Grein úr Eyjafréttum..........

Miðvikudaginn 19. maí kl. 17.11

Skaðleg heilsu fólks

Skaðleg heilsu
 fólks Öskufall er ekki bara óþægilegt held­ur getur það verið skaðlegt  heilsu fólks. Elvar Daníelsson, heilsu­­gæslulæknir á Heilbrigðis­stofnun Vestmannaeyja, sagði ekki mikið um að bæjarbúar leituðu til heilsugæslunnar vegna öskufallsins og helst þeir sem eru með astma eða öndunarsjúkdóma. 
"Hluti svifryks er undir 10 míkró­metrum og getur valdið mikl­um skaða. Rykið þyrlast upp ef bílar keyra um götur og ef það hreyfir vind. Það er hættulegt því minnstu agnirnar geta borist djúpt ofan í lungu. Flúor skolast frekar fljótt úr öskunni  ef það rignir en er hættu­legt skepnum sem eru grasbítar," sagði Elvar þegar hann var spurður um hættu af svifryki í andrúmslofti.
  "Við hvetjum börn og fullorðna  til að vera með grímur þar sem hætt er við svifryksmengun. Það er ennþá mjög fínt ryk í loftinu sem þyrlast upp og getur líka valdið kláða og óþægindum í augum. Þess vegna  er gott að vera með hlífðargleraugu, sérstaklega í öskufalli. Þeir sem eru með linsur eru hvattir til að vera ekki með þær úti því ryk getur farið inn undir linsur og rispað horn­himnuna, " sagði Elvar og telur mikilvægt að útskýra fyrir börnum hvers vegna þörf er á að nota grímur þegar svifryksmengun er mikil. "Astmaveikum stafar mesta hættan af svifryki og t.d. er mikilvægt að gæta að astmalyfjum þeirra sem sjaldan þurfa að nota lyf. Hvort þau eru útrunnin og til taks ef á þarf að halda, " sagði Elvar og telur eitthvað þyngra í fólki þessa dagana  en ­flesta taka stöðunni með stakískri ró.
  Áslaug Rut Áslaugdóttir, heilbrigðisfulltrúi Suðurlands í Vest­mannaeyjum sagði ekki gott að segja til um umfang svifryksmeng­unar þar sem enginn tækjabúnaður til mælinga er fyrir hendi í Eyjum. Mengunin er mæld með sérstökum vögnum þar sem ryk er talið í ­miklum mæli í andrúmslofti
.  
  Samkvæmt mælingum Óskars Sig­urðssonar í Stórhöfða var öskufallið á föstudag og laugardag 148 grömm á disk sem er 22 x 35 sm. "Aðra daga hefur það ekki verið teljandi. Út frá þessu má reikna út heildarmagnið sem fallið hefur á Heimaey en mér finnst þó að öskufall hafi verið minna hér í Stórhöfða en niðri í bæ," sagði Óskar.
  Hann er sá síðasti sem safnar neyslu­vatni af þakinu í brunn. Það urðu Eyjamenn að sætta sig við fram til ársins 1968 að vatnsleiðsla var lögð til Vestmannaeyjar.
  "Það er ekki hægt að safna vatni eins og er og tók ég því rennurnar úr sambandi," sagði Óskar sem ennþá á nóg vatn í brunn­inum.   Vikublaðið Fréttir greindi frá
.
http://www.eyjafrettir.is/frettir/2010/05/19/skadleg_heilsu_folks



Mynd tekinn 15 maí 2010 kl. 3:30 af öskusöfnunarbakka V.Í. á Stórhöfða.
Ætlaðii að setja aðra mynd hér, enn einu sinni er snúra horfinn......

Mynd: Tekinn 19. maí 2010 af 4 pokum af öskusýni sem hefur komið hefur á komið í öskusýnisbakka V.Í. á Stórhöfða 10. - 17. maí 2010.

Skrifað 19.5.2010 kl. 22:03 af Pálma Frey

Bein slóð á færslu


mbl.is Verulega dregið úr kvikuflæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband