
07:29 Skólahald fellur niður í Klébergsskóla á Kjalarnesi og í grunnskólum Vestmannaeyja í dag vegna óveðurs. Töluvert hvasst er á höfuðborgarsvæðinu en ekkert sem bendir til annars en að skólahald verði að öðru leyti með venjubundnum hætti.
Meira

07:17 Fyrsta ferð Herjólfs fellur niður í dag vegna veðurs. Samkvæmt áætlun átti Herjólfur að leggja frá bryggju í Vestmannaeyjum klukkan hálf átta í morgun. Farþegar sem áttu að fara með fyrstu ferðinni eru beðnir að hafa samband við afgreiðslu.
Meira

06:22 Nokkuð rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Hún var þó kölluð út sex sinnum vegna veðursins. Í einu tilvika fuku munir í gegnum rúðu. Lögreglan varar vegfarendur við miklu hvassviðri.
Meira

06:38 Lögregla og björgunarsveitir á Suðurnesjum þurftu að sinna um tíu útköllum í nótt vegna veðurs. Þakplötur losnuðu í Vogum og ruslatunnur og aðrir lausamunir fuku til í Keflavík. Þá fuku bifreiðar einnig
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.