Það hefði ekki verið hægt að sakfella þó að tálbeita væri lögleg

466625_mannrettindamal_-_ofbeldi
Innlent | mbl.is | 23.10.2007 | 13:19

Verjandi: Það hefði ekki verið hægt að sakfella þó að tálbeita væri lögleg

Þrír menn á þrítugsaldri voru í Héraðsdómi Reykjavíkur sýknaðir af ákæru um barnaníðslu. Kæran var byggð á þeirri staðreynd að mennirnir mættu á stað sem tálbeita á vegum sjónvarpsþáttarins Kompáss á Stöð 2 beindi þeim á með það í huga að eiga mök við 13 ára stúlku. Brynjar Níelsson verjandi eins mannanna sagði að skjólstæðingi sínum hefði verið ljóst frá upphafi að hann átti í samskiptum við sér eldri manneskju.

„Hann sá það á málfarinu á tölvupóstum og gerði sér einnig grein fyrir að 13 ára stúlka má ekki auglýsa á einkamál.is og eftir símtal heyrði hann á röddinni að þetta var þrítug kona eins og kom fram fyrir dóminum," sagði Brynjar í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

„Mér fannst aldrei koma til greina að þessir menn yrðu sakfelldir burt séð frá því hvort notkun tálbeitu væri heimil eða ekki. Það vantar miklu meira en það, það er ekki hægt að dæma fyrir tilraun til að sofa hjá 13 ára stúlku þegar þú ert búinn að tala við þrítuga kerlingu og svo þarf nú kannski að sýna fram á einhverja kynferðislega tilburði," sagði Brynjar að lokum.

Á ég virkilega að trúa því að þeir vissu að þeir voru að tala við þrítuga "kerlingu" (athugið kerlingu enn ekki konu). Enn samt fóru þeir á staðinn til þess að heimsækja 13 ára stúlku (barn).
Til hvers fóru þessir þrítugu menn (kallar) í heimsókn annað enn að eiga samræði við 13 ára stúlku (barn)? Kannski til spjalla um daginn og veginn. Nei, það held ég ekki. Heldur var bara einn tilgangur hjá þessum mönnum (köllum). Það er að eiga samræði við 13 ára stúlku (barn). Sjáiði bara hvernig þeir brugðust við þegar mennirnir (kallarnir) voru staðnir að verki þegar Jóhannes í Kompás kom að þeim. Viðbrögðin voru gott dæmi um að mennirnir (kallarnir) hafi einhvað óhreint mjöl í pokahorninu. Sjáið bara afsakarnir sem þeir komu með. Ja, þau voru nefnilega alveg útúr kú.
það er ekki hægt að dæma fyrir tilraun til að sofa hjá 13 ára stúlku þegar þú ert búinn að tala við þrítuga kerlingu og svo þarf nú kannski að sýna fram á einhverja kynferðislega tilburði," sagði Brynjar að lokum.
Hvernig stendur á því að það er hægt að dæma menn ef þeir gera tilraun til manndráps? Enn ekki ef menn geri tilraun til að eiga samræði við 13 ára stúlku (barn)? Sem getur haft alvarlegar afleiðingar síðar meir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband