"Alsírs" ránið mikla í Eyjum fyrir 380 árum

Enn vegna fáfræði (held ég) þá var haldið að þetta væru Tyrkir enda "stórþjóð" í þá daga (að ég held). Svo virðist í dag sem sumir eru ekki með þetta alveg á hreinu. Og því veitir ekki að minnast þessarar hörmungar viðburð sem svokallað Tyrkjarán er. Svosem skiptir ekki máli hvað land átti í hlut (að mínu mati).

Ég tók eftir því að moggabloggarar sem hafa blogga um fréttina finnst ekki viðeigandi að það sé gert "gaman"leikrit um þennan hörmungar atburð.  Jú, þetta var ekki alvarlegt leikrit sem var sett á "svið". Enn hvað með það? Átti fólk að fá tár í augun, eða hvað? Mér finnst nú skömminni skárra að sjá smá húmor í þessu enn að velta sér sorg og volæði.

Hvað er ekki málið að minnast þennan atburð hvernig sem það er nú gert? Og minnast þeirra sem lentu í þessu?

Ég ætla að hrósa þeim öllum sem komuð að þessari Tyrkjaránssýningu. Þeir eiga þakkir skyldar að rifja upp sögu Vestmannaeyja (íslendinga) hvort sem hún er góð eða vond.


mbl.is Tyrkjaránsins minnst í Vestmannaeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það skoplega í þessu er náttúrlega að þessir "Tyrkjar" skyldu láta sér detta í hug að stela Vestmannaeyingum!

Annars voru þessir menn einsog stendur að ofan frá Alsír en tilheyrðu hinu mikla Ottomanska ríki þar sem Tyrkir voru aðalmenn

jonnyAB (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband