Hvernig væri að segja manni raunverulega mældan hita???

Enn ekki vindkælingarhita.Angry

 

Erlent | AFP | 22.1.2014 | 7:42

Kafaldsbylur á austurströndinni

   

Mikið hefur snjóað í norðausturhluta Bandaríkjanna í nótt og er 28 stiga frost í Chicago, að teknu tilliti til vindkælingar. Kafaldsbylur er víða og eru ruðningstæki að störfum þar sem færð er tekin að spillast og gengur umferð hægt.

Vetrarveðrið nær allt frá Washington til New England og samkvæmt fréttum er leiðindaveður og færð í miðvesturríkjunum.

Í New York hefur snjóað frá því í gærkvöldi og er búist við því að þegar íbúar borgarinnar fara af stað í morgunsárið verði 35 sm jafnfallinn snjór yfir borginni.

Íbúar sem New York Times ræddi við seint í gærkvöldi voru lítt hrifnir af veðurfarinu. „Þetta er hræðilegt. Snjórinn er skemmtilegur til að byrja með en einungis til að byrja með," sagði Mary Catherine Hughes, þar sem hún stóð á biðstöð og beið eftir neðanjarðarlestinni í nístingskulda.

Fáir voru á ferli í Washington í gærkvöldi enda mæltu yfirvöld með því að fólk héldi sig heima vegna veðursins.

© Árvakur hf. Öll réttindi áskilin

 


mbl.is Kafaldsbylur á austurströndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hérna þar sem ég bý í Muncie Indiana sem er í um 3 1/2 keyrslu í suð-austur frá Chicago er núna kl 6 að morgni -21 stig úti ég veit ekki hver vindkælingin er en það á að hlýna upp í -8 stig í dag og það er talað um að vindkælingin þá verði í kringum -25 stignin

Smári Gissurarson (IP-tala skráð) 22.1.2014 kl. 10:56

2 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Hehe..........-21°C er þá raunhiti.

Pálmi Freyr Óskarsson, 22.1.2014 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband