YR.no er ekki norska Veðurstofan, heldur........

............... met.no.

  Innlent | mbl | 18.12.2012 | 12:43 | Uppfært 15:36

Spáir hvössu veðri á jóladag

Það bendir ýmislegt til þess að veður verði óhagstætt útivistarfólki á SV-landi um jólin. stækka

Það bendir ýmislegt til þess að veður verði óhagstætt útivistarfólki á SV-landi um jólin. mbl.i/Golli

Norska veðurstofan spáir hvössu veðri í Reykjavík á jóladag. Flest bendir til að aðfangadagur verði rauður á Suður- og Vesturlandi.

Veðurstofa Íslands segir að líkur séu á stífri austan og norðaustan átt á Þorláksmessu og aðfangadag með rigningu víða á landinu, en slyddu eða snjókomu norðan til.

Spáð er hlýnandi veðri næstu daga og alveg fram að jólum. Norska veðurstofan, sem birtir spá til lengri tíma, en Veðurstofa Íslands, spáir því að það fari að kólna á jóladag og það verði talsvert frost SV-lands dagana þar á eftir. Spáð er norðaustanátt, allt að 18 m/s á jóladag í Reykjavík.

Rétt er að leggja áherslu á að talsverð óvissa er í spám sem nær svo langt fram í tímann.

1 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilin

 


mbl.is Spáir hvössu veðri á jóladag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband