MBL.Is

  Björgunarsveitarmenn að störfum, en margar sveitir hafa verið kallaðar út í kvöld.

Rúða sprakk í íbúðarhúsi

Í gær, 23:24 Björgunarsveitarmenn voru kallaðir í kvöld að íbúðarhúsi í Kolbeinsstaðahreppi á Snæfellsnesi, skammt frá Eldborg, þar sem rúða hafði sprungið í óveðrinu. Íbúar urðu fyrir minniháttar meiðslum, en ekki þurfti að kalla til sjúkrabíl að sögn lögreglunnar í Borgarnesi. Meira »

Brjálað veður í Eyjum

Björgunarsveitarmenn festa klæðningu á húsi við Fjólugötu í Eyjum. Í gær, 22:39 Brjálað veður hefur verið í Vestmannaeyjum í kvöld, eins og víðar við sunnan- og vestanvert landið. Björgunarsveitir hafa fest plötur og klæðningar og lögreglan fengið sjö útköll frá kl. 18 vegna óveðursins. Ekkert alvarlegt tjón hefur orðið. Meira »

Björgunarsveitir kallaðar út

Björgunarsveitir að störfum í óveðri. Í gær, 21:52 „Það er óvenjulítið af útköllum miðað við hversu slæmt veðrið er," sagði Ólöf S. Baldursdóttir upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í samtali við mbl.is um níuleytið í kvöld. Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út í Hveragerði, Eyjum og á Kjalarnesi, Selfossi og Suðurnesjunum. Meira »

Varað við stormi og mikilli úrkomu

04:49 Búast má við talsverðri eða mikilli úrkomu, slyddu og síðar rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum fram á morgun. Veðurstofan varar við austan og suðaustan stormi norðvestantil sem og á hálendinu fram undir morgun. Einnig má búast við mikilli úrkomu á Suðausturlandi. Meira »

Trilla sökk í Hafnarfirði

Trillan marandi í hálfu kafi í Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Í gær, 22:26 Trilla sökk í smábátahöfninni í Hafnarfirði rétt eftir klukkan níu í kvöld. Lögreglumenn voru sendir á vettvang til að kanna aðstæður. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er ekki víst að veðrið hafi ollið slysinu, en hún segir höfnina í góðu vari svo að vélarbilun kemur vel til greina. Meira »

Óveðrið nær hámarki

Upplýsingaskiltið við Mosfellsbæ sýnir vel rokið á Vesturlandsveginum í kvöld. Í gær, 20:26 Enn er óveður á flestum vegum sunnan- og vestanlands, eins og undir Hafnarfjalli og á Reykjanesbraut og Kjalarnesi. Búið er að opna Hellisheiði, Þrengslin og Sandskeiði en þar er hálka og óveður. Meðalvindhraði í Stórhöfða í Eyjum fór upp í 47,5 m/sek í kvöld. Meira »


Búið að opna Hellisheiði

Lögreglan stöðvar hér ökumenn á Suðurlandsvegi við Hafravatn í kvöld. Í gær, 19:11 Björgunarsveitarmenn eru í viðbragðsstöðu á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu vegna stormviðvarana. Enn sem komið er hafa engar aðstoðarbeiðnir borist fyrir utan nokkrar á Kjalarnesi, þar sem lausamunir fjúka Meira »

Búist við snörpum vindhviðum

Spáð er stormi suðvestan- og vestanlands í kvöld. Í gær, 17:53 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur vakið athygli á stormviðvörun frá Veðustofu Íslands. Spáð er austan og suðaustan stormi sunnan- og vestanlands fram á nótt. Þar sem búast má við snörpum vindhviðum og úrkomu er talið rétt að athuga með lausamuni og hreinsa frá niðurföllum. Meira »

Þriðjudagur, 8.2.2011


Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband