Vindmælirinn á Stórhöfða var að bila kl. 6:20.

 xxxxxxxxx

Vindmælirinn á Stórhöfða gaf upp öndina kl. 6:20. Þannig að veðurathugunarmaðurinn þarf að giska á vindinn næstu daga. Og ekki fær maður aðstoð frá vindmælinum frá Surtsey þar sem hann bilaði fyrir þremur dögum. Svo er líka vindmælirinn á Básaskersbryggju bilaður. Enn hann er búinn að vera bilaður í meira enn mánuð. Enn það eru enn tveir opinberir vindmælar í lagi sem maður getur haft viðmið fyrir ágiskun á vindhraða á Stórhöfða. Enn það eru vindmælarnir á Eldfellshrauni og á Löngulági. Reyndar sýnir úrkomumælir í Löngulág einhvað einkennilega lítið úrkomu. Og reyndar er líka svo komið með úrkomumælir í Surtsey að sýna einkennilega úrkomu. Enn hann sýnir frekar mikið úrkomu. Og svo er ekki ein báran stök, því öldudufl við Surtsey er búinn að vera bilaður í nokkra daga. Þannig að það mæðir mikið á veðurathugunarmann næstu daga..................... 

Viðbót kl.07.50: Viðbót: Vindáttamælir fylgdi aldrei þessu vant með vindhraðamælinum og bilaði líka. Enn það gerist mjög sjaldan þó þeir séu sambygðir.


mbl.is Enn hífandi rok í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband