Nei, Sjálfstæðismenn beita ekki áróður, eða hvað?

Breytingar breytinganna vegna

listi Núna í aðdraganda kosninga fjölgar þeim ört stjórnarandstæðingunum sem halda því fram að það þurfi að skipta um ríkisstjórn einfaldlega vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið svo lengi við völd. Við Eyjamenn erum nú á stuttum tíma að heyra þessi rök í annað skipti.

Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 2002 gekk Samfylkingin í Vestmannaeyjum (V-listinn) fram undir nákvæmlega þessum formerkjum.  Sjálfstæðisflokkurinn hafði þá setið í meirihluta í Vestmannaeyjum í 12 ár og skilaboð V-listans voru "Breytum breytinganna vegna".  Auðvitað var einnig bent á margt sem betur mátti fara og sumt sem var í góðu lagi gert tortryggilegt svo sem framkvæmdir í miðbænum sem svo tókust mjög vel.

Þegar upp var staðið tókst þetta herbragð og fyrir það ber að hrósa áróðursmeisturum.  Kjörtímabilið sem fylgdi var hinsvegar langt frá því að vera Vestmannaeyjum til hagsbóta.

Ég hef því ekki trú á að hér í Eyjum bíti menn tvisvar á þennan sama ryðgaða öngul.  Þegar við göngum til kosninga skulum við einfaldlega vega og meta hvaða flokki við treystum best til að leiða landið allt til móts við nýja tíma. 

Fyrir þá sem óttast að ekki verði einhverjar breytingar er einnig vert að benda á þá miklu endurnýjun sem orðið hefur í Sjálfstæðisflokknum. Samkvæmt nýjustu könnunum stefnir í að þingmannahópur flokksins verði nærri því helmingur nýir þingmenn.

Þá er einnig athyglisvert að spá í því að miðað við nýjar skoðanakannanir í Suðurkjördæmi verða einungis tvær konur á suðurlandi á þingi þær Björk og Unnur Brá sem báðar eru á lista Sjálfstæðisflokksins.

Hvað gerir Íhaldið þegar þeir verða hrædddir???

Jú, þeir koma alltaf með sama gamla tugguna að allt fari í háaloft upp ef vinstri menn ná völdum. Og fólk lætur gleypjast aftur og aftur af ryðgum öngull íhaldsins.

Enn vandamálið er að vinstrimenn hafa aldrei geta sanna sig sökum hræðsluáróður Sjálfstæðismanna.

Ég efast að hægt sé líkja vinstrimenn við fortíðina. Stjórnmálin hljóta hafa breytst og mennirnir með.

Sjáum til, þeir sem eru í dag 18 til 50 ára vita ekki baun hvað gerðist þegar vinstrimenn voru við völd 19 hundruð og súrkál.

Góðir íslendingar, kveðjum þennan fortíðardraug íhaldssins (og framsókn) þann 12. maí 2007.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband