Innlent 11. feb. 2011 07:07
Enginn skóli á Kjalarnesi - foreldrar í öðrum hverfum meti aðstæður
Skólahald fellur niður í Klébergsskóla á Kjalarnesi í dag vegna óveðurs, foreldrar í öðrum hverfum eru hvattir til að meta aðstæður áður en þeir senda börn sín af stað í skólann.
Innlent 11. feb. 2011 07:24
Millilandaflugi frestað og innanlandsflug liggur niðri
Öllu millilandaflugi frá Keflavík hefur verið frestað um eina til þrjár klukkustundir vegna veðursins sem nú gengur yfir og Ameríkuvélarnar koma seinna en áætlað var. Erfitt er að hemja vélarnar við landgangana við þessar aðstæður. Innanlandsflug liggur niðri.
Innlent 11. feb. 2011 07:17
Mikið rok á Suðvesturlandi - björgunarsveitir að störfum
Verulega fór að hvessa suðvestanlands upp úr klukkan fimm í morgun og voru björgunarsveitir kallaðar út í Reykjanesbæ til að hefta fok í bænum og í Vogunum. Sömuleiðis í Hafnarfirði, þar sem járnplata fauk meðal annars inn um glugga, en engan sakaði. Þar fuku líka tveir vinnuskúrar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.