Leiðréttng: Vindhviða hefur farið nákvæmlega í 42 m/s í Vestm.....

Enn aftur er gert lítið úr vindinum í Vestmannaeyjum. Og er þetta annað sinn sem MBL.is gerir það þennan morgun. Enn svo geta þeir fari nákvæmt með vindtölur undir Eyjafjöllum.

Innlent | mbl | 30.10.2013 | 8:10

Ófært til Eyja

Flugfélagið Ernir flýgur til Vestmannaeyja og fleiri staða. stækka

Flugfélagið Ernir flýgur til Vestmannaeyja og fleiri staða.

Ekki er hægt að fljúga til Vestmannaeyja vegna veðurs, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu Erni. Flug til Ísafjarðar er í athugun, samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands.

Annað flug er á áætlun hjá Flugfélagi Íslands. Fyrstu ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum hefur verið aflýst vegna veðurs en í Vestmannaeyjum hefur vindurinn farið yfir 30 metra á sekúndu í verstu hviðum í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum er hvasst og slydda í Eyjum en skólahald er þar með eðlilegum hætti sem og allt annað athafnalíf í Eyjum fyrir utan samgöngur til og frá landi.

Hvassast er undir Eyjafjöllum en samkvæmt sjálfvirkri veðurathugunarstöð Vegagerðarinnar við bæinn Hvamm hefur vindur farið í 44 metra á sekúndu í hviðum. Undir Reynisfjalli er einnig mjög hvasst eða tæpir 40 metrar á sekúndu í hviðum.

 


mbl.is Ófært til Eyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband