Faðir minn hefur sinnt þessari rannsóknarvinnu..........

Dr. Joseph M. Prospero frá einni af stofnunum Miamiháskóla en hann hefur stundað rannsóknir á Stórhöfða í Vestmannaeyjum í samvinnu við Veðurstofu Ísland

s síðan 1991. Þar er bæði veðurathugunarstöð og merk mengunarmælistöð sem margir erlendir vísindamenn nýta.

 http://www.vedur.is/mengun/mengun/

 

Prospero2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Viðbót frá föður mínum:

 

Dr. Joseph M. Prospero er með sýnasöfnun á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. 1991 kom hann til Íslands til að finna stað fyrir sýnasöfnun. Eftir að hafa svipast lítillega um bar hann að garði í Stórhöfða, gekk suður fyrir vitann og sjá, þar var staðurinn. Meira að segja fann hann steyptan flöt sem var gólf rafstöðvar bandaríkjahers frá stríðsárunum um hálfri öld fyrr. Kom aftur skömmu síðar ásamt Eyjólfi Þorbjörnssyni og Hjörleifi Jónssyni frá Veðurstofunni og settu þeir upp búnaðinn sem enn gengur. Lengst af með áttastilli þannig að söfnun var aðeins í gangi í hafátt en fyrir nokkrum misserum var sú stilling aftengd þar sem doktorinn fékk áhuga á að safna ryki frá Íslandi. Nóg er oft af sandryki í Vestmannaeyjum m.a. í dag.

Óskar J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 16:10


mbl.is Má rekja meira ryk í andrúmsloftinu til bráðnunar jökla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband