Mikið var að lögreglan .....

...................sé að gera einhvað.Smile

27.1.2009

Helstu verkefni 19. janúar til 26. janúar 2009.

Töluverður fjöldi var á öldurhúsum bæjarins um helgina og mun verða næstu helgar enda standa Þorrablótin sem hæst.  Lögreglan hafði því í nógu að snúast við að fylgjast með því að allt færi friðsamlega fram. 

 Lögreglan hafði afskipti af nokkrum gestum sem voru að koma út af veitingastað hér í bæ, en þeir höfðu borið með sér áfengi út af staðnum.  Ein líkamsárás var tilkynnt til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar en árásin átti sér stað á veitingastaðnum Prófastinum þar sem svokallaður “unglingadansleikur” fór fram.  Þurfti annar þeirra sem þarna tókust á að leita læknis og var saumað eitt spor til að loka sári á hnakka hans.  Ekki liggur fyrir kæra í málinu.  Einn þjófnaður var tilkynntur lögreglu í vikunni en um er að ræða þjófnað á skráningarmerkjum bifreiðarinnar TO-885 aðfaranótt 19. janúar sl.  Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um hver þarna var að verki eru beðnir um að hafa samband við lögreglu.  Tvö eignaspjöll voru tilkynntar til lögreglu í vikunni og var í öðru tilvikinu um að ræða rúðubrot í Barnaskólanum aðfaranótt 22. janúar sl.  Í hinu tilvikunu var um að ræða rúðubrot í Betel aðfaranótt 24. janúar sl.  Þrír ökumenn voru sektaðir í sl. viku vegna hraðaksturs, en þeir voru allir staðnir að verki á Strembugötu. Sá er hraðast ók mældist á 70 km/klst. en hámarkshraði á Strembugötu er 50 km/klst. eins og reyndar á við um allar götur bæjarins, nema annað sé tekið fram.   

Þess ber að geta að undanfarnar vikur hefur farið fram mæling á umferð um Strembugötu og kom fram í þessari mælingu að 66.5% ökutækja er ekið yfir hámarkshraða. Sá er hraðast ók mældist töluvert yfir hámarkshraða, þó nokkrir mældust yfir 100 km/klst.  Í tilefni af þessu þá mun lögreglan halda áfram að fylgjast með umferð um Strembugötu í þeim tilgangi að ná niður umferðarhraða.

http://logreglan.is/displayer.asp?cat_id=182&module_id=220&element_id=13343

Hmm...............hámarkshraði er 50 km/klst einsog reyndar á við allar götur bæjarins. nema annað sé tekið fram. Enn það eru ansi margar götur í bænum sem eru flokkaðar sem vistgötur í bænum og er hámarkshraði þar 30 km/klst. Enn þar er mjög oft keyrt sem 50 km/klst. væri um að ræða. Hvers vegna sést þeir ekki þar?

Enn hvað kemur til hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum að fara fylgjast svona vel með þessari ákveðna götu annars?

Yfirleitt eru þeir mest að fylgjast með umferðinni eftir kl. 22, enn ekki síðdegisumferðinni. Svo vilja þeir elta þá sem leggja bílum öfugum meginn á bílastæði, eða þá sem hafa kveikt á löglegu fram"þoku"ljósum.

 

 

Enn svo geta þeir ómögulega að fylgst með öllum þeim fjölmörgu sem keyra yfir á rauðu umferðarljósi á gatnamótum Strandvegar og Heiðarvegar. Sem ég hef reyndar sé lögregluna fara yfir á rauðu allavega þrisvar.

Enn það sem vekur furðu er að ég er sá einni (eða með þeim örfáu) sem hafa verið sektaðir fyrir að aka yfir á rauðu yfir þessum gatnamótum.

Enn árið 2005? kl.22:30 voru þeir að fylgjast með nýlegum? uppsettum umferðarljósum þarna á gatnamótum Strandv./Heðarv. þegar eða var svo óheppinn að bíll fyrir framan mig þurfti að bíða eftir bíl sem var að koma á móti, og var að beygja til vinstri (upp). Enn það tók sinn tíma, þannig að gula ljósið sem logar aðeins 4 sek. sem tveir bílar eiga geta tæmt gatnamótin dugið mér ekki, þannig að ég neyddist að fá rautt ljós á mig. Enn það sem var skrýtnast í þessu var það var bíll sem fylgdi mér og svo lögreglubíll með blá blikkljós á. Og ég hélt í fyrstu að sá sem fylgdi mér væri sá brotlegi. Enn eftir fjórar götur, sá ég að þeir ætluðu að stoppa mig.

Enn eftir þetta hef ég fylgst vel með hvort einhver sé sektaður fyrir að aka yfir rauðu ljósi, enn ég hef ekki sé eitt einasta, sem er svolítið skrýtið þar sem ég er svo oft vitni af 100% akstur yfir rauðu ljósi. Og jafnvel hef  ég sé lögregluna nokkrum sinnum fara yfir á rauðu. Enn ástæðan að svona mikið um akstur á rauðu ljósi á þessum gatnamótum er að gula ljósið logar of stutt.

7785acb8-4dfe-424f-a992-d5030cc46e4c

Svo er eitt sem lögreglan í Vestmannaeyjum getur ekki framfylgt lögum. Það er lagning, eða stöðvun ökutækja fyrir framan skemmtistað einsog myndin að ofan sýnir. Enn í Vestmannaeyjum er vinsælt að leggja og stöðva beint fyrir framan dyrnar á skemmtistaðnum. Þá sérstaklega eru leigubílstjórar sem fara þar fremst í flokki. Og það nýjasta dæmið er að sjálf lögreglan stoppaði þar til að sinna "slagsmálahundi" inni skemmtistaðnum. Enn það sem er skrýtnast í þessu er að í þessari sömu götu er bakarí, enn um tíma fór lögreglan í átak að sekta fólk fyrir að leggja ólöglega við bakaríið. Enn svo geta þeir ekki hundkast að sekta þá sem gera það sama nokkra metra frá.


mbl.is Eyjamenn að flýta sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband