
17:37 Annar stór jarðskjálfti reið yfir höfuðborgarsvæðið um kl. 17:20 í dag. Skjálftinn átti upptök sín við Kleifarvatn en þar hefur jörð skolfið í allan dag. Skjálftinn fannst vel í Reykjavík og víðar og var að sögn Veðurstofunnar ívið stærri en skjálftinn í morgun.
Meira

16:15 Þrír kafarar voru við köfun í norðaustur hluta Kleifarvatns í morgun og voru á rúmlega 20 metra dýpi þegar skjálftahrina reið yfir svæðið. Þeir fundu fyrir miklu höggi og heyrðu háværa hvelli. Að sögn Friðbjörns Orra Ketilssonar, eins kafaranna, var höggið mikið.
Meira

14:12 Skjálftavirkni hefur haldið áfram við Kleifarvatn í dag, en skjálftarnir eru minni en í morgun. Frá miðnætti til kl. 14 í dag höfðu um 380 skjálftar komið fram á mælum Veðurstofu Íslands.
Meira

11:00 Upptök skjálftans eru norðar en þau hafa yfirleitt verið. Þau eru því ívið nær höfuðborgarsvæðinu en oft áður og því eðlilegt að skjálftinn hafi fundist vel," segir Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Meira 

10:39 Líkur eru á fleiri jarðskjálftum á Krísuvíkursvæðinu á næstu klukkustundum, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Menn hafa varann á fyrstu klukkustundirnar eftir svona atburð," segir Gunnar. Hann hvetur fólk til að sýna stillingu.
Meira

10:12 Mikill fjöldi jarðskjálfta nú í morgun kemur greinilega fram á 48 klukkustunda tímakvarðakorti Veðurstofu Íslands sem nú er aðgengilegt á netinu.
Meira

09:55 Jarðskjálftinn sem fannst greinilega í Reykjavík fyrir stundu átti upptök í Krýsuvík. Hann var að líkindum 4 stig, að því er sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands áætlar.
Meira

09:07 Jarðskjálfti varð í Reykjavík um kl. 9 í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var stærð skjálftans um 4. Skjálftinn átti upptök sín við Kleifarvatn, en um 200 skjálftar hafa mælst þar síðan á miðnætti.
Meira
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.