Enn einu sinni er lítið gert úr vindinum í Vestmannaeyjum

Enn einu sinni er lítið gert úr vindinum í Vestmanneyjum. Til dæmis er 10 mínútna meðalvindur í gær á Stórhöfða sagður mest 33 m/s. enn ekki 41,8 m/s. Svo fór vindhviða á Stórhöfða í gær upp í 51,8 (nákvæm tala 51,777 m/s.). Sem er aðeins meira, eða svipað og undir Eyjafjöllum.

Líkleg ástæða fyrir vitlausan vindhraða á Stórhöfða, er líklega vegna þess að fjölmiðlar höfuðborginni tóku frétt af eyjafrettir.is eða eyjar.net um kl. 12. Enn veðurhæð náði toppnum milli kl. 14-17. Enn allir fjölmiðlar nenntu greinilega ekki afla endalegar niðurstöðu þegar leið á daginn.

 

 Föstudaginn 22. janúar, 2010 - Innlendar fréttir

Rokið upp í 50 m/s í hviðum

Talsvert um útköll

TALSVERT var um óveðursútköll hjá björgunarsveitum á sunnan- og vestanverðu landinu í gær vegna óveðursins sem gekk yfir landið.

TALSVERT var um óveðursútköll hjá björgunarsveitum á sunnan- og vestanverðu landinu í gær vegna óveðursins sem gekk yfir landið. Í Keflavík var tilkynnt um að þakið væri að fjúka af Officeraklúbbnum á vallarsvæðinu, vinnuskúr fauk og bátur slitnaði frá bryggju. Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var björgunarsveitin Sigurgeir kölluð út þegar hlaða fauk.

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út vegna foks í bænum, einnig sveitirnar í Vestmannaeyjum, Hafnarfirði, á Hellu og Patreksfirði. Gert var ráð fyrir að veðrið myndi ganga niður þegar liði á kvöldið og nóttina. Undir Eyjafjöllum fór vindur í 50 metra á sekúndu í hviðum. Afar slæmt veður var um hríð í Eyjum, vindur um 33 m/s og mikil rigning. Sinnti björgunarfélagið nokkrum aðstoðarbeiðnum. Rafmagnslaust var um hríð í Höfnum á Suðurnesjum eftir að tveir staurar í háspennulínu skemmdust í rokinu.

Veðurstofa Íslands spáir að suðlægar áttir verði ríkjandi næstu daga og að það verði vætusamt en þó úrkomulítið norðanlands. Veður fer kólnandi frá þriðjudegi. kjon@mbl.is

 

 Enn hér er uppgjör óveðursins í Vestmannaeyjum 21. janúar 2010:

 

Mesti 10 mín. meðalvindur:

Stórhöfði 41,8 m/s (einhvertímann milli kl.14 -15)

Surtsey 27,7 m/s (einhvertímann milli kl.16-17)

Vestmannaeyjabær 27,3 m/s. (kl.15)

 

Mesta vindhviða: 

Stórhöfði 51,8 m/s. (einhvertímann milli kl.15-16)

Surtsey 37,0 m/s. (einhvertímann milli kl. 14-15)

Vestmanneyjar 42,4 m/s. (einhvertímann milli kl. 13-14)

 

Til samanburðar frá 9. október 2009, þá var mesti meðalvindur á Stórhöfða 45 m/s. og vindhviða upp í 52,7 m/s. Og var það mesta veðurhæð í 18 ár á Stórhöfða. 


mbl.is Afar hvasst á sunnan- og vestanverðu landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband