Það er ekki sama Eyjabúi og höfuðborgarbúi

Hérna vitna ég í bloggið hjá moggabloggaranum Mörtu sem er með frábæra hugmynd um bættar samgöngur til og frá stór-höfuðborgarsvæðinu. Og ég mun styðja það ef það er til að bæta samgöngur.

Hraðlest

Hraðlest inn til borgarinnar myndi henta vel þarna.

Myndi stytta verulega ferðatímann milli flugvallarsvæðisins og höfuðborgarsvæðisins enda er þetta svæði tilvalið fyrir námsmannaíbúðir handa þeim sem stunda nám á stór-höfuðborgarsvæðinu.

Gæti hentað ýmsum öðrum sem vilja stunda vinnu í borginni en vilja búa í ódýrara húsnæði heldur en það sem býðst inni í borg. Það er staðreynd að í einhverjum tilvikum er tekjulágt fólk að flýja höfuðborgarsvæðið vegna þess háa húsnæðiskostnaðar sem hér er.

Hraðlest kæmi sömuleiðis flugfarþegum að góðum notum og myndi gera það að raunhæfum möguleika að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur.


Enn sama Marta er algjörðu meiði að hugmyndum um jarðgöng milli lands og Eyja

Jarðgöngin enn og aftur

Vestmannaeyingar þrýsta á, leynt og ljóst og við öll hugsanleg tækifæri að sýna fram á þörf fyrir jarðgöng til Eyja. Ég er ekki hlynnt því. Það yrði alltof dýr framkvæmd fyrir ríkiskassann ef tekið er tillit til þess hve fáir myndu aka um þau að staðaldri. Peningunum yrði betur varið í að auka umferðaröryggi á höfuðborgarsvæðinu.


xxx

Tæknileg mistök?

80 milljarðar!

Skv skýrslunni er talað um 50 - 80 milljarða. Það gera minnst 44 milljónir á hverja 4ra manna fjölskyldu eða 11 - 18 millj á hvern íbúa. Mannsævin er að meðaltali um 70 ár eða svo...

"Verkfræðingar á flippi " og annað viðlíka gáfulegt segir stjórnmálamaður þeirra Eyjaskeggja no 1 Shocking

Eyjamenn ættu að fá aðra ferju og hafa tvö skip í siglingum á milli lands og eyja eins og ágætir bloggarar hafa sagt hér og MD málið dautt. Cool 


Það er ekki sama Jón og séra Jón. Þýðing: Það er ekki sama Vestmannaeyingur og Stór-höfuðuborgarbúi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband