MBL.is

Björgunarsveitarmenn hafa verið á störfum á Holtavörðuheiði í kvöld. Mynd úr safni.

Búið að aðstoða 30-40 bíla

00:02 Björgunarsveitir eru enn að störfum á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Búið er að aðstoða ökumenn á milli 30 og 40 bíla á þessu svæði. Ekki verður hætt fyrr en tryggt er að allir eru komnir niður af heiðinni. Nokkrir farþegar hafa verið fluttir í Staðarskála, segir í tilkynningu frá lögreglunni. Meira »

 

Erilsamt hjá björgunarsveitum

Í gær, 23:03 Björgunarsveitirnar Húni og Heiðar vinna nú á Holtavörðuheiði þar sem óveður geisar og mikil ófærð er. Meðal verkefna er að losa fasta jeppa og sækja 20 börn sem sitja föst í rútu. Meira »

Björgunarsveit aðstoðaði fótbrotinn m...

Björgunarsveitarmenn við æfingar. Í gær, 22:02 Maður fótbrotnaði í Karlsárdal í Eyjafirði fyrr í dag. Björgunarsveitin Dalvík var kölluð til aðstoðar. Segir á vef Slysavarnafélagsins Landsbjargar að bera hafi þurft manninn niður að veg þar sem sjúkrabíll beið. Meira »

 

 

Aftakaveður á Holtavörðuheiði

Björgunarsveitir hafa verið ræstar út. Mynd úr safni. Í gær, 20:52 Aftakaveður er nú á Holtavörðuheiði og sér Vegagerðin sér ekki fært að halda henni opinni lengur. Búið er að ræsa út björgunarsveit frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu til aðstoðar við ökumenn og Vegagerð, en talsverð umferð er og hefur bílum verið safnað fyrir aftan snjómoksturstæki. Meira »

Hríðarbyl spáð

Í gær, 18:43 Spáð er hríðarbyl í kvöld, vaxandi vindi og slæmu skyggni á fjallvegum eins og Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum. Eins á fjallvegunum á sunnanverðum Vestfjörðum og á Snæfellsnesi að sögn Vegagerðarinnar. Meira »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband