Úrkomumet aprílmánaðar á Stórhöfða 1921-2009

Aprílmet í úrkomu í Vestm. (sem þýðir væntanlega úrk. í Stórhöfða)

Apríl 2009

Regnbogi yfir Skálholti
Regnbogi yfir Skálholti 4. apríl.

Stutt tíðarfarsyfirlit

4.5.2009

Hlýtt var í apríl um land allt, hlýjast að tiltölu suðaustanlands, en einna svalast á Vestfjörðum. Mjög úrkomusamt var um mestallt land og sérlega úrkomusamt víða á Suðurlandi og einnig vestan til á Norðurlandi. Fremur hvassviðrasamt var samfara úrkomunni og slagvirðri með tíðara móti miðað við árstíma.

Meðalhiti í Reykjavík mældist 5,0 stig og er það 2,1 stigi ofan meðallags. Þetta er tíundi hlýjasti apríl frá upphafi samfelldra mælinga í Reykjavík (1870). Á Akureyri var meðalhitinn 3,5 stig og er það 1,9 stigi ofan meðallags. Á Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 5,7 stig og er það 2,9 stigum yfir meðallagi. Á Hveravöllum varð meðalhitinn -0,7 stig og er það 2,7 stigum yfir meðallagi.

Hitayfirlit

stöðhiti (°C)vik (°C)röðaf
Reykjavík5,02,110139
Stykkishólmur3,11,832164
Bolungarvík1,71,036112
Akureyri3,51,921128
Egilsstaðir3,22,01360
Dalatangi3,31,91071
Höfn í Hornaf5,72,9  
Stórhöfði5,31,99113
Hveravellir-0,72,7544


Úrkoma í Reykjavík mældist 100 mm og er það um 70% umfram meðallag, á Akureyri mældist úrkoman 27 mm og er það um 20% undir meðallagi.

Met

Nokkur mánaðarúrkomumet féllu í mánuðinum. Úrkoman á Kvískerjum mældist 523,7 mm og hefur ekki mælst meiri á íslenskri veðurstöð í aprílmánuði. Eldra met var sett á Kvískerjum í apríl 1984, en þá varð heildarúrkoma mánaðarins 520,7 mm, lítillega minni en nú. Aprílúrkomumet voru sett á fleiri stöðvum, þeirra merkust eru nýtt met í Vestmannaeyjum, en þar hefur verið mælt frá 1881, og á Eyrarbakka þar sem einnig hefur verið mælt frá 1881, en með nokkrum hléum. Met var sett í Vík í Mýrdal (mælt frá 1926) og á allmörgum stöðvum á vestanverðu Norðurlandi þar sem mælt hefur verið í 5 til 15 ár.

Snjólétt var í mánuðinum og aldrei varð alhvítt í Reykjavík, það gerist u.þ.b. fimmta hvert ár að meðaltali, en síðast fyrir tveimur árum. Alhvítir dagar á Akureyri voru 5 og er það 6 dögum færri en í meðalári. Enn snjóléttara var þá á Akureyri, bæði í fyrra og hitteðfyrra.

Sólskinsstundir mældust 139 í Reykjavík og er það í meðallagi. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 82 og er það 48 stundum undir meðallagi. Svo lítið sólskin hefur ekki mælst á Akureyri í apríl síðan 1992.

Hæsti hiti mánaðarins mældist á Möðruvöllum í Hörgárdal þann 29., 15,9 stig, sama dag fór hiti í 15,1 stig á mönnuðu stöðinni á Torfum í Eyjafirði.

Lægsti hiti mánaðarins mældist -14,3 stig við Hágöngur þann 8. og við Setur þann 12. Mest frost í byggð mældist í Svartárkoti þann 5., -13,7 stig.
http://vedur.is/um-vi/frettir/2009/nr/1574

Ha......þetta met fór allveg framhjá mér. Og nú verð ég að fara rýna úrkomutölur, og reikna út þessa aprílúrkomu fyrst þeir gátu ekki sagt hvað hefur rignt mikið.
Þetta er reyndar ekki fyrsta mánaðarmet í rigningu á Stórhöfða síðustu ára, enn Veðurstofan hefur ekki sagt frá því fyrr enn núna.
Uppfært og leiðrétt 13. maí 2008:
Apríltopplisti í úrkomu á Stórhöfða 1921-2009. (Vantar 1921, 22, 23, 24 og 55.)
1- 218,0 mm. 2009.´(óstaðfest)
2- 214,7 mm. 2002
3- 177,0 mm. 1987
4- 164,6 mm. 1966
5- 163,9 mm, 1989
6- 162,8 mm. 1980
7- 160,7 mm. 1981
8- 157,2 mm. 2007
9- 155,2 mm. 1974
10-149,8 mm. 1942
Lægsta aprílúrkoma á Stórhöfða er 27,2 mm. árið 1937 (með fyrirvara um það geti verið að finnist minni úrkoma enn það.

Sigurður Þór Guðjónsson bloggaði þetta á sínu bloggi 30. apríl 2009.:

Ég fæ ekki betur séð en að í þessum apríl hafi mælst meiri úrkoma á mannaðri veðurstöð í það minnsta en áður hefur mælst á veðurstöð á Íslandi. í þessum mánuði. Á Kvískerjum mældust 523,7 mm en gamla Íslandsmetið var 520,7 mm frá 1984 og var það einnig á Kvískerjum. 

En það féllu fleiri úrkomumet stöðva í mánuðinum. Hér koma nokkur sem ég veit um en gömlu metin innan sviga og ártal sem sýnir hvenær mælingar hófust. 

Vík í Mýrdal 311,4 mm (289,3, 1955;1925).

Stórhöfði í Vestmannaeyjum 218,1 (214,7, 2002;1922). 

Eyrarbakki 199,3  að minnsta kossti (190,0, 1883; 1880-1911, 1926).

Mýri í Bárðardal 59,7 (49,2, 1979;1957).

Hugsanlega geta verið villur í þessum nýju tölum upp á smábrot en metin eiga að vera rétt.

Í Reykjavík var úrkoman sléttir 100 mm og mun þetta þá vera tíundi úrkomumesti apríl þar frá upphafi mælinga ef öll  tímaskeið eru talin með, líka mælingar Jóns Þorsteinssonar á nítjándu öld. Frá stofnun Veðurstofunnar er þetta sjötti úrkomumesti apríl sem mælst hefur. 

Meðalhiti mánaðarins er á góðu róli. Mun verða um 5 stig í Reykjavík eða meira en tvö stig yfir meðallagi. 

En veðurlag hefur vægast sagt verið óvenjulegt eins og sést á þessum úrkomumetum. 
http://nimbus.blog.is/blog/nimbus/entry/868753/

Einar Sveinbjörnsson bloggaði.....

Greining og upplýsingagjöf Veðurstofunnar til okkar veðuráhugafólks er alltaf að batna.  Alveg er hún til fyrirmyndar taflan sem Trausti  Jónsson hefur tekið saman og sýnir ekki bara hita og frávik heldur einnig hversu lengi er búið að mæla á hverjum stað fyrir sig.

eyrarbakki_husid Altækt úrkomumet veðurstöðvar fyrir apríl féll, en á Kvískerjum mældist mánaðarúrkoman 523,7mm.   Eldra metið var líka þaðan, en á Kvískerjum hefur verið mælt í bráðum 50 ár.  Merkilegri tíðindi þykir mér þó úrkomumetin á Eyrarbakka og á Stórhöfða, en þar liggur yfir 100 ára gagnröð til grundvallar.  Á báðum stöðum hófust mælingar árið 1881, en á Eyrarbakka voru þær ekki alveg samfelldar framan af.  

Mér finnast öll 100 ára veðurmet (og þaðan af lengri) stórmerkileg, sama hvaða nafni þau nefnast.
 http://esv.blog.is/blog/esv/entry/871246/#comment2396721

Skrifað 6.5.2009 kl. 7:02 af Pálma Frey

Bein slóð á færslu


mbl.is Úrkomumet féllu á mörgum veðurathugunarstöðvum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband