
23:08 Á milli 100 og 150 manns eru strandaglópar í Staðarskála í kvöld en Holtavörðuheiði er lokuð vegna óveðursins. ,,Foreldrar hringja mikið hingað til að spyrja um krakkana sína," segir Marin Eldh, starfsmaður Staðarskála. Meira

23:07 Borð fauk um Salahverfi í Kópavogi í óveðrinu í dag og endaði inni í framrúðu á sendibíl sem stóð við Rjúpnasali.
Meira

21:54 Lokað er um Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og Steingrímsfjarðarheiði vegna veðurs. Ófært er vegna veðurs á norðanverðu Snæfellsnesi og um Þröskulda. Færð verður ekki könnuð nánar á þessum leiðum í kvöld.
Meira

21:36 Kolvitlaust veður var á Akranesi í kvöld, en mesta tjónið þar varð þegar þakklæðning fauk af bílskúr á næsta hús. Í öðru tilviki fór næstum hálft þak af einbýlishúsi í bænum, svo mikið rifnaði upp af því. Þá splundruðust rúður í raftækjaverslun. Fyrir utan þessi atvik varð mikið tjón á húsum og bílum.
Meira

21:39 Flugfarþegar eru nú allir komnir frá borði flugvéla sem biðu af sér óveður á flughlöðum Keflavíkurflugvallar í dag. Vegna óveðursins var hvorki hægt að opna dyr á flugvélunum né heldur leggja þeim upp að rönum flugstöðvarinnar fyrr en lægði.
Meira

21:15 Búið er að opna Borgarfjarðarbrú. Lokað er um Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og Steingrímsfjarðarheiði vegna veðurs. Ófært er vegna veðurs á norðanverðu Snæfellsnesi.
Meira

20:23 Búið er að opna Borgarfjarðarbrúna. Lokað er enn um Bröttubrekku og Holtavörðuheiði. Ófært er vegna veðurs á norðanverðu Snæfellsnesi, að sögn Vegagerðarinnar.
Meira

20:15 Björgunarsveitir eru enn að störfum á suðvesturhorninu. Mesti hvellurinn virðist vera genginn yfir, samt er enn mjög hvasst. Borist hafa 300-400 beiðnir um aðstoð. Búið er að sinna um 210 aðstoðarbeiðnum á höfuðborgarsvæðinu, um 140 á Suðurnesjum og nokkrum tugum á öðrum stöðum á landinu.
Meira

19:27 Ferð Sterna sem átti að fara frá Reykjavík til Borgarness og þaðan í Stykkishólm, Grundarfjörð og Ólafsvík hefur verið frestað til kl. 19:30. Ástæðan er slæmt veður undir Hafnarfjalli.
Meira

19:54 Gríðarstórt gat er komið á flugskýli Icelandair Technical Services, ITS, við Keflavíkurflugvöll. Málmplötur rifnuðu utan af húsinu svo að ílangt lóðrétt gat myndaðist. Ein stór flugvél er inni í skýlinu, frá rússneskum viðskiptavini. Ekki hefur orðið neitt tjón á henni.
Meira
19:23 Umferðarljósin í Engidal í Hafnarfirði eru biluð og blikka á gulu. Ekki er hægt að lagfæra þau eins og er og ekki er búist við að hægt verði að laga þau fyrr en á morgun, mánudag. Meira


19:20 Að beiðni lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum hefur Rauði krossinn opnað Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi fyrir ferðafólki. Yfirfullt var orðið af fólki í Hyrnunni.
Meira

18:53 Það kom hrikaleg hviða með grjóti og öllu," sagði Pétur Davíðsson, frá Grund í Skorradal. Hann var á heim leið með fjölskyldu sína, konu og þrjú börn, nú síðdegis þegar þau lentu í sannkallaðri grjóthríð við enda Borgarfjarðarbrúarinnar. Rúður brotnuði í a.m.k. fjórum bílum.
Meira

19:09 Góðir farþegar, þetta er flugstjórinn sem talar. Við vorum að tala við Veðurstofuna og hann er heldur að bæta í svo við áætlum að vera hér a.m.k. næstu 2-3 tímana." Þessi skilaboð bárust farþegum í flugvél sem kom frá Kaupmannahöfn klukkan 15:20 í dag. Farþegarnir eru enn um borð.
Meira

18:30 Vegagerðin tilkynnir að búið er að loka Borgarfjarðarbrú, Bröttubrekku og Holtavörðuheiði vegna óveðurs. Óveður er á öllu Suðvestanverðu landinu og mjög slæmt ferðarveður.
Meira

18:00 Óveður er á Holtavörðuheiði og versnandi veður. Á Suður- og Vesturlandi eru vegir greiðfærir. Vegna bilunar í símkerfi skilar veðurskilti á Kjalarnesi ekki réttum upplýsingum.
Meira
Laugardagur, 9.4.2011
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.