Hæsti hiti á Íslandi 23.12. 2012, var 19°C á Stórhöfða:

hitafeil-storhofdi

Nei svona án gríns þá fékk hitamælirinn á sjálfvirka veðurstöðinni á Stórhöfða enn einu sinni hitakast. Sem er einkennilega alltaf annaðhvort 19°C eða 1°C.

Innlent | mbl | 23.12.2012 | 14:23 | Uppfært 18:53

Stefnir í 20-25 stiga frost

Frost verður víðast hvar um 5-10 stig. stækka

Frost verður víðast hvar um 5-10 stig. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Spár benda til þess að frostið á landinu verði sennilega mest næstkomandi miðvikudag og verði um 20-25 stig í innsveitum norðaustan- og austanlands, en víðast annars staðar 5-10 stig. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

Einar skrifar um kuldakastið á vefsvæði sínu og orsök þess. „Oftast þegar svellkalt heimskautaloft steypist yfir okkur er það fyrir samspil lægða fyrir austan eða norðaustan landið og hæðar yfir Grænlandi. Framrásinni fylgir þá gjarnan hríðarveður þar sem lægðin leggur til raka sem komin er sunnan að. Nú háttar hins vegar svo til að kalda loftið berst til okkar vegna krafta á miklu stærri kvarða en þegar lægð er á flandri úti af Langanesi."

Einar segir tvö áberandi köld svæði til staðar, það minna norður af Grænlandi og Svalbarða en hitt yfir Síberíu. Þróunin næstu daga er sú að lokuð fyrirstöðuhæð gengur þvert yfir heimskautið og sameinast hæðarhrygg við Nýfundnaland. „Um leið og hæðirnar mynda saman einskonar brú yfir V-Grænland og Baffinsland þvingast kaldi loftmassinn að sama skapi til suðurs og í áttina til okkar."

1 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilin

 


mbl.is Stefnir í 20-25 stiga frost
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband