dv

andstormur á Kópaskeri: Lóðir á kafi í sandi


Mikið sandfok. Elvar segist aldrei hafa séð annað eins.

Mikið sandfok. Elvar segist aldrei hafa séð annað eins. Myndir Elvar Már Stefánsson

Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is 22:21 › 14. mars 2011

„Menn sem hafa búið hérna lengur en ég muna ekki eftir öðru eins. Og ég er búinn að búa hér í tuttugu ár," segir Elvar Már Stefánsson, íbúi á Kópaskeri. Hálfgerður sandstormur geysaði á Kópaskeri í dag og er hluti bæjarins þakinn svörtum sandi úr fjörunni.

Mjög hvasst hefur verið á Kópaskeri í dag - eins og víða annars staðar - og segir Elvar að ekkert lát sé á hvassviðrinu. Meðfylgjandi myndir tala sínu máli en eins og sjá má eru sandstaflar víða í bænum. „Það er ekkert hlaupið að því að hreinsa þetta í burtu," segir Elvar.

„Þetta er aðallega í efri hluta þorpsins. Húsið hjá mér slapp til dæmis alveg," segir Elvar og bætir við að oft fjúki úr fjörunni í vestanátt. „Ég hef ekki séð neitt í líkingu við þetta áður. Þetta er búið að vera algjör viðbjóður í allan dag."

Deildu

Deila á Facebook Lumar þú á fréttaskoti eða áhugaverðu efni? Smelltu hér til að senda okkur fréttaskot.
http://www.dv.is/frettir/2011/3/14/sandstormur-kopaskeri-lodir-kafi-i-sandi/


























Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband