05.2011 19:24

Strókur rís hátt yfir Grímsvötnum

Eldgos er hafið í Grímsvötnum og stígur strókur hátt í loft upp yfir Grímsvötnum. Strókurinn sést víða að og hefur risið hratt síðustu mínúturnar.

Eldgos í Grímsvötnum | Innlendar fréttir | 21.05.2011 18:57

Gos að hefjast í Grímsvötnum

Allt bendir til þess að eldgos sé að hefjast í Grímsvötnum. Skjálftavirkni hófst klukkan hálf sex, segir Steinunn Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni. Steinunn segir að óróinn nú sé afar svipaður því sem var árið 2004 en þá tók tvær til þrjár klukkustundir þar til gos hófst frá því virkni varð vart.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband