Mbl.is

Óveður er á Fjarðarheiði og hún lokuð. Myndin er úr myndasafni.

Ófært til Seyðisfjarðar í tvo daga

15:41 Fjarðarheiði hefur nú verið lokuð frá því á miðvikudagskvöld. Leiðin milli Austurlands og Norðurlands er líka lokuð. Vegagerðin bíður átekta með að opna leiðirnar, enda er ekkert ferðaveður á þessum slóðum. Farið er að bera á mjólkurskorti á Seyðisfirði. Meira » 

Fjöldi útkalla á Akureyri

Mikill snjór er á Akureyri. 15:12 Skyggni og veður hefur lítið breyst á Akureyri í dag. Skyggnið hefur verið milli 100 og 400 metrar. Reynt er að halda aðalgötum opnum en gengur misjafnlega. Íbúðargötur eru flestar þungfærar eða ófærar, að sögn lögreglunnar. Ekki hefur verið tilkynnt um nein óhöpp. Meira »

Veðrið að skána fyrir vestan

Lokað hefur verið á milli Ísafjarðar og Súðavíkur. 14:49 Veðrið er að skána á Vestfjörðum, að sögn lögreglunnar á Ísafirði. Hún vissi ekki til þess að björgunarsveitir hafi verið kallaðar út í dag. Ísafjarðardjúp hefur verið merkt ófært en lögreglan taldi að vegurinn til Súðavíkur yrði opnaður fljótlega. Meira »

Enn mjög slæmt veður

Veðrið er byrjað að ganga niður sums staðar. 14:30 Enn er mjög slæmt veður um mest allt land, að sögn Vegagerðarinnar. Óveður er undir Eyjafjöllum og við Markarfljót. Fólki á leið í og úr Herjólfi er ráðlagt að aka eftir Austur-Landeyjavegi að Bakkaflugvelli og þaðan í Landeyjahöfn. Meira »

 



Hvasst á Akranesi

Traktor var notaður til að fergja upplýsingaskilti sem fauk sunnan við Akrafjall. 13:51 Björgunarfélag Akraness hefur sinnt hátt í 30 verkefnum í dag. Um 20 liðsmenn félagsins eru á þremur bílum að veita aðstoð. Þök hafa verið að losna, braggi á sveitabæ sunnan við Akrafjall fauk út í buskann. Eins hafa hlutir á borð við trampólín, fellihýsi, vinnupalla og fleira fokið. Meira »

Rok og fok í höfuðborginni

Þakplötur festar. Myndin er úr myndasafni. 14:21 Hvasst er í höfuðborginni líkt og víðast hvar annars staðar og pusast sjór upp á Sæbrautina. Lögreglan hafði fengið nokkrar foktilkynningar. Meðal annars fauk skilti á bíl ofarlega við Laugarveg og skemmdist bíllinn eitthvað. Þá voru þakplötur að fjúka við Kleppsveg og Fiskislóð og þakkantur að losna við Borgartún. Meira »

Krapi truflar rafmagnsframleiðslu

Mikill krapi er í Laxá sem veldur erfiðleikum við rafmagnsframleiðslu. 13:55 Ekki er hægt að keyra Laxárstöð á fullum afköstum vegna þess að mikill ís og krapi er í Laxá. Vél 3, sem gefur mest afl af þremur vélum virkjunarinnar, er ekki í notkun vegna vatnsskorts. Ekki er búið að gera við bilun í Akureyrarlínu. Meira »


Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband